Ýmsir punktar í sambandi við íslensku deildina

· Deildarkeppni 2007
- Því miður var ekki hægt að uppfæra deildir fyrir leiktímabilið 2007 í leiknum, einfaldlega vegna þess að vinnu á deildinni lauk áður en deildarkeppni hér heima lauk. Því eru liðin sem féllu og færðust upp um deild í haust í flestum tilvikum ekki í réttri deild sé valið að byrja leikinn í desember 2006. Þetta verður lagfært í fyrstu uppfærslu á leiknum.

· Lánssamningar
- Því miður duttu allir lánssamningar í íslensku deildinni út úr leiknum. Þetta verður reynt að laga sem allra fyrst. Annars er auðvitað lítið mál að gera lánssamninganna í Editor.

· Félagaskipti Leikmanna og Þjálfara
- Eins og áður sagði lauk vinnu á íslensku deildinni nokkrum vikum áður en tímabilinu lauk hér heima í haust. Því vantar að sjálfssögðu helstu þjálfaraskipti og leikmannaskipti. Þjálfaraskipti sem áttu sér stað fyrir 11.október verða uppfærð í uppfærslu á leiknum, sem gefin verður út á næstunni. Aftur bendi ég á Editor.
- Leikmannaskipti verða hinsvegar ekki uppfærð fyrr en eftir áramót.

Annars vil ég óska FM fíklum til hamingju með útgáfu leiksins og eigið góða helgi fyrir framan tölvuskjáinn…

Kveðja