Annan júlí 2006 tók ég við starfi sem framkvæmdarstjóri Arsenal, en fyrrum þjálfara liðsins, Arsene Wenger fannst tími til kominn að renna á ný mið. Margir urðu nú hissa yfir ráðningu minni og efin umlauk flest alla umræðu sem fram fór á spjallborðum heimsins.

Stjórnin sagði mér að hennar markmið væru að liðið væri meðal þeirra efstu, skilmálar voru evrópusæti eða þú ert rekinn. Þeir gáfu mér nokkrar milljónir punda til leikmanna kaupa og sögðu mér að fjárfesta skynsamlega, félagið ætti ekki endalausan pening til að sóa. Ég var þessu fullkomlega sammála, ætlaði aðeins að kaupa fáa stóra leikmenn en fjárfesta mest í ungum leikmönnum.
Fyrir tímabilið fjárfesti ég í eftirfarandi leikmönnum:
Ugur Yildirim – striker – 5,5 millur frá Heerenveen
Leighton Baines – Hægri bak – 6,5 millur frá Wigan (stærstu kaupin þetta tímabil)
Marcelo Grohe – markvörður – 2,3 millur frá Gremio
Sherman Cardenas – miðjumaður – 750 þúsund frá Bucaramanga
Sergey Kisliy – striker – 450 þúsund frá MTZ Ripo
Steven Defour – miðjumaður - 1,7 millur frá Standard

Aðeins tveir þessara leikmanna voru ætlaðir sem fyrsta liðs leikmenn, Baines og Yildirim, allir hinir eru keyptir upp á framtíðina. Ég þurfti að setja Kisliy strax í lán til Oostende sem ég hafði nýlega valið mér sem feeder klúbb.

Við skoðun á liðinu komst ég að því að þetta er alveg gríðarlega efnilegt lið, þá sérstaklega á miðjunni og frammi. Ég mun ekki þurfa að fjárfesta í miðjummanni í langan tíma (þó svo að ég hafi gert það í janúarglugganum). Ég tók sérstaklega eftir nokkrum mönnum í u18 liðinu, Marc Randall, Nacer Barazite, Francisco Merida og Cedric Evina.

Ég endurskipulagði æfingakerfin og réð nokkra nýja þjálfara, einnig fékk ég til mín nokkra skáta og sjúkraþjálfara. Ég tók í gagnið taktík sem hafði gagnast mér einstaklega vel áður fyrr, það var mín útgáfa af 4-1-3-2 kerfi og ég lét mína menn spila sóknarbolta, hraðan og beinskeyttan. Byrjunarlið mitt var alveg gríðarlega sterkt:
Lehmann
Baines – Toure – Gallas – Eboue
Gilberto
Rosicky – Fabregas – Hleb
Baptista – Henry

Þetta lið hélst að meista óbreytt út tímabilið. Clichy og Lauren náði einstaka sinnum að taka sætin af Baines og Eboue.

Senderos meiddist fljótlega og var frá byrjun tímabils og langt fram í nóvember, og komst ekki almennilega í form fyrr en á nýju ári, rétt um þann tíma sem Gallas meiddist lengi. Ég var einnig duglegur að leyfa áðurnefndum mönnum úr vara og u18 liðunum að spila í minni leikjum og í League Cup.

Tímabilað byrjaði ekkert mjög vel, jafntefli við Portsmouth í fyrsta leik og síðan töp á móti Man Utd og Liverpool. Ég komst auðveldlega áfram í meistaradeildinni á móti bósníska liðinu Siroki Brijeg og dróst í riðil með Ajax, Benfica og Anderlecht, sannarlega sá riðil sem var fyrstur í stafrófsröðinni. En eftir þessi töp við Man utd og Lpool fór gæfan að snúast mér í hag, ég vann næstu ellefu leiki og fékk aðeins á mig 2 mörk, þar með var ég komin í annað sæti á eftir Everton en þeir byrjuðu alveg frábærlega og voru taplausir í 14 leikjum. Tímabilið gekk síðan vel, það komu svona jafntefliskaflar eins og alltaf en ég tapaði ekki leik fyrr en í kringum 30. leik, þá á móti Middlesbrough. Um áramót var baráttan orðin gríðarleg, munaði ekki mikið meira en tveim stigum á efstu fjórum liðum, Everton, Arsenal, Chelsea og Man City. En það var um þetta leiti sem ég fór að taka forystuna, smám saman. Þess má geta að Man Utd og Liverpool skitu hreinlega á sig, Liverpool voru um áramót í kringum 12. sætið og Man Utd í kringum það áttunda. Meistaradeildin gekk einnig vel fyrir sig, ég fór nokkuð léttilega í gegnum riðilin, efstur allan tíman og taplaus.

Í janúar glugganum voru keyptir nokkrir leikmenn og nokkrir seldir.

Yohann Pele – markvörður – 2,3 millur frá Le Mans
Wang Dalei – markvörður – 325 frá Liancheng
Per Ciljan Skjelbred – miðjumaður – 1,5 millur frá Rosenborg
Auk þess sem ég fékk Robin Malmqvist frítt í nóvember, en hann er markvörður.

Mikið af þessum kaupum eru eftir ábendingar frá skátunum mínum, ég var kannski svoldið ofvirkur í markmannskaupum en allir eru ungir og ætlaðir í varaliðið nema Yohann Pele sem átti að vera varaskeifa fyrir Lehmann og leysa hann síðan af eftir tímabilið. Ég þurfti að setja Wang Dalei á lán til Oostende, en þetta er gríðarlega efnilegur strákur, 17 ára og strax kominn með fimm landsleiki á bakið (hann er orðin aðalmarkvörður Kína eftir tímabilið). Til þess að fjármagna janúar kaupin vour þrír menn seldir frá mér, Justin Hoyte var seldur á 1,3 millur til Rangers, Manuel Almunia á 875 þúsund, einnig til Rangers og Jeremie Aliadiere á 900 þúsund til Marseille.

Eftir áramót fór síðan heldur betur að birta yfir hjá mínum mönnum (ekki að það hafi verið neitt svart til að byrja með), ég vann League Cup auðveldlega með 3-0 sigri á Portsmouth í úrslitaleiknum, Portsmouth voru að spila virkilega vel í deildinni og áttu alla leiktíðina sjéns á Meistaradeildarsæti. En þegar ég náði toppsætinu í deildinni var ég ekki á þeim buxunum að gefa það eftir, reyndar kom nokkuð erfiður kafli í byrjun febrúar sem einkenndist af jafnteflum og óverðskulduðum 1-0 sigrum. En ég hélt mér alltaf í fyrsta sæti, bæði Chelsea og Everton gerðu harða atlögu að sæti mínu en þegar líða fór á lok keppninnar var ég kominn með nokkuð öruggt forskot og seinusu tvo mánuði fór það aldrei niður fyrir 6 stig. Man Utd tóku reyndar við sér eftir áramót og náðu að lokum fjórða sæti, en Liverpool var í skítnum allt tímabilið og á tímapunkti voru þeir í 17 sæti með jafnmörg stig og liðið í fallsætinu fyrir neðan, það hefði ekki þurft mikið til að fella þá og fallbaráttan var gríðarlega spennandi, það sem mér þótti athyglisvert að Benítez naut trausts alla leiktíðina, staða hans var aldrei óviss, hefði búist við því hann hann yrði rekinn sem svo var ekki.

Að lokum tryggði ég mér sigur þegar tvær umferðir voru eftir, í umferðinni á undan gaf ég nánast Chelsea sigur á mér, þeir unnu 4-1 á Brúnni, ég bjóst við þessu, ég hafði valið hálfgert varalið, aðalmenn voru hvíldir og margir í meiðslum. Til dæmis meiddust Senderos og Gallas á sama tíma, í heilan mánuð og ég hafði lánað Djorou til Celtic og sat því uppi með Ryan Garry í hjarta varnarinnar, ég reyndi nú að leysa úr þessu með því að ráða til mín gömlu kempuna Luigi Di Biagio á fríjum transfer, reyndar koma á daginn að Ryan Garry var bara að standa sig mjög vel og hefði Di Biago verið óþarfur, að mestu leiti. En hvorugur leikmaður var þó skráður í Evrópuliðið mitt og því stóð ég frammi fyrir vanda í Meistaradeildinni. Ég reyndi að leysa þetta með því að setja Gilberto í miðvörð en í fyrri leiknum í Semi final fékk Toure bann og því var ég ekki með neinn einasta miðvörð tiltækan í seinni leikinn, nema úr u18, Flamini og strákur að nafni Carl Parisio stóðu vaktina þann leik.

Eftir að riðlakeppni lauk var ég dreginn á móti Real Madrid, ég óttaðist að það gæti orðið minn banabiti en sem betur fer skjátlaðist mér, ég yfirspilaðí þá algerlega á Barnebá og vann 4-1 sigur, verr gekk þó á Emirates og ég tapaði þar 2-1 en komst samt áfram. Næst fékk ég FC Bayern, þeir urðu mér stærri biti að kyngja, ég gerði 0-0 jafntefli við á heima og var því ljóst að ég mundi þurfa á öllu mínu að halda því að Olympíuleikvangurinn í Munchen er erfiður heim að sækja, en það voru Baptista og Gilberto Silva sem gerðu út um leikinn á fjögurra mínútna kafla með tveim mörkum og hélt ég forystunni út leikinn þó svo að van Bommel tækist að minnka munin á lokamínútunni, þeir spiluðu einnig manni færri seinustu tuttugu mínúturnar.
Ég var eina enska liðið í fjögurra liða úrslitum, og var dreginn á móti Inter frá Mílanóborg, úti gerði ég 2-2 jafntefli og virtist því einvígið geta farið hvernig sem er, en þegar þeir komu í heimsókn á Emirates að þá fengu mínir menn kast og gjörsamlega rústuðu Inter 4-0, ég var kominn í úrslit.

Í úrslitum fékk ég spænska stórliðið Valencia, því var kannski um svoldið óvæntan úrslitaleik að ræða, hvorugu liðanna hafði verið spáð sigri í þessari keppni. Úrslitaleikurinn var haldin á Oaka leikvanginum á Grikklandi. Leikurinn var í járnum allan tíman, bæði lið áttu sín færi, þó svo að Valencia hafi átt þau fleiri, ég var því þungur á brún allan leikinn og stressið fór á yfirstig. Eins og svo oft með svona leiki að þá var markalaust eftir venjulegan leiktíma og einnig eftir framlengingu og því vítaspyrnukeppni staðreynd, ég hef aldrei haft gaman af svoleiðis tauga lömunar tækjum, og ég hafði áhyggjur, ég hafði leyft Yohann Pelé að spila þennan leik, Lehmann hafði nýlega neitað samningsboði frá mér og samþykkt samning við Real Madrid og ég var í fýlu út í hann. Yohann Pelé hafði littla reynslu, aðeins tekið minni leiki í deildinni og aldrei keppt í Meistaradeildinni, hann hafði reyndar staðið sig afburða vel. Vítaspyrnukeppnin var spennandi, það var í fimmtu spyrnu sem úrslitin réðust, Hleb hafði skorað og Miguel var á vítapunktinum fyrir Valencia, og viti menn Pele ver og tryggir Arsenal sinn fyrsta Meistaradeildarbikar.

FA cup hafði verið frekar auðvelt fyrir mig, ég fékk minni lið og þurfti í raun aldrei að berjast, ég komst auðveldlega í úrslitaleikinn á móti Middlesbrough, þessi leikur var ekki mjög erfiður, ég var manni fleirri stóran hluta og vann á endanum 2-0 sigur, og því var ljóst að Arsenal hafði unnið fernu, þ.e. allar keppnir sem þeir tóku þátt í. Ég var auðvitað gríðarlega sáttur og allir voru sáttir með mig, Wenger hrósaði mér í hástert sem “Arsenal Legend” og ég varð í uppáhaldi hjá stjórninni og komst inn á “Favorite Personel” listann, einnig náði ég öðru sæti í Hall of Fame miðað við þjálfara af sama þjóðerni, en ég var Norður Írskur.

Uppgjör tímabils.

Efstu lið:
1. Arsenal - +54 – 84 stig
2. Chelsea – +30 – 73 stig
3. Everton - +28 – 71 stig
4. Man Utd - +21 – 66 stig
5. Man City - +12 – 62 stig

Neðstu lið:
14. Liverpool - -10 – 42 stig
15. Fulham - -13 – 42 stig
16. Reading - -19 – 42 stig
17. West Ham - -17 – 38 stig
18. Blackburn - -20 – 38 stig
19. Watford - -34 – 26 stig
20. Sheff Utd - -41 – 22 stig

Markahæstu menn;
Julio Baptista – 26 mörk
Andrew Johnson – 25 mörk

Hæsta meðaleinkun
Julio Baptista – 7,76

Leikmaður ársins
Julio Baptista

Mínir bestu menn voru Julio Bapista (markahæstur og með hæstu meðaleinkun) Theirry Henry (átti einkar slæmt tímabil í mars og apríl og skoraði lítið, en annars var hann á meðal þeirra bestu í deildinni), Alieksander Hleb (var virkilega stöðugur á miðjunni), Kolo Toure (klettur í vörninni, meiddist mjög lítið og var því alger fastamaður í liðinu, því hinir miðverðirnir meiddust oft lítillega) og Leighton Baines (bestu kaup tímabilsins, fyllti fyllilega upp í skarðið sem Ashley Cole skildi eftir sig). Mínir verstu menn voru Ugur Yildirim og Adebayor, skoruðu lítið og voru bara lélegir, ég varð fyrir þvílíkum vonbrigðum með Yildirim þar sem hann var fáranlega góður í FM 2006, hann var einnig kosin verstu kaup tímabilsins í allri deildinni, einnig varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum með van Persie, en hann náði aldrei að vinna sæti sitt af Rosicky í fleiri en tvo leiki í einu.

Eins og stendur er ég staddur í miðjum transfer glugga, ég missti Baptista frá mér, Madrid neita að selja mér hann. Stjórnin var nýsk á peninganna og fékk ég aðeins 7 milljónir til leikmannakaupa, en ég seldi Reyes (sem hafði staðið sig vel hjá Real) fljótlega á 20 millur til Lyon, hafði ekki mikin áhuga á að halda honum. Eins og er að þá er ég búinn að kaupa tvo menn, Yury Zhevnov, markvörð á 1,3 millur frá FC Moscow (Hleb benti mér á hann og mig vantaði varamarkvörð eftir að Lehmann fór til Madrid) og síðan tók ég smá áhættu og blæddi 13 milljónum í óánægðan Micheal Owen, en hann hafði krafist lausnar frá Newcastle (sem áttu lélegt tímabil), hann er meiðslakeis en ég er að vona að hann nái að endurlífga feril sinn undir minni stjórn, annaðhvort verða þetta ein bestu kaup tímabilsins (13 millur eru ekki neitt fyrir hann ef hann nær aftur gamla Liverpool forminu) eða þau verstu.
Ég er líka búinn að selja tvo leikmenn til viðbótar við Reyes, Alexandre Song á 600k til Everton og Flamini á 3 millur til Porto og er í óðaönn að leita að kaupanda fyrir Yildirim þar sem það verður lítið sem ekkert pláss fyrir hann þegar Owen er kominn og þar sem að Bendtner er einnig komin úr láni og fer hann framfyrir Yildirim í goggunarröðinni.
Mér var einnig boðið starf sem landsliðsþjálfari Grikklands og þáði ég það, þetta verður meira kannski upp á djókið þar sem ég ætla að prófa mig áfram með leikkerfi og stunda svolitla tilraunastarfsemi.