Þá tók ég mig til og fór í fm eftir 4 mánaða fjarveru og tók við íslenska landsliðinu bara svona til að breyta til og vera ekki með miðlungslið í efstu deild.

Ég fór vandlega yfir national poolið og henti einhverjum 15-20 út þar sem gátu einfaldlega ekkert og ég skil ekki afhverju þeir voru þar, og fann 10 nýja til að adda þangað og eftir það byrjaði undankeppni EM 2008. Þar, eins og flestir vita, var riðillinn samansettur af Spáni, Svíþjóð, Danmörku, N-Írlandi, Íslandi, Lettlandi (Latvia) og Licthenstein eða eitthvað álíka. Leit yfir þetta og ætlaði mér amk. 4 sætið á eftir svíum, dönum og spánverjum. Þar sem það er ekki hægt að lýsa neinu hérna þá ætla ég einfaldlega að lýsa leikjunum vel sem voru nú ekkert svo margir…

N-Írland - Ísland

N-Írland(4-5-1):
GK M.Taylor DL J.Hutchinson DR A.Hughes DC C.Baird DC M.Duff DM J.Whitley ML P.McVeigh MR D.Johnson MC S.Davis MC S.Clingan FC D.Healy

Ísland(5-3-2):
GK K.Finnbogason DC K.Sigðursson DC H.Hreiðarsson DC P.Marteinsson WBL A.Viðarsson WBR K.Árnason DM B.Gunnarsson MC Þ.Guðjónsson MC G.Einarsson FC H.Helguson FC V.Gunnarsson

Leikurinn byrjaði á stórsókn íslenska liðsins og Heiðar Helguson með mark strax á 4.min. Svo var leikurinn jafn og staðan var 0-1 í hálfleik. Eftir að hafa hvatt menn mína áfram í hálfleik byrjaði önnur stórsókn af hálfu minna manna en eftir 11 min af seinni hálfleiknum náðu þeir skyndisókn og varamaðurinn Warren Feeney jafnaði 1-1. Eftir það var leikurinn hnífjafn og það komu skot í slánna, stöngina og allsstaðar en lokatölur urðu 1-1
N-Írar skutu 10 skotum, 4 fóru á markið en hin 6 uppí stúku, Íslendingar skutu einnig 10 skotum en 3 fóru á markið og hin ekki
Íslendingar héldu boltanum 53% á móti 47% hjá N-Írunum.

Eftir þennan leik sem ég ætlaði mér að vinna (þrátt fyrir að allir hefðu búist við “close game”) ákvað ég að einhverju þyrfti að breita og vorkenndi sjálfum mér vegna meiðslanna hjá Árna Gauta Arasyni og Eið Smára Guðjónssyni sem eru tveir lykilmenn í liðinu

Þá kom að næsta leik en ég ákvað að halda mig við sömu varnarsinnuðu uppstillinguna vegna þess að þessi leikur var á móti Dönum og þar var búist við tapi.

Ísland - Danmörk

Ísland(5-3-2):
GK K.Finnbogason DC H.Hreiðarsson DC P.Marteinsson DC K.Sigurðsson WBL A.Viðarsson WBR B.Sigurðsson DM B.Gunnarsson CM G.Einarsson CM Þ.Guðjónsson FC H.Helguson FCV.Gunnarsson

Danmörk(4-2-3-1):
GK T.Sörensen DL N.Jensen DR K.Bögelund DC D.Agger DC M.Laursen MC C.Poulsen MC C.Jensen AML P.Lövenkrands AMR D.Rommedahl AMC T.Kahlenberg FC J.Tomasson

Þennan leik leit ég á sem nokkurnveginn tapaðann en ég byrjaði samt vel og eftir að hafa skipst á sóknum við Dani skoraði Veigar Páll Gunnarsson á 35min. En gleðin var búin 4min. seinna þegar T.Kahlenberg setti hann inn á 39min. Svo kom hálfleikur og ég stappaði stálinu í mína menn og vildi ekkert nema sókn og sigur en í seinni hálfleik var ég undir stöðugri pressu og Kristján Finnbogason bjargaði mér gjörsamlega frá tapi og leikurinn endaði því 1-1
Íslendingar skutu 3 skotum og vegna hittninnar fóru þau öll á markið en Danir skutu 11 skotum og aftur vegna hittninnar fóru aðeins 5 á markið…haha ömurlegu gaurar… Samt héldu þeir boltanum 57% á móti okkar 43%

Þá voru tveir leikir búnir og ég þokkalega ánægður með þessi tvö dýrmætu stig og gerði mér grein fyrir að ég átti 2 létta leiki eftir(lichtenstein lettland) og 2 erfiða (svíþjóð spánn)

Ég breytti liðinu mikið fyrir næstu viðureign því ég vildi sóknarbolta og stillti því upp uppáhalds uppstillingunni minni.

Lettland - Ísland

Lettland(4-4-2 sókndjarft):

GK A.Kolinko DL J.Afanasievs DR J.Savalnieks DC M.Semjonovs DC I.Stepanovs ML A.Rubins MR V.Kopca MC J.Laizans MC V.Astafjevs FC E.Gauracs FC M.Verpakovskis

Ísland(4-4-2 demantur):

GK Á.Arason DL H.Hreiðarsson DR B.Sigurðsson DC P.Marteinsson DC K.Sigurðsson ML A.Viðarsson MR Þ.Guðjónsson DM B.Gunnarsson AMC R.Kristinsson FC H.Helguson FC E.Guðjónssen

Eins og þið sjáið þá náði ég loksins að spila með mitt besta lið inná vellinum og það borgaði sig strax frá byrjun vegna þess að á 42min. skoraði hann Eiður nokkur Guðjónssen og í hálfleik var bara sagt mönnum að halda þessu góða verki áfram og það var gert, það var sótt og sótt þangað til Arnar Viðarsson náði að lauma sér frá vinstri kantinum og sett inn fallegt mark á 80min. Og því fór leikurinn 0-2
Lettar skutu 13 skotum á markið en aðeins 2 fóru á markið og Íslendingar skutu líka 13 skotum en 5 fóru á markið, enn og aftur er um hittni að ræða. Lettar héldu boltanum 55% og því héldu Íslendingar honum 45%

Það hafði verið spáð þessum leik sem “close-game” sem ég skildi ekkert í en ég var kominn upp um 14 sæti á FIFA World rankings list (byrjaði í kringum 100.sæti og kom mér uppí c.a. 90.sæti…endaði samt í 71.sæti eftir tímabilið)

Og þá var komið að næsta leik en hann var á móti geysisterku liði Svíanna

Ísland - Svíþjóð

Ísland(4-4-2 demantur):

GK Á.Arason DL H.Hreiðarsson DR B.Sigurðsson DC P.Marteinsson DC K.Sigurðsson ML A.Viðarsson MR Þ.Guðjónsson DM B.Gunnarsson AMC R.Kristinsson FC H.Helguson FC E.Guðjónssen

Svíþjóð(4-4-2 demantur):

GK A.Isaksson DL E.Edman DR O.Mellberg DC P.Hansson DC K.Svensson ML F.Ljungberg MR C.Wilhelmsson DM D.Andersson AMC K.Kallstrom FC Z.Ibrahimovic FC F.Berglund

Þegar maður horfir á liðin og tekur eftir því að maður heldur með Íslandi langar manni að segja (mér amk.) ó fokk en þannig varð það ekki sem betur fer. Þeir sóttu og sóttu og sóttu enn meira og skoruðu á 17min. með stjörnunni honum Zlatan Ibrahimovic. Þeir sóttu og sóttu en Árni stóð sig eins og 5 hetjur og 2 schmeicelar í markinu og varði allar bomburnar frá Zlatan og Freddie og á 45min. skoraði ég eftir hornspyrnu, en þetta var mín fyrst sókn eftir látlausar sóknir Svíanna og ég gat ekki hætt að hlæja eftir þetta mark. Þeir linntu aldrei sóknunum nema kannski í nokkrar mínútur á milli en Árni varði bara og því fór leikurinn 1-1
Svíar áttu 17 skot og 9 fóru á markið á móti 7 skotum Íslendinga sem enduðu öll útaf nema 1 sem fór beint í markið. Svíar héldu boltanum 56% og Íslendingar 44%

Þarna var ég kominn með stöðu sem mig hefði ekki getað dreymt um fyrir þennan frábæra fyrri part af leiktíðinni eða jafntefli við N-Írland, Svíþjóð og Danmörku og sigur á móti Lettum. Öllum þessum leikjum var spáð sem tapleikjum eða jöfnum leikjum en svo varð ekki…feis á www.totalbet.com

Svo lauk ég árinu 2006 með 3-0 sigri í æfingaleik á Montenegro og 1-1 jafntefli við Úkraínu.

Látið vita ef þið viljið fá að lesa 2007 partinn því ég geri mér grein fyrir að þetta er svoldið mjög langt og ætla því að láta gott heita.

Takk fyrir mig.