Þetta er fyrsta greinin mín hérna á huga og vona að ykkur líki hún en þetta save er í Championship Manager 01/02 sem er langbesti Manager leikur sem komið hefur út.

Ég tók við Grimsby í byrjun tímabilsins 2001/02, þá var liðið í ensku fyrstu deildinni. Stjórnin tjáði mér að það yrðir erfitt að forðast fall, og bjóst hún við falli, en ég setti hinsvegar markið hærra og ætlaði að koma liðinu í umspil um sæti í úrvalsdeild. Ég fékk ekki mikinn pening til að kaupa svo að ég þurfti að selja leikmenn.


Leikmenn út:

David Morgan Free Transfer
Simon Ford Rotherham $150.000
Steve Croudsen Millwall $200.000
Menno Willems Wolves $1.4M
Wayne Burnett Stoke $425.000
Paul Raven Rushden $200.000
Alan Pouton Birmingham $3.8M

Samtals : $6,25

Svo keypti ég nokkra leikmenn til að styrkja hópinn.

Leikmenn inn:

Ricardo Jorge Free Transfer
Hugo Pinheiro Marinhense $220.000
Marco Negri Free Transfer
Dean Shiels Free Transfer
Gontzal Suances Barakaldo $230.000
Grétar Hjartarson Grindavík $374.000
Mohammed Camara Wolves $900.000
Tommy Holmes T.N. Solutions $210.000
Lee Matthews Dag & Red $240.000

Samtals $2.2M


Ég keppti enga vináttuleiki, finnst leiðinlegt að spila þá. En fyrsti leikurinn í deildinni var gegn Manchester City á heimavelli og fór sá leikur 0-0. Næst lá leiðin á Molineux í Wolverhampton og var keppt við heimamenn. Sá leikur fór 2-3 og skoraði Bradley Allen öll 3 mörkin. Þriðji leikurinn á tímabilinu var svo í League Cup þar sem við sóttum Mansfield heim og tapaðist sá leikur 1-0 og var ég mjög ósáttur. Ég var nokkuð sáttur með næstu 13 leiki en í þeim vann ég 6 leiki, gerði 2 jafntefli og tapaði 5 leikjum. Eftir sem sagt 15 umferðir vorum við í 8sæti og bjóst stjórnin ekki við þessum góða árangri. Í næstu leikjum gerðist svo eitthvað óútskýranlegt. Að vísu unnum við næstu tvö en eftir það hrundi spilamennskan niður. Liðið vann ekki leik í 9 leikjum í röð. 6 töp og 3 jafntefli. Ég var afskaplega ósáttur og breytti ég æfingakerfinu og lét þá púla á æfingum. Það skilaði sér og strax í næsta leik vannst sigur gegn Preston 3-2 á heimavelli.

Svo kom að FA cup. Stórleikur gegn Man Utd á heimavelli okkar í Grimsby. Ég gerði mér vonir um að sigur næðist, það breyttist hinsvegar á fyrstu tuttugu mínútunum en þá voru leikmenn Man Utd komnir í 0-2 með mörkum frá van Nistlerooy og Verón. Þá vissi ég að leikurinn væri tapaður því hversu miklar líkur væru á því að fyrstu deildar lið myndi vinna upp tveggja marka forskot. Á 84. mínútu skoraði Verón þriðja mark United og fleiri urðu mörkin ekki. 0-3 tap á heimavelli gegn Man Utd. Ég var nokkuð svekktur og liðið fallið úr FA Cup nokkuð fljótlega. En Man Utd unnu bikarinn þetta ár svo að við töpuðum fyrir meisturunum. En til gamans má geta að Man Utd unnu deildina einnig og tvennan var því í húfi hjá þeim.

En að Grimsby liðinu mínu. Næsti leikur eftir þennan stórleik var svo gegn öðrum Manchester liði. Við sóttum Man City heim og endaði leikurinn 3-3.

Næstu leikir voru svo þessir eftirfarandi.

Grimsby 2-4 Millwall
Coventry 1-1 Grimsby
Grimsby 2-1 Portsmouth
Nottm Forest 2-2 Grimsby
Grimsby 5-2 Walsall
Crystal Palace 3-3 Grimsby
Grimsby 2-1 Stockport
W.B.A 3-2 Grimsby
Grimsby 3-1 Sheff Utd
Barnsley 3-2 Grimsby
Grimsby 2-2 Bradford


Þegar þarna var komið til sögu var Grimsby í 14 sæti og gerði ég mér vonir um umspili um að komast í úrvalsdeildina að engu. En þá kom undraverður kafli hjá okkur. Neðsta liðið Gillingham var lagt að velli 2-3. Sigur vannst gegn Crewe Alexandra á heimavelli 1-0. Þaðan lá leiðin til Burnley, þar vannst þriðji sigurinn í röð 1-2. Rotherham var svo lagt að velli 3-1. Þá var liðið skyndilega komið upp í níunda sæti og þrír leikir eftir. En aðeins munaði fimm stigum á milli sjötta og níunda sætis og níu stig voru eftir í pottium.

Í 44. umferð var einn sá ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað. Leiðin lá á Carrow Road í Norwich til að keppa við heimamenn. Eftir 24. mínútur var staðan orðin 0-2 fyrir okkur með mörkum frá Ricardo Jorger og Gontzal Suances. Lee Matthews var hægra megin í hafsentnum. Hann var svo rekinn útaf rétt fyrir leikhlé og mínir menn orðnir einum færri. Ég setti Stacy Coldiott í hans stöðu en hann er varnarsinnaður miðjumaður. Þegar sjö mínútur vor liðnar af seinni hálfleik þurfti hann svo að fara útaf meiddur, og setti ég gömlu kempuna Paul Groves í hans stað. Semsagt hægra megin í hafsentnum. Norwich minnkaði muninn á 66 mínútu en tveimur mínútum síðar komumst við í 1-3 með sjálfsmarki heimamanna. Á 78. mínútu fékk svo Paul Groves rauða spjaldið. Allir þrír leikmennirnir sem ég hafðu leikið í þessari stöðu voru farnir útaf. Ég ákvað þá að setja engan í þessa óhappastöðu. Norwich minnkaði muninn í 2-3 en lengra komust þeir ekki og fagnaði ég ákaft í lokinn.

Næsti leikur var gegn Watford og vannst sá leikur 2-1. Þá vorum við komnir í sjötta sæti og einn leikur eftir. Þrjú lið börðust um þetta eina sæti sem gæfi umspil. Grimsby, Portsmouth og Watford. Síðasti leikurinn var gegn Wimbledon á heimavelli og taldi ég að sigur næðist. Eftir átta mínútur voru gestirnir komnir yfir. Þeir bættu svo við marki á þeirri 28. mínútu og þannig fór leikurinn. Ég varð því að treysta á að hin tvö liðin töpuðu stigum. Og það ótrúlega gerðist. Watford gerði aðeins jafntefli og endaði einu stigi á eftir Grimsby. Portsmouth tapaði sínum leik og enduðu einnig.

Grimsby var komið í umspil og var leikið gegn Coventry. Fyrri leikurinn tapaðist 1-0 en í þeim seinni unnum við 3-2 á heimavelli fyrir framan 9469 þúsund manns. Í framlegningunni var ekkert skorað og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Coventry skoraði úr sinni fyrstu spyrnu, en Grétar jafnaði metin. Coventry komst svo í 2-1. Svo steig Suances á línuna. Skotið fór yfir og sló þögn á áhorfendur Grimsby. Í næstu spyrnu hjá Coventry gerði Danny Coyne markmaður minn sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Bradley Allen steig á línuna fyrir Grimsby og skoraði af mikilli yfirvegun. Coyne varði svo aðra spyrnu og Coldicott nýtti sér það og skoraði úr sinni. Staðan orðin 3-2 í vítakeppninni. Einn leikmaður Coventry steig svo á punktinn og jafnaði í 3-3. Svo var komið að markmanni mínum Danny Coyne. Hann ætlaði að taka næstu spyrnu. Ef honum tækist að skora yrðum við komnir í úrslitaleikinn. Hann hljóp að boltanum og hamraði honum í netið!! Grimsby var komið í úrslit.

Í úrslitunum yrði svo spilað við Manchester City, en báðar viðureignir liðanna á tímabili höfðu endað með jafntefli. Leikurinn var spilaður á Þúsaldarvellinum í Cardiff. 51.716 þúsund áhorfendur voru mættir til að fylgjast með. Nánast enginn úr liðinu hafði áður spilað fyrir framan svo mikinn fjölda og sá ég að sumir þeirra voru orðnir mjög taugaspenntir. En það var ekki að sjá í byrjun leiks. Á fjórðu mínútu kom Gontzal Suances knettinum í netið 1-0. Berkovic jafnaði fyrir Man City og staðan orðin 1-1. Rétt fyrir leikhlé skoraði svo Grétar Hjartarson 2-1. Man City jöfnuðu svo aftur og staðan 2-2. Fjórum mínútum eftir mark City skoraði svo markahæsti leikmaður minn Bradley Allen. Staðan var orðin 3-2 og spennan í algleymingi. Leikmenn City hófu þá þunga sókn að marki okkar. En á 80. mínútu komust við í skyndisókn. Nicky Weaver markmaður City felldi Bradley Allen í teignum og umsvifalaust dæmd vítaspyrna. Chris Bolder steig á punktinn og skoraði…. 4-2 var staðan. Grimsby var á leiðinni upp í ensku úrvalsdeildina í fyrsta skiptið. Svo var flautað til leiksloka á 93. mínútu. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í herbúðum okkar. Grétar Hjartarson var svo valinn maður leiksins. Það sem var talið ómögulegt í byrjun tímabils var náð.

Stjórnin var gríðarlega ánægð, enda höfðu þeir sagt að þeir bjuggust við falli. Ég var hylltur af áhorfendum. Þetta var besta stund lífs míns.

Þá er það tölfræðin:

Markahæstir
Bradley Allen 19mörk
Gontzal Suances 14
Ricardo Jorge 12
Stacy Coldicott 10
Grétar Hjartarson 8

Stoðsendingar
Stuart Cambell 14
Bradley Allen 5
Chris Bodler 5
David Smith 5

Oftast maður leiksins
Grétar Hjartarson 3
Gontzal Suances 3
Bradley Allen 2
Danny Coyne 2
Lee Matthews 2

Besta meðaleinkunn
Gontzal Suances 7.81
Danny Coyne 7.62
Lee Matthews 7.36

Gontzal Suances var valinn leikmaður ársins af stuðnigsmönnum félagsins.

Spilaðir leikir voru 51. 22 sigrar, 11 jaftefli og 18 töp.

Ég vona svo að ykkur hafi líkað greinin, hún er soldið í lengri kantinum en er það ekki bara fínt. Takk fyrir mig.
Fulham 2 - 0 Liverpool