Ég vill taka það strax fram að ég samdi þessa áskorun ekki, hinsvegar ætla ég að yfirfæra áskorunina yfir á íslensku og bæta aðeins við, þetta er hið svokallaða “Dafuge's Challenge”. Sumir kannast víst við það en kannski ekki allir. Ég ætla að yfirfæra greinina og sjá um hana svo, fyrir ykkur íslendinga, rétt eins og Dafuge gerir á korkum sigames.com. Ég vona að ykkur muni líka við þetta



Takmarkið

Takmarkið með þessari áskorun er að taka við félagi, sem var áður ekki hægt að spila til að byrja með, upp í úrvalsdeildina og vinna meistaradeildina.



Reglur

Leikurinn Football Manager 2007 skal vera spilaður.

Byrjið á að fara í nýjan leik og velja aðeins England, þar skal vera valið allar deildir niður að ‘Conference North/South’, miðlungs gagnagrunn (e. medium database) og skal vera hakað í eiginleika hyljun (e. attributes masking). Enga leikmenn skal hlaða frá öðrum löndum.

Auka stig smáatriða (e. extra levels of details) getur þú breytt eins og þú vilt þegar þú ert kominn inn í leikinn, það ætti ekki að skipta neinu máli.

Bættu þér inn sem atvinnulausan þjálfara, smáatriðin um hann skipta engu máli. Getur til dæmis nefnt hann ‘Holiday Man’.

Farðu í frí (e. holiday) fram að 20. Júní 2007 (Ábending - Að vista 19. Júní getur gefið þér betri möguleika á að velja þér lið með því að hlaða upp vistunina). Það ætti ekki að taka of langan tíma, kannski svona klukkutíma.

Láttu þjálfarann hætta störfum (e. retire).

Bættu inn nýjum þjálfara, valmöguleikinn fyrrverandi reynsla (e. past experience) verður að vera stillt á sjálfvirkt (e. automatic). Þjóðerni getur haft áhrif á leikinn seinna, en ég treysti að allir hér stilli sig sem Íslending, við skulum hafa það sem skilyrði hér (nema þið séuð frá öðru landi, þá ætti það að vera í lagi).

Taktu við einum af klúbbunum sem komu upp í annaðhvort deildina 'Conference North (mynd)' eða 'Conference South (mynd)', ef þú ert ekki viss með hvaða klúbbar komu upp í deildirnar, þá eru hérna listinn yfir liðin í báðum deildum í byrjun: ‘Conference North’ ‘Conference South’, vertu bara viss um að liðið sem þú tekur við sé ekki þarna. Til að vera alveg 100% viss, þá skaltu athuga sögu félagsins um stöðu í deild, það ætti að vera alveg tómt eins og sést hér (mynd). Það ættu að vera allt í allt sex ný félög í ‘Conference North/South’.

Það alveg alveg uppá þig komið hvaða félag þú velur, þó er ágætt að benda á að sumum félögum gæti verið léttara að stjórna en öðrum (s.s. AFC Wimbledon, því þeir hafa fullt lið af leikmönnum og starfsmönnum).

Nú er það upp á þig komið að koma liðinu sem þú valdir upp í Úrvalsdeildina og vinna Meistaradeildina.

Þú mátt ekki skipta um félag nema þú verðir rekinn.

Ef þú verður rekinn, þá máttu annaðhvort taka við öðru liði sem var bara að koma upp (athugaðu sögu félagsins um stöðu í deild), eða byrja uppá nýtt.

Hvers konar landsliða stjórnun er bönnuð, þangað til að þú hefur klárað áskorunina.

Það eru engin takmörk á fóðrara/foreldra félögum (e. feeder/parent clubs), þú mátt kaupa hvaða leikmenn sem þú vilt (þó ég vilji helst að fólk kaupi bara leikmenn sem þeir geta fengið útsendara skýrslu um (e. scout report).

Hverskonar utanaðkomandi forrit svosem ‘FMScout’ eða ‘FMM’ er stranglega bannað og skal gagnagrunnurinn vera óbreyttur. Muni SI gefa úr gangagrunns uppfærslu, þá er það í lagi að uppfæra. Ég mæli með því að fólk hafi nýjustu plástrana (e. patches) þegar þeir koma.



Reglur fyrir svör þessarar greinar

Tal um leikmenn er í lagi (Takið þetta sem viðvörun þið sem viljið ekki sjá svona upplýsingar).

Tal um tækni (e. tactic) er í lagi (Þetta er önnur viðvörun fyrir þá sem vilja ekki sjá svona upplýsingar).

Hvatt er að senda inn skjámyndir (e. screenshots) fyrir hvað sem er.

Skilyrði er að þegar þú tekur þátt í áskoruninni að senda inn skjámynd af upplýsingum (e. profile) þjálfaranans þann 20. Júní 2007, akkúrat svona (mynd).

Árangur liðsins skal vera skráð hér í svörum á greininni, við viljum heyra sögu félagsins alla leið í gegn. Segið okkur frá gengi félagsins, alveg sama þó ykkur gangi mjög illa.

Í lok hverrar leiktíðar, skal vera skrifuð smá niðurstaða, ásamt skjámynd af lokastöðu deildarinnar. Skrifið "Lokastaða deildar hjá *lið* leiktíðina *xxxx/xxxx*" efst í svarið, þá er léttara að sjá þau svör til að uppfæra listann um gengi ykkar.

Það er enginn í raun sigurverari né stigakerfi hér, en ég reyni að hafa lista uppfærðann reglulega um alla sem taka þátt í áskoruninni, vinsamlegast verið ekki að uppfæra listann sjálf, ég mun sjá um hann og uppfæra hann að lágmarki einu sinni í viku.



'Retaining file'
Það er skrá sem ég mæli sterklega með (ekki nauðsynlegt, en svona helst, fyrir ykkar þægindi, þá ættuð þið að setja inn eina skrá.

Sú skrá mun sjá til þess að það verði engir ‘gráir’ leikmenn í neðri deildar liðum og þeim sem koma upp.

1. Opnið notepad (start -> run -> notepad)

2. Skrifið þar eftirfarandi kóða
 # England
# English Isthmian League Premier Division - Ryman
"RETAIN_PLAYERS" "109212" 
"RETAIN_PLAYERS" "4002011"
"RETAIN_PLAYERS" "4002016"
"RETAIN_PLAYERS" "5100134"
"RETAIN_PLAYERS" "5100139"
"RETAIN_PLAYERS" "5100153"
"RETAIN_PLAYERS" "5100159"
"RETAIN_PLAYERS" "5100161"
"RETAIN_PLAYERS" "5100167"
"RETAIN_PLAYERS" "5100186"
"RETAIN_PLAYERS" "5100198"
"RETAIN_PLAYERS" "5100210"
"RETAIN_PLAYERS" "5101707"
"RETAIN_PLAYERS" "5103648"
"RETAIN_PLAYERS" "5103651"
"RETAIN_PLAYERS" "5103801"
"RETAIN_PLAYERS" "5104713"
"RETAIN_PLAYERS" "5110769"
"RETAIN_PLAYERS" "627"
"RETAIN_PLAYERS" "629"
"RETAIN_PLAYERS" "712"
"RETAIN_PLAYERS" "7940869"
#Southern PL
"RETAIN_PLAYERS" "608"
"RETAIN_PLAYERS" "638"
"RETAIN_PLAYERS" "657"
"RETAIN_PLAYERS" "657" 
"RETAIN_PLAYERS" "659" 
"RETAIN_PLAYERS" "663" 
"RETAIN_PLAYERS" "684" 
"RETAIN_PLAYERS" "113522"
"RETAIN_PLAYERS" "5100119"
"RETAIN_PLAYERS" "5100121"
"RETAIN_PLAYERS" "5100216"
"RETAIN_PLAYERS" "513637"
"RETAIN_PLAYERS" "5103639"
"RETAIN_PLAYERS" "5103640"
"RETAIN_PLAYERS" "5103644"
"RETAIN_PLAYERS" "5403647"
"RETAIN_PLAYERS" "7940193"
"RETAIN_PLAYERS" "5100109"
"RETAIN_PLAYERS" "5100149"
"RETAIN_PLAYERS" "51000192"
"RETAIN_PLAYERS" "5100217"
"RETAIN_PLAYERS" "5100225"
"RETAIN_PLAYERS" "5103663"
#Unibond
"RETAIN_PLAYERS" "578"
"RETAIN_PLAYERS" "653"
"RETAIN_PLAYERS" "655"
"RETAIN_PLAYERS" "672"
"RETAIN_PLAYERS" "682"
"RETAIN_PLAYERS" "106580"
"RETAIN_PLAYERS" "117669"
"RETAIN_PLAYERS" "4000398"
"RETAIN_PLAYERS" "5100023"
"RETAIN_PLAYERS" "5100027"
"RETAIN_PLAYERS" "5100051"
"RETAIN_PLAYERS" "5100053"
"RETAIN_PLAYERS" "5100055"
"RETAIN_PLAYERS" "5100061"
"RETAIN_PLAYERS" "5100063"
"RETAIN_PLAYERS" "5103188"
"RETAIN_PLAYERS" "5103616"
"RETAIN_PLAYERS" "5103634"
"RETAIN_PLAYERS" "5103834"
"RETAIN_PLAYERS" "5103838"
"RETAIN_PLAYERS" "5103840"
"RETAIN_PLAYERS" "8604272"

3. Vistið skránna sem eng.ddt á eftirfarandi stað:
 C:\program files\sports interactive\Football Manager 2007\data\db\700\edt (eða þann stað sem leikurinn er uppsettur hjá ykkur)

4. Farið inn í leikinn, í stillingar (e. preferences), þar í auka skrár (e. extra files) og setjið haka í ‘eng’ undir “Keep Players Data Files”.



Ábending um hvernig skal senda skjáskot

1. Þegar þú ert í Football Manager, smelltu á Prt Scr takkann (vanalega uppi í hægra horninu hjá F12 takkanum).

2. Opnaðu eitthvað myndaforrit eins og paint og límdu (e. paste) myndina þar.

3. Vistaðu myndina sem JPEG.

4. Upphalaðu myndina á einhverja myndasíðu, ég mæli sérstaklega með http://www.xs.to.

5. Skrifaðu beina leið (e. url/link) hingað.

Að lokum

Ég vona að það taki margir þátt í þessu, listinn sem ég mun senda hingað vikulega með stöðu ykkur mun líta svona út:
….Deild…………………..Ár…………Félag…………………….Notendanafn…………..Afrek
….——————————————————————————————————–

….Conference N/S……07/08…….AFC Wimbledon…….Dire Wrangle
….Conference N/S……07/08…….AFC Wimbledon…….King Jeff
….Conference N/S……07/08…….AFC Wimbledon…….Pistol_Pete
….Conference N/S……07/08…….Carshalton……………..cookie15
….Conference N/S……07/08…….Carshalton……………..Umney
….Conference N/S……07/08…….Carshalton……………..blackdevil
….Conference N/S……07/08…….Chelmsford……………Arrid86
….Conference N/S……07/08…….Chelmsford……………spankie
….Conference N/S……07/08…….Frickley………………..CrazyMark
….Conference N/S……07/08…….Frickley………………..The Flux Capacitor
….Conference N/S……07/08…….Gateshead……………..CaptainPlanet
….Conference N/S……07/08…….Gateshead……………..Eulogy

Og skemmtið ykkur nú! Það er nú takmarkið með áskoruninni
Don't have a signature… Don't need a signature… Don't want a signature!