Þetta er áframhald úr fyrri grein minni um Arsenal tímabilið 06/07, þegar hérna er komið við sögu er tímabilið 08/09 að hefjast, það sem gerðist á milli var lítið og leiðinlegt tímabil þar sem ég var í basli með Arsenal en með frábærum lokasprett náði ég deildinni en datt út í öllum öðrum keppnum.

Fyrir tímabilið fór ég á leikmannamarkaðinn eins og venja er á sumrin, þó var mesta fjörið í sölum hjá mér en ég selldi fyrir alls 35 millur það sumar þeir sem fóru voru:

Francesc Fabregas (MC) – 18 millur til Milan
Theo Walcott (AMR,FC) – 10 millur til Everton
Per Ciljan Skjelbred (AMRLC) – 5 millur til Everton
Auk þess fór Emmanuel Eboue á langtíma lán til Milan enda orðin þreyttur á lífinu í London.

Ásamt því að selja nokkra varaliðsleikmenn fyrir smotterí, þeir sem ég keypti fyrir tímabilið eru hér í tímaröð:

Dimitris Papadopoulos (ST) – 5,5 millur frá Panathinaikos
Yann Sommer (GK) – 4 millur frá Basel
Ismael Aissati (AMLC) – 22 millur frá PSV
Bojan (ST) – 8 millur frá Barcelona
Sidney (ST) – 300k frá Fluminense
Bernard Bompard (MRC) – 90 þúsund frá Lens
Sebastien Frey (GK) – 16 millur frá Fiorentina
Loic Abenzoar (DRC) – 6 millur frá Lyon

Þarna átti Aissati að koma í stað Fabregas og er þetta gríðarlega efnilegur strákur en ekki alveg 22 milljóna virði.

Þetta tímabil byrjaði frábærlega, ég spilaði áfram mína útgáfu af 4-1-3-2 taktík með miklum sóknarþunga en samt sterkri vörn, ég hafði verið taplaus í síðustu 13 leikjunum tímabilið áður og hélt því áfram, vann fyrstu 6 leikina og var taplaus í fyrstu 8 leikjunum.

Þetta var mitt þriðja tímabil með Arsenal og ég var búinn að vinna alla titla sem í boði voru, mér leiddist ef satt má segja en allt í einu sá ég auglýsingu um laust starf hjá Championship liðinu Leed United, eftir að hafa rennt augunum yfir liðið ákveð ég að taka sjénsin og sótti um starfið og sagði upp hjá Arsenal öllum til mikillar furðu (sá sem tók við af mér hjá Arsenal var astoðarmaður minn Tony Colbert og náði hann að halda Arsenal í fyrsta sæti út tímabilið), ég fékk auðvitað starfið enda tvöfaldur englandsmeistari og meira og allir hjá Leeds voru mjög ánægðir með mig. Liðinu hafði verið spáð í toppbáráttuna en þegar ég tóg við þeim voru þeir í 19 sæti, alls ekki nógu gott, en ég sá strax að þarna var gæða lið á ferð, lið sem vel hefði sæmt sér í Úrvalsdeild og furðaði ég mig á því hvernig í ósköpunum þetta lið gæti verið í 19 sæti, hvaða vanhæfa þjálfarafífl var á undan mér.





Liðið, þegar ég tók við því var svo skipað (þetta er svona hið venjulega aðallið, vissulega voru mun fleiri leikmenn þarna en ég nenni ekki að fara að telja þá alla upp):
Ben Foster – GK
Steve Finnan/Espen Ruud – DR
Lars Marten Engedal – DC
Tore Reginiussen – DC
Stuart Giddings/Oscar Wendt/Tron Erik Bertelsen – DL
Shaun Derry/Rasmus Wurtz – DMC
Jermaine Pennant – AMR
Gavin Rothery – AMC
Kristoffer Hæstad – AML
Daniel Fredheim Holm – ST
Mauricio Pinilla – ST
Plús: Ian Westlake (MLC), Robbie Blake (FC) og David Healy (ST).

Glöggir menn sjá að þetta er úrvalshópur, með meistara á borð við Hæstad og Fredheim Holm. Fljótlega fór ég þó á stúfana eftir lánsmönnum því að breiddin á miðjunni var mjög slöpp, ég fékk á láni tvo leikmenn frá mínu gamla félagi Arsenal þá Marc Randall (AMC) og Fran Merida (AMLC) síðan fékk ég minn uppáhaldsleikmann Stuart Elliott (AML, ST) að láni frá Hull en hann hafði ekki náð inn í liðið að undanförnu, með þessu móti gat ég sett Hæstad inn á miðja miðjuna þar sem hann er bestur og sett Rothery á bekkin.

Ég byrjaði minn tíma hjá Leeds með jafntefli og það tók liðið nokkra leiki að aðlagast nýjum leikstíl en ég tapaði ekki og fór að fikra mig upp töfluna, um jólin var ég í kringum 8 sæti og taldi mig eiga góða möguleika á að ná sæti í Úrvalsdeild. Liðið var dottið úr Deildarbikarnum en í FA bikarnum fékk ég West Brom á heimavelli og fór létt með þáverandi úrvalsdeildarliðið og vann þá 3-1, í næstu umferð fékk ég Bolton á útivelli, hörkuspennandi leikur, ég næ að komast 0-2 yfir en þá skora Bolton fjandarnir 4 mörk fyrir hálfleik og staðan orðið 4-2 fyrir mér, ég var náttúrulega ekki sáttur með varnarvinnuna og skipaðu mínum mönnum að gera betur, í seinni hálfleik lék ég betur en náði aðeins að skora eitt mark og því sárt 4-3 tap raunin, minn fyrsti tapleikur með Leeds.

Rétt fyrir áramót fékk ég annan gamlan liðsmann minn Ugur Yildirim á fríjum transfer en hann hafði aldrei náð að stimpla sig inn í Arsenal liðið og var leystur undan samningi, þetta var kærkomin ráðning því fram að þessu hafði Pennant þurft að sjá einn um hægri kantinn alla leiki og hefði ég verið í djúpum hefði hann meiðst. Ég var með sirka 1,2 millur til leikmannakaupa og ákvað að eyða þeim viturlega, í janúarglugganum keypti ég:
Stuart Elliott – (var með hann í láni en hann hafði staðið sig með prýði og því splæsti ég í hann á 20 þúsund pund frá Hull)
Brynjar Björn Gunnarson – mig vantaði bakköp miðvörð og DMC og því var Brynjar fínn kostur, hann var að vísu orðinn 33 ára gamall en hafði enn ágætar tölur og kostaði aðeins 10 þúsund pund frá Reading)
Á loka degi gluggans splæsti ég síðan í Alan Tate frá Swansea á 1,5 millur, þetta er hægri bakvörður sem getur einnig spilað í miðverði og DMC, einnig fékk ég Mitchell Bryant (AMR, ST) á láni frá Man Utd.
Ég seldi Ian Westlake á 250 þúsund til Reading og Linus Smedjegarden fór til Bolton á 550 þúsund plús markmannin Chris Howarth sem ég tók fegins hendi því mig sárvantaði varamarkmann.

Klifrið hélt áfram og fljótlega náði ég inn á playoff svæðið, Kristoffer Hæstad var að brillera sem og Tore Reginiussen, bestu menn liðsins. Síðan var ég þarna í 2-4 sæti í tvo mánuði en náði loks að taka fyrsta sætið af Watford og hélt því út tímabilið og sigraði með 4 stiga mun, alveg glæsilegur árangur og ég tapaði aðeins einum leik í deildinni, á móti Norwich 1-0 á útivelli. Ég hafði því farið með liðið úr 19 sæti í það fyrsta og unnið deildina nokkuð öruggt. Hin liðin sem komust upp með mér voru Watford (í 2. sæti) og Birmingham (unnu Luton í playoff úrslitum, frekar súrt því Luton höfðu verið í 2 sæti mest alla keppnina og áttu þetta miklu meira skilið en Birmingham). Eins og fyr sagði var Hæstad minn besti leikmaður með 7,56 í meðaleinkun. Þegar 6 leikir voru eftir af tímabilinu meiddist Pinilla og ég fór í varaliðið og fann þar leikmann að nafni Nathan Forbes sem var að standa sig gríðarlega vel með unglindaliðinu, ég kalla hann upp og hann gerir sér lítið fyrir og skorar 6 mörk í fimm leikjum með meðaleinkunina 7,80, vissulega óvænt ánægja.

Liðið skilaði tæpri miljón í gróða þetta tímabil og mest allur verðlaunapeningurinn fór í að greiða upp skuldir og ég fékk því aðeins 2,6 milljónir til leikmannakaupa í Úrvalsdeildinni. Ég byrjaði á því að splæsa 1,3 millum í Marc Randall fyrrverandi lánsmann sem hafði lent á sölulista strax við heimkomuna í London. Ég fór einnig og veiddi fimm leikmenn á fríjum transfer: Andy van der Meyde (AMRL), Michael Trulsen (AML,ST), Mikkel Anderson (GK), Allan Hendriksen (DMC) og Raymond Putterill (ST). Ég átti litla peninga eftir og hafði hugsað mér að reyna við deildina með þetta lið en þá fæ ég allt í einu boð um að stjórnin hafði, að mér óafvitandi, samþykkt 14 milljóna punda boð Everton í Kristoffer Hæstad, minn besta leikmann, ég fer náttúrulega algerlega í kerfi og byrja strax að kemba markaðinn í leit að staðgengli, vissulega voru þetta miklir peningar og ég ákvað að kaupa nokkra menn til viðbótar:
Anes Mravec (DRC) á 425k frá Malmö FF
Johan Voskamp (ST) 1 milljón frá Excelsior
Benedict Vilakazi (AMC) 4 millur frá Luton
Georginio Wijnaldum (AMRLC) 3,8 millur frá Feyenoord

Þetta voru ágæt kaup og nú er bara að vona að Vilakazi geti fyllt upp í skarðið sem Hæstad skildi eftir sig, nú sem komið er er ég búinn að keppa 5 leiki með tvo sigra, eitt jafntefli og tvö töp í 9. sæti og stefni svona á 13-8 sæti, evrópusæti yrði náttúrulega draumur.

Hér er síðan smá linkur yfir á mynd þar sem sjá má klifur liðsins, ég tók við því í 24 leik þegar það var í 19 sæti.
http://img444.imageshack.us/img444/5893/leedsrz4.png