Liverpool 2006 - 2007 Ég var ráðinn sem þjálfari Liverpool FC í byrjun júlí en félagið hefur ávallt verið í uppáhaldi hjá mér. Þess vegna var ég hinn glaðasti að fá að stýra einu sigursælasta liði í heimi.
Ég sá strax að það voru heimsklassa leikmenn innanborðs. Ég tók sérstaklega eftir hæfileikum Steven Gerrard sem nýtur mikilla vinsælda meðal stuðningsmanna liðsins.
Félagið stóð ekkert alltof vel í peningamálum en samt sem áður var þett ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Ég vissi að eftir tímabilið yrði félagið aftur ríkt. En ég byrjaði með rúm 8 milljónir pund til leikmannakaupa og ef ég vildi meira var það undir mér komið að selja leikmenn.


Leikmenn inn

Anthony Vanden Borre – Anderlecht – 2.2 m/p
Birkir Bjarnason – Viking – 325 k
Sherman Cárdenas – Bucaramanga – 500 k

Janúarglugginn

Renato Augusto – Flamengo – 5 m/p
Sebastián Zuñiga – Cobreloa – 240 k
James Rodríguez – Envigado – 200 k
Eder Ruales – Pasto – 55 k

Samtals: 8.5 m/p

Leikmenn út

Boudewijn Zenden – Palermo – 2.4 m/p


Eins og sjá má á kaupunum keypti ég aðeins unga leikmenn, undir 20 ára. Anthony Vanden Borre er feikilegt efni og kom hann sterkur inn í byrjunarliðið. Sherman Cárdenas er einnig mjög efnilegur og kom nokkrum sinnum inn á og byrjaði einu sinni inná. Birkir Bjarnason er efnilegur íslendingur sem ég held að eigi eftir að verða góður fyrir framtíðina. Renato Augusto sem var keyptur í janúarglugganum er orðaður sem næsti Ronaldinho og spilaði hann í kringum 10 leiki og stóð sig með prýðum. Hinir þrír fengu ekki atvinnuleyfi svo ég sendi einn þeirra til Beveren í Belgíu á lán en hinir voru ekki nógu gamlir svo þeir æfðu bara með mér.


Á undirbúningstímabilinu keppti ég fimm æfinga leiki sem allir unnust nema einn sem endaði með 0-0 jafntefli.


Community Shield

Eins og á ári hverju mætast Englandsmeistarar og Bikarmeistarar Englands í leik sem á íslensku nefnist Samfélagsskjöldurinn. Cheslea höfðu keypt tvo leikmenn á morðfjár og vissi ég að mér biði erfiður leikur. Leikurinn var jafn frá byrjun til enda en leiknum lauk með 1-0 sigri, mér í vil. Það var Luis García sem skoraði eina mark leiksins en José Manuel Reina varð maður leiksins.


English Premier Division

Mér var spáð toppbaráttu og var því pressa á mér að lenda ofarlega ío deildinni. Fyrsti leikurinn í deildinni var gegn Arsenal og vann ég hann 3-2. Næsti leikur var gegn Chelsea sem var spáð sigri í deildinni og nýttu þeir sér tækifærið og hefndu sín fyrir tapið í samfélagsskildinum, þeir unnu 2-1. Þriðji leikurinn var gegn Charlton og vann ég hann 3-2.
Ég byrjaði vel í deildinni og var á toppnum eftir 10 leiki. En þegar það fór að líða á tímabilið byrjaði að sækja á brattann en samt sem áður var ég alltaf í toppbaráttunni. Lokabaráttan var svakaleg og áttu 5 lið möguleika á að vinna deildina þegar fimm umferðir voru eftir. Ég keppti við Portsmouth í síðasta leiknum og komst ég yfir og var með yfirhöndina en á 87 og 93 mínútu skoraði Rússinn Dmitry Sychev tvö alveg eins mörk og tapaði ég leiknum 2-1. Það varð til þess að ég lenti í 4 sæti í deildinni.

Efstu lið:

1. Chelsea - - - - - 27+ - - - - 74 stig
2. Man Utd - - - - - 24+ - - - - 74 stig
3. Arsenal - - - - - -26+ - - - - 70 stig
4. Liverpool - - - - 26+ - - - - 69 stig
5. Man City - - - - - 17+ - - - - 67 stig
6. Aston Villa - - - -14+ - - - - 59 stig
7. Everton - - - - - - 8+ - - - - -57 stig


Europian Champions Cup

Ég byrjaði í forkeppni og mætti Fimleikafélagi frá Hafnafirði. Ég stillti ekki upp mínu sterkasta liði, enda bjóst ég ekki við öðru en sigri. Vann fyrri leikinn á Kaplakrika 3–0 og seinni leikinn 2–0. Hefði viljað vinna meira en ég gaf slatta af ungum leikmönnum tækifæri til að spreyta sig. Ég var kominn upp í riðlakeppnina og dróst í A-Riðil ásamt Bordeaux, Fenerbache og Ajax. Komst uppúr riðlinum eftir að hafa hafnað í öðru sæti, en Bordeaux gerðu sér lítið fyrir og unnu hann. Ég dróst gegn PSV og vann þá samtals 2–0. Í næstu umferð lenti ég á móti Anderlecht og vann þá samtals 4–2. Í undanúrslitunum dróst ég gegn Arsenal. Fyrri leikurinn var spilaður á Emirates Stadium og var í basli með að velja leikmannahópinn, það voru svo margir meiddir. Þar á meðal Gerrard, Alonso, Agger og allir framherjarnir mínir nema Kuyt. Ég tapaði leiknum 3–0 og taldi ég mig vera fallin úr keppninni. Seinni leikurinn var á Anfield og var staðan 0–0 í hálfleik. Ég hélt svaka ræðu í hálfleik og vildi ekkert annað en sigur og það dugði. Mínir menn spiluðu frábærlega í seinni hálfleik og vann ég leikinn 5–0 með mörkum frá Renato Augusto (2), Gerrard, Bellamy og Alonso.
Í úrslitunum mætti ég svo Valencia sem voru með feikiöflugt lið. Þeir byrjuðu leikinn betur þegar Albiol skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu en mínir menn skoruðu tvö mörk í seinni hálfleik og ég vann leikinn 2-1 sem varð til þess að við hömpuðum þessum eftirsótta bikar í sjötta skipti í sögu klúbbsins. Frábært að vinna þessa keppni og var bæði stjórnin, stuðningsmennirnir og leikmennirnir rosalega ánægðir. En hér fyrir neðan má lesa úrslitin úr úrsláttarkeppninni.

Úrsláttarkeppnin:

Champions Cup 1st kock out round leg 1: Liverpool 2 – 0 PSV
Champions Cup 1st kock out round leg 2: PSV 0 – 0 Liverpool
Champoins Cup quarter final leg 1: Anderlecht 1 – 1 Liverpool
Champoins Cup quarter final leg 2: Liverpool 3 – 1 Anderlecht
Champions Cup semi final leg 1: Arsenal 3 – 0 Liverpool
Champions Cup semi final leg 2: Liverpool 5 – 0 Arsenal
Champions Cup final: Liverpool 2 – 1 Valencia


FA cup


Mér gekk ágætlega í þessari keppni en komst ekki alla leið.

Third round: Liverpool 3 – 1 Reading
Fourth round: West Ham 0 – 2 Liverpool
Fifth round: Liverpool 3 – 0 Southampton
Sixth round: Arsenal 2 – 0 Liverpool

Ég datt semsagt út á móti Arsenal sem fóru alla leið og unnu keppnina.


English League Cup

Mér gekk mjög vel í þessari keppni. Úrslitin hér fyrir neðan.

League Cup third round: Liverpool 2 – 0 Plymouth
League Cup fourth round: Aston Villa 1 – 1 Liverpool, vann 5 - 3 í vítaspyrnukeppni.
League Cup quarter final: Liverpool 4 – 2 Chelsea
League Cup semi final leg 1: Newcastle 0 – 2 Liverpool
League Cup semi final leg 2: Liverpool 2 – 1 Newcastle. Samtals 4 – 1.
League Cup Final: Liverpool 3 – 1 Tottenham

Ég gerði stuðningsmennina káta og vann þessa keppni. Frábært að vinna Chelsea 4 -2 og frábær úrslitaleikur.
Þetta voru allar keppnirnar og er ég bara sáttur með árangur tímabilsins. Ég vann þrjá titla; Meistaradeildina, Deildarbikarinn og Samfélagsskjöldinn. Ég kom út í miklum gróða og fæ 26.5 milljónir punda til að kaupa leikmenn á næsta tímabili.

Ég leyfði framherjunum mínum öllum að spila nánast jafn mikið svo þeir voru með svipað mörg mörk. Reina spilaði flesta leikina í liðinu.

Byrjunarlið

Ég notaði yfirleitt taktíkina 4-4-2 eða 4-4-1-1 með persónulegur stillingum. Algengt byrjunarlið ef notast er við 4-4-2 með tilliti til breytinga:

———– Kuyt —- Bellamy —————–
————————————————–
González – Alonso – Gerrard – García -
————————————————–
– Riise – Agger – Carragher – Borre -
————————————————–
—————- Reina ————————–


Notaði Crouch líka frammi en hinir voru eiginlega framar í goggunarröðinni. Sissoko fékk að spila helling, oft í byrjunarliðinu. Hyypia fékk oft byrjunarliðssæti og var Pennant byrjunarliðsmaður þegar hann var ekki meiddur. Átti við leiðinlega meiðsl að stríða.


Tölfræði

Markahæsti Maður: Dirk Kuyt með 22 mörk

Flestu Stoðsendingar: Jermaine Pennant með 12 stoðsendingar

Oftast maður leiksins: José Manuel Reina, 11 sinnum

Flest gul spjöld: Sjálfur fyrirliðinn, Steven Gerrard með 9 gul spjöld

Flest rauð spjöld: Þrír leikmenn með eitt

Besta meðaleinkunin: José Manuel Reina með 7.60 í meðaleinkun


Spilaðir leikir: 49

Skoruð mörk: 86 (meðaltali 1,8 í leik)

Mörk fengin á sig: 45 (meðaltali 0,9 í leik)

Gul spjöld: 51 (meðaltali 1 í leik)

Rauð spjöld: 3 (meðaltali 0.0 i leik)

Meðalfjöldi áhorfenda: 41229

Fans player of the year: Steven Gerrard


Ég hafnaði í öðru sæti í ‘Manager of the Year’ og hlaut Gerrard titlana ‘World Footballer of the Year’, ‘Europian Footballer og the Year’ og ‘Midfielder of the Year’. Það segir það sem segja þarf um Steven Gerrard.


Vona að þið hafið haft gaman af því að lesa þessa grein og endilega segja ykkar álit.
Er svo málið að koma með framhald á þetta?