Jæja, ég er núna búinn með seasonið. Þetta gekk allt ágætleg upp. Ég vann deildina(liverpool í öðru), vann Worthingto(Leeds í öðru), vann FA(Liverpool í öðru), svo vann ég CL með hreint alveg ótrúlegum hætti, vann Porto 4-3 eftir 5 mörk á síðustu 19 mínútunum í leiknum. Ég er nú hálf hissa á að hafa unni fernuna, en galdurinn við þetta var að nota varamennina nógu mikið. En stundum dugði það ekki og ég var að láta menn spila með 87% heilsu alls ekki undir. Svo leyfði ég varavaramönnunum að spila svolítið, sérstaklega þegar ég var að spila á móti Derby og svoleiðis liðum. En þá hélt ég Barthez í liðinu og setti Yorke fremst og kanski Giggs eða Scholes líka svona til að halda þessu gangandi. Mér gekk nú ágætlega í flestum þeim leikjum en tapaði auðvitað stundum eins og flestum liðum sæmir. :)
Yorke var svo markahæstu með 33 mörk en svo koma Notman með 24 og Webber með 20 og síðast Cole með 18.
Ég vil taka það fram að ég spila mikla sókn og sæki mjög hart. Ég keypti líka Zlata Ibramhimovic en hann náði bara að spila einn leik, sem hann skoraði í og var maður leiksins en meiddist svo á æfingu stutt eftir það. En núna er ég að spá í að færa mig niður um deild og reyna að koma einhverjum upp. Kanski að ég fari bara niður um tvær deildir og komi Stoke upp, en það kemur allt í ljós.

Bara koma því á framfæri þá ýtti ég aðeins einu sinni á CTRL-ALT-DEL, það var þegar ég fékk tilkynningu um það að A. Notman hefði meiðst í 18 mánuði.

Mér finnst líka svolítið gaman af því að lesa greinar hérna, það skrifa allir “ já ég var að byrja á nýju SAVE-i” en ég verð að viðurkenna það að ég nota þetta líka.

ALVEG ASSKOTI MAGNAÐUR LEIKUR ÞESSI MANAGER!
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian