Bognor Regis Town 06/07

Eftir að hafa gert sér ferð í stórborgina til þess að kaupa FM'07 þá kom upp sú erfiða staða að velja lið. Ég var að hugsa um að taka við einu af stórliðunum í Evrópu svona í eitt tímabil eða svo, rétt til að læra á leikinn. Eftir að hafa eitt fáránlega miklum tíma og mörgum landavinningum[http://leikjanet.is/?gluggi=leikir_spila&leikur=829], þá ákvað ég að taka við mínu uppáhaldsliði, Bognor Regis Town. Þetta er nú ekki stórt lið þó að það hafi nú verið til í eitthundraðtuttuguogsex ár og helstu afrek félagsins eru sigrar í einhverjum svæðisskiptum deildum um miðja síðustu öld. Bognor Regis spila í suður utandeildinni á Englandi(Conference South) og þótti ekki líklegt til afreka í uppafi tímabils og var spáð miðjuglundri í deildinni, nánar tiltekið tólfta sæti. Þetta er lítið félag með litla peninga og lélega æfingaaðstöðu. Völlurinn, Nyewood Lane, tekur um 6000 manns, þar af 243 í sæti. Þar sem að þetta er ekki atvinnumannalið voru leikmennirnir ekki neinir heimsklassa leikmenn heldur þó nokkuð slakir menn í agalegu formi. Maður sá að þessir ræflar myndu aldrei endast almennilega í heilan vetur svo að ég bauð þeim öllum atvinnumannasamning og bjó til nýtt æfingakerfi handa hverri stöðu fyrir sig og árangurinn stóð ekki á sér og tölurnar hækkuðu strax, þá aðallega líkamlegt ástand leikmanna. Ég sá að það myndi nú ekki duga heldur þyrfti ég að fá til mína nokkra leikmenn, helst samningslausa og á lán, því að engir peningar voru til fyrir leikmannakaupum. Hér eru þeir leikmenn sem að komu til mín:

Leikmenn inn(haust):
Justin Gregory(ENG) - DRL/ML - Frá Havant&Waterlooville - Frítt
Noel Staiano(USA) - AMR - Var samningslaus
Brendan Aspinall(ENG) - DCR - Var samningslaus
Neil Ellis(ENG) - D/WB/ML - Var samningslaus
Carl Hutchings(ENG) - DCR/DM/MRC - Var samningslaus
Andy Futcher(ENG) - DC/DM - Var samningslaus
Peter Collins(ENG) - MC - Frá Hayes - Frítt

Leikmenn inn(vor):
Samy Mawéne(FRA) - DM - Frá Millwall - 1k

Samtals: 1k

Lánsmenn fengnir:
Richard Bouton - Yeading
Kenny Hewett - Lewes
Ryan Bradley - Lewes
Bradley Walsh - Thurrock
Samy Mawéné - Millwall

Leikmenn út:
Níu leikmenn, flestir úr varaliðinu og u18, fóru allir frítt.


Þetta voru margir gamlir og reyndir leikmenn sem að ég fékk þarna til mín og stóð Noel Staiano sig mjög vel á tímabilinu og varð í byrjun árs 2007 orðin ‘Favoured Personel’ hjá félaginu. Ég spilaði sjö æfingaleiki sem að gengu illa hjá mér og hér eru úrslit þeirra:

Bognor Regis 0 - 4 Hereford
Bognor Regis 2 - 3 Redbridge
Bognor Regis 1 - 2 Windsor&Eton
Bognor Regis 1 - 3 Weymputh
Bognor Regis 0 - 1 Walsall
Bognor Regis 0 - 0 Billercay
Bognor Regis 1 - 3 Worthing

Þó að þetta væru æfingaleikir þá létu sumir skapið fara með sig og í tvemur af þessum leikjum þá tóku nokkrir leikmenn liðs míns sig til og lömdu nokkra leikmenn andstæðinga þegar þeir voru að tapa. Þeir uppskáru ansi myndarleg bönn fyrir þetta og launatap!

Deildin:

Eftir að hafa ekki unnið neinn æfingaleik þá var það bara deildin. Fyrsti deildarleikurinn var gegn Sutton Utd. sem að var spáð sigri í deildinni svo að ég bjóst alls ekki við sigri í þessum leik en ótrúlegt en satt þá vann ég leikinn 1-0 og það á útivelli. Eftir þetta vann ég átta af næstu tíu deildarleikjum og fékk aðeins á mig þrjú mörk. Eftir þetta þá var ég að sjálfsögðu á toppnum og svona gekk þetta áfram og smám saman jók ég forskotið á næsta lið sem að var Eastbourne Boro lengi vel en síðan tók Lewes við og við efstu tvö liðin stungum hin nokkurn vegin af og um áramót var ég með um 15 stiga forskot á Lewes og þeir með rúmlega 10 stiga forskot á næsta lið þar á eftir. Svona hélst þetta út veturinn og ég vann deildina nokkuð óvænt með átján stiga forskoti. Allt tímabilið hafði ég 10-20 stiga forskot á næsta lið og þó að ég hafi lent á ótrúlegu meiðslatímabili þar sem að ég þurfti að taka menn úr u18 í aðalliðið og þeir meiddust líka og það voru tíu menn meiddir á tímabili, þar af flestir aðalliðsmennirnir mínir þá tókst mér að halda forskotinu. Liðið fékk líka mjög fá mörk á sig og hélt oft hreinu þangað til undir lokin þá duttu inn mörk frá andstæðingunum í flestum leikjunum en það gerði lítið til því að ég skoraði bara fleiri.

Efstu lið í deildinni voru:

1. Bognor Regis - - - +31 - -91 C
2. Lewes - - - - - - - - -+20 - - 73
3. Eastbourne Boro - -+24 - - 69
4. Dorchester - - - - - -+12 - - 69
5. Farnborough - - - - -+27 - - 64

Vil taka það fram að Farnborough byrjuðu með -10 stig í deildinni en þeim tókst samt að komast í umspil.

FA Cup:

Bjóst að sjálfsögðu ekki við miklu úr þessum bikar en hann er fínn upp á fjárhaginn. Er nú samt nokkuð sáttur með árangurinn í bikarnum en ég komst alla leið í þriðju umferð sem að er nokkuð gott bara miðan við stærð liðsins. Svona fór þetta hjá mér:

2nd. Qualif. Rnd. - Bognor Regis 2 - 0 Tooting&Mitcham -/Heimaleikur
3rd. Qualif. Rnd. - Bognor Regis 1 - 0 Solihull -/Heimaleikur
4th. Qualif. Rnd. - Bognor Regis 2 - 0 Harrow -/Útileikur
Fyrsta Umferð. - Bognor Regis 1 - 0 Salisbury -/Heimaleikur
Önnur Umferð - Bognor Regis 1 - 0 Cambridge -/Heimaleikur
Þriðja Umferð - Bognor Regis 0 - 1 Brightin&Hove Albion -/Útileikur

Datt þarna út á móti toppliði í annari deild(League One)


FA Trophy:

Þá var það utandeildarbikarinn og þetta var kannski sá bikar sem að ég átti einhvern möguleika í. Ég komst nú reyndar jafn langt í honum og í FA Cup svo að það voru ákveðin vonbrigði en hérna eru úrslitin:

3rd Qualif. Rnd. - Bognor Regis 1 - 0 Enfield -/Heimaleikur
Fyrsta Umferð. - Bognor Regis 1 - 0 Weymouth -/Útileikur
Önnur Umferð. - Bognor Regis 4 - 0 Dorchester -/Útileikur
Þriðja Umferð. - Bognor Regis 2 - 2 Kidderminster -/Útileikur
Þriðja UmferðRP. Bognor Regis 2 - 2 Kidderminster[Tapa í vító] -/Heimaleikur

Kidderminster lentu í fimmta sæti deild fyrir ofan mig svo að þeir voru sterkara lið en það er alltaf svekkjandi að tapa í vító.

Stjórnin og stuðningsmennirnir voru mjög ánægðir með mig og ég framlengi samninginn undir lok tímabilsins. Ég fékk líka Charlton sem ‘parent club’ en ég fékk nú ekki mikið út úr því annað en smápening. Það má til gamans geta að Charlton féllu.

Ég kom út í uþb. 100k í gróða eftir tímabilið eftir að hafa tekið við í um 40k í mínus.

Algengt byrjunarlið var svona:

GK: Craig Stoner
DR: Brendan Aspinall
DL: Stuart Tuck
DC: Andy Futcher
DC: Jodey Rowland
MR: Noel Staiano
ML: Neil Ellis/Justin Gregory
MC: Carl Hutchings
MC: Dan Beck/Samy Mawéné
ST: Ben Watson
ST: Luke Nighingale

Ég spilaði 4 - 4 - 2 leikkerfi með varnarsinnað. Spilaði í rauninni mikla vörn og koma síðan með langar sendingar og náði yfirleitt að pota honum eins og einu sinni í netið og það dugaði yfirleitt. Spilaði reyndar með vörnina framarlega og notaði þá rangstöðugildru en það kom fyrir að ég setti bara djúpa vörn og þá var virkilega erfitt að skora. Þegar ég var að vinna leik og það voru komnar 70-80 min. á klukkuna þá skipti ég yfir í djúpa vörn og hægt tempo og tef bara út leikinn.

Tölfræði:

Menn:
Markahæstur: Ben Watson - 21 mörk
Flestar stoðsendindingar: Noel Staiano - 11 stoðsendingar
Oftast maður leiksins: Carl Hutchings - 7 sinnum
Spjaldakóngur: Noel Staioano - 11 gul og 3 rauð
Hæsta meðaleinkun: Noel Staioano - 7.25 að meðaltali

Liðið:
Leikir spilaðir: 54
Mörk skoruð: 83 [1.5 að meðaltali]
Mörk fengin á sig: 39 [0.7 að meðaltali]
Gul spjöld: 78 [1.4 að meðaltali]
Rauð Spjöld: 5 [0.1 að meðaltali]
Meðaláhorfendafjöldi: 946

Er ekki kominn nógu langt fram á sumarið til að sjá hver verður valinn leikmaður ársins að mati stuðningsmanna en ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði Noel Staiano.

Endilega kommentið einhverju á þetta…

skella framhaldi…?