Það þurfti ekki nema eina ferð til Norður Írlands til að enda knattspyrnuferil minn, bjórflaska brotin á hnénu á mér í Júlígöngu. Eitt glerbrotið náði að skemma liðbandið í hnénu svo ferill minn var búinn afar snemma. Þrátt fyrir að hafa aldrei verið neinn afburðarspilari var ég talinn afar efnilegur kanntmaður og hafði spilað fáeina leiki fyrir unglingalið Írlands. Þetta breytti lífi mínu, 19 ára og án vinnu með enga menntun, það var mikið atvinnuleysi á þessum árum á Írlandi svo það var ekkert að fá. En félag mitt (Shamrock Rovers) sýndi mér vorkunn og buðu mér starf við að þjálfa u-11 liðið. Ég tók því fegins hendi. Það tók mig nokkur ár að mennta mig nægilega sem þjálfari til að geta loksins farið að stjórna liðum. En í Janúar 2007 kom tækifærið loks, eftir að hafa unnið í fimm ár sem yfirmaður unglingastarfs hjá Shamrock Rovers var mér boðið starf sem framkvæmdastjóri hjá Finn Harps.

Ég þáði starfið eftir að hafa hugsað um það í nokkra daga, ég sá ekki fram á meiri framatækifæri hjá Shamrock Rovers í nánustu framtíð. Þannig að ég sló til og fór til fundar með stjórn félagsins þar sem mér voru kynntar aðstæður, kaup og kjör.
Þarsem félagið var aðeins nýbúið að hafa sig uppúr skuld voru fjármál þeirra í frekar lélegu standi. Þeir sáu sér fært um að bjóða mér 190 sterlingspund á viku, ekkert sérstaklega mikið en nóg þó til að draga fram lífið.

Ég mætti á æfingasvæðinu daginn eftir og kynnti mér hópinn, mér sýndist nú á öllu að þetta væru fínasti hópur, sumir leikmannana voru afar efnilegir. Það var ágætis blanda milli ungra stráka úr bænum (3000 manna staður) og eldri reynslubolta, þarmá helst nefna Anthony Gormann, 35 ára garp sem hafði gert þetta allt saman í írskum fótbolta. En mér sýndist þó eftir að hafa fylgst með nokkrum æfingum þá sá ég að það þyrfti eitthvað að bæta við hópinn. Einnig tók ég þá ákvörðun að láta aðstoðarþjálfarann fara. Hann var franskur og mér einfaldlega líkaði ekki við hann.

Þjálfaraliðið var ágætlega skipað miðað við félag af þessari stærðargráðu, en ég tók þá ákvörðun eftir að hafa séð fjármálin að einbeita mér að unglingastarfinu til að reyna að fá góða leikmenn uppúr unglingaliðunum í stað þess að kaupa leikmenn. Ég réð því Páiric Fadden sem yfirmann ungligastarfs og Alan Matthews sem aðstoðarþjálfara í stað franska gerpisins.
Þarmeð var þjálfaralið mitt fullskipað. Markmannsþjálfari, aðstoðarþjálfari, unglingaþjálfari, njósnari, einn alhliðaþjálfari og sjúkraþjálfari.

Ég sendi njósnarann minn á stúfana til að finna einhverja nothæfa menn til að styrkja hópinn þarsem okkur vantaði dýpt. Ég sagði honum að fara yfir samningslausu mennina á Írlandi sem hefðu áhuga að koma til okkar. Það var nú ekki beinlínis langur listi en við fínkembdum listan og buðum einum 9 leikmönnum til að koma til reynslu til okkar. Af þeim 9 buðum við 6 þeirra samning til lok tímabilsins. Þar má helst nefna Davy Dowling (reynslumikill og afar hávaxinn framherji), Joey Courtney (flinkur vængmaður), Kevin Doyle (dugnaðarforkur sem getur spilað sem djúpur miðjumaður og vinstri bakvörður, Phil Gallagher (óþreytandi miðvörður), Stephen O'Mahony (efnilegur miðvörður) og Mark Byrne (ágætis miðjumaður sem gat einnig spilað sókn.

Eftir að hafa styrkt hópinn umtalsvert var farið í undirbúningstímabilið. Það voru fimm vináttuleikir, af þeim unnum við þrjá og töpuðum tveim. Mér fannst liðið vera í afar góðu líkamlegu formi miðað við andstæðinga okkar og var nokkuð bjartsýnn fyrir komandi keppnistímabil.

Okkur var spáð 2 sæti í deildinni en mér fannst við hafa ágætis möguleika á að vinna deildina ef hlutirnir gengu upp.

Ég nenni ekki að fara út í tímaiblið of nákvæmlega en stikla svona á því helsta. Framherjarnir mínir skoruðu grimmt fyrri hluta leiktíðarinnar og það var það ásamt sterkri vörn sem tryggði okkur deildina að lokum. Eftir virkilega spennandi baráttu við gamla liðið mitt Shamrock Rovers. Sigur þarna þýddi að við vorum komnir í efstu deild á ný. Ekki amaleg byrjun á feril mínum sem framkvæmdastjóri.

Ég fékk mínar fyrstu viðurkenningar á þessu tímabili, Stjóri Mánaðarins í Maí og svo Besti Stjóri fyrstu deildarinnar árið 2007. Framherjarnir mínir voru í fyrsta og öðru sæti í keppninni um bronsskóinn (markahæstu mennirnir). Chris Breen með 20 mörk og Davy Dowling með 14. Dowling var einnig valin maður leiktíðarinnar.
Við þetta má bæta að U-18 liðið vann deildina örugglega.

Ég var nokkuð ánægður með árangurinn. Fyrir næsta tímabil ákvað ég að bæta aðeins við einum leikmanni, Stephen Murrey (stór og sterkur framherji). Ég varð fyrir vonbrigðum með hann þarsem hann leit ekki út fyrir að geta tekið við að Dowling þegar hann leggði skóna á hilluna.
Það voru nokkrir efnilegir strákar að koma uppúr unglingaliðinu og mér fannst við hæfi að gefa þeim tækifæri næsta tímabil.
Njósnarinn minn góði stakk upp á þremur strákum sem voru ekki gefnir samningar hjá sínum liðum og hann taldi nokkuð efnilegir og ég bauð þeim til reynslu. Þar stóð einn uppúr og ég er fullviss um að hann á eftir að ná langt í framtíðinni, Cormac O'Driscoll.

Frá höfundi: Þetta er mín fyrsta tilraun til að gera eitthvað svona. Innblásturinn er úr FM 2007 challange frá SI games forum. Ég veit ekkert hvort ég nenni að bæta einhverju meira við þetta en það fer væntanlega eitthvað eftir móttökum :). Þetta er virkilega skemtilegt “seif” og ég er kominn fram í júní 2008