Góðann daginn.
Þetta verður fyrsta manager greinin mín af mörgum, hef verið gallharður spilari frá CM 95/96, semsagt frá því að ég var 7 ára! ;)

Prologus
Eftir að hafa verið yngri flokka þjálfari hjá FH-ingum, risaveldis í íslensku knattspyrnunni var mér loksins boðið að verða aðstoðarþjálfari meistaraflokks.

Ekki leið á löngu fyrr en ég var búinn að bola Leifi Garðarsyni úr starfi sínu og tók ég við sem aðalþjálfari liðsins.

Áhangendur liðsins voru ekki ánægðir með að svo óreyndur þjálfari með eldri flokka skildi taka við, en stjórnin studdi mig heilshugar í starfi mínu.

Byrjun tímabils
Eftir að stjórnin hafi tilkynnt mér það að félagið væri nær gjaldþroti, þá ákvað ég að halda leikmönnum á samningum til lengri tíma, reyna að lækka laun þeirra og stefndi ég langt í Meistaradeildinni til að fá aur sem ég þurfti nauðsynlega.

Peningur til ráðstöfunar í leikmannakaup var af skornum skammti, nánar enginn. Launabuddan var einnig sorglega lág, aðeins um 4500 pund á viku.

Styrking leikmannahóps
FH var með mjög þéttan hóp fyrir, en ég ákvað samt að styrkja liðið eins og ég gæti til þess að ná sem lengst í Meistaradeildinni/Euro Cup.

Keyptir voru:
Fyrir áramót
Moises - Free - DLC
Duke Udi - Free - MC
Andryi Polunin - Free - AMC
Nokkrir þjálfarar og physios
Samtals: 0k


Eftir áramót
Scott Griffiths - Dag & Red - 80K - DLC
Ariel Jakubowski - Jagellonia - 10K - MRC
Jakob Rasmussen - FC Fredericia - 26K - DM
Jussi-Pekka Savoilanen - Tampere UTD - 80K - AMRLC
Emerik De Vriese - Veendam - 85K - AML
Nokkrir þjálfarar og physios
Samtals: 281K

Seldir voru:

Fyrir áramót
Í Desember seldi ég Duke Udi fyrir 600K, peningur sem ég nýtti svo til að kaupa eftir áramót og styrkja það til muna með þessum frábæru ungu leikmönnum.
Samtals: 600k


Eftir áramót
Guðmundur Sævarsson - Free transfer
Jónas Grani Garðarsson - Free Transfer
Róbert Magnússon - Free Transfer
Samtals: 0k

Duke Udi reyndist mér rosalega vel, ég ákvað þó að selja hann vegna frábærs tilboðs sem ég fékk í hann og nýttist mér þessi peningur frábærlega.
Jakob Rasmussen átti eftir að slá í gegn, fólk, hann er nýji Nik Besagno! Emmerik De Vriese sló Atla Viðar Björnsson úr liðinu, aðeins 19 ára gamall og allir leikmenn sem ég keypti reyndust alveg undursamlega.

Fyrstu leikir
Tímabilið byrjaði vel, allir æfingaleikir unnust stórt og liðið small vel saman.

Ég spilaði 4-2-2-2 til að vera nákvæmur, með 2 á köntunum. Uppstillingin var oftast:

Daði Lárusson
S. Garðarson - A. Helgason. T. Nielsen, F. Bjarna.

J. Rasmussen - B. Bett
JónÞ.Stef/Savolainen Atli V. Björns/De Vriese

Tryggvi Guðmundsson - Atli Guðnason
Deildin byrjaði gífurlega vel og vann ég alla leiki mína fyrir áramót, fyrir utan eitt jafntefli við sterkt lið KR.

Eftir þessa frábæru styrkingu sem ég fékk eftir áramót, gékk deildin eins og í sögu þar sem að vörn minni og miðju var lýst sem “rock solid” eftir nánast alla leiki, varnarmenn mínir voru ALLIR með yfir 7.5 í meðaleinkunn í deildarleikjunum.

Lokastaða deildar
FH 18 17 0 1 + 58 52
KR 18 12 4 1 + 16 37
ÍA 18 10 5 2 + 11 32

ÍBV 18 5 9 4 - 8 19
Breiðablik 18 0 15 3 -31 3

Sést að ég hafði algjöra yfirburði í deildinni, ég var viss um það að deildin yrði auðvelt mál þannig að ég einbeitti mér lítið að henni, stillti upp varaliðum og fann mér hentugar uppstillingar.

Markakóngur deildarinnar var Tryggvi Guðmunds, með 28 mörk úr 18 leikjum!


Bikarkeppnirnar
Icelandic Upper League Cup vannst auðveldlega, úrslitaleikurinn var þó mjög spennandi gegn feykisterku liði ÍA. Leikurinn fór 5-3! Í hálfleik var ég kominn undir 0-3 og trúði ég vart mínum augum, hálfleikur kom og peppaði ég mannskapinn upp og skipti Tryggva Guðmunds inn á, þar sem hann fór hamförum með 4 mörk á innan við 30 mínútum! Í lokin potaði svo Bett inn einu marki.

Icelandic Cup var sama sagan, FH er bara of sterkt lið til að vera spila í þessari deild. Fyrsti leikurinn gegn liði Leiftur/Dalvík fór 7-0 mér í hag, Jón Þorgrímur með 3, Tryggvi með 3 og Atli með eitt. Önnur umferð gegn Þór gekk ekki jafnvel og ég vildi og fór sá leikur aðeins 1-0.

Í fjórðungsúrslitum mætti ég KR, leikurinn fór 2-0 mér í hag, þökk sé Tryggva, sá maður bjargaði mér oft í gegnum allt seasonið.

Undanúrslitin voru mest óspennandi leikur sem mögulega hægt er að sjá, bæði liðin að spila hörmulegan bolta og ég vann í eftir tíma. 1-0

Úrslitin voru aðeins meira spennandi, bæði lið áttu yfir 20 skot á markið. 3 rauð spjöld í leiknum, 2 klúðruð víti.
Leikurinn fór 3-1 mér í vil, bikarmeistarar annað árið í röð! :D

Meistaradeildin
Stefndi mjög hátt í þessari keppni, en það gékk ekki alveg nógu vel.

Fyrsti leikur minn var gegn Levadia á heimavelli.
Levadia er eistneskt lið og samkvæmt heimildum með sterkari liðum þar. Leikurinn vannst þó auðveldlega, með 2-0 sigri fyrir mér þar sem að Auðun Helgason, miðvörðurinn knái fór hamförum!
Útileikurinn var leiðinlegur leikur, 1-0 fyrir mér úr víti á fyrstu mínútu.

Annar leikur var gegn sterku liði M-Haifa frá Ísrael. Leikurinn fór 3-1 þó, Heimir Guðjóns með eitt, Tryggvi með eitt og Atli með 1. Daði Lárus skoraði sjálfsmark í þessum leik.

Dróst ég gegn Internazionale, frá fyrstu mínútu hélt ég að ég væri doomed en i útileiknum náði ég að halda hreinu! Leikurinn fór 0-0 og fjölmiðlar gjörsamlega hraunuðu yfir leikmenn Inter. Heimaleikurinn fór mér ekki í hag, en ég var þó mjög stoltur af leikmönnum mínum að hafa náð 0-1 þar.

Ferill minn í Meistaradeildinni lauk þarna, en komst ég í Euro Cup í staðinn. Mikill peningur hófst uppúr þessu, gat ég hækkað laun, fékk betri æfingaraðstöðu og fleira.

Euro Cup
Með frábæran árangur í Meistaradeildinni stefndi ég á að komast ennþá lengra í Eurocup.

Ég dróst gegn Austurrísku meisturunm í Austria Vien. Bjóst þó við öllu besta þar sem mitt lið var búið að vera að spila feyki vel, einnig á þessum tímapunkti er ég kominn yfir áramót og leikmannahópurinn orðin MUN sterkari.
Heimaleikurinn var gífurlega spennandi, 1-0 fyrir þeim en útileikurinn fór 2-1 fyrir mér með mörkum frá Tryggva á 88 og 91 mínútu!!

Önnur umferð var gegn feykisterku liði Sevilla, heimaleikurinn fór 1-0 en útileikurinn 4-0.. Í gegnum þessa leiki þá fékk ég þó hellings pening og eftir árið var ég kominn í 3m í gróða!

Samantekt yfir árið
Fyrsta deild: 1sta sæti með algjörum yfirburðum.
Íslenski bikarinn: 1 sæti.
Upperleague cup: 1 sæti.
Meistardeild Evrópu: 3 qualifying round.
Euro cup: Second qualifying round.

Fan Player of the Year: Tryggvi Guðmundsson
MoM: Tryggvi Guðmundsson
Most assists: Emmerik De Vriese(Þótt hann hafi komið eftir áramót).
Flest mörk: Tryggvi Guðmunds með 48 mörk úr 42 leikjum!
Leikmaður deildarinnar: Tryggvi Guðmundson með 8.3 í meðaleinkunn!

Mikilvægustu leikmenn að mínu mati:
Auðun Helgason, Tryggvi Guðmundsson, Jakob Rasmussen, De Vriese og Tommy Nielsen.

Team of the season:
Daði Lárusson
Sverrir Garðarsson, Auðun Helgason, Tommy Nielsen, Reynir Leósson
De Vriese, Rasmussen, Bett, Sigurvin Ólafsson
Tryggvi guðmundsson, Grétar Ólafur hjartarsson

Atli Viðar Björnsson, Jón Þorgrímur Stefánson, Kristján Finnbogason, Rógvi Jacobssen, Ólafur Ingi Stíggson.

Af 16 leikmönnum voru 10 úr FH!


Lok ársins
Eftir frábæran árángur með FH, ákvað ég að breyta til. Lýsti yfir áhuga á starfi Bari, sem voru nýkomnir upp í efstu deild Ítalíu og fékk það starf.

League Wins: 1
Cup Wins: 2
Games Played 64
Games won: 50
Games drawn: 9
Games lost: 5
Goals scored: 131
Goals conceded: 34
Goal difference: +97

Takk fyrir, er áhugi fyrir framhaldi með Bari? :)
(\_/)