Man Utd  2006/2007 Já ég ákvað að skrifa um annað tímabil mitt með United. Ekki veit ég af hverju ég skrifaði ekki um fyrsta tímabilið. Kanski þetta hafi verið flottara :S

Árið áður lenti ég í öðru sæti í deildinni, og vann ekkert. Fjárhagur liðsins var ekkert spes vegna skulda Glazers.
Þannig að í byrjun sumar ákvað ég að hreinsa aðeins til í hópnum, vegna slæms gengis og vegna fjárhags.

Þeir sem fóru :
Ruud van Nistelrooy: til Roma á 15 M
Alan Smith : til Tottenham á 6 M
Tim Howard : til Olympiakos á 3.2 M
Paul Scholes : til Portsmouth á 5 M
Paul McShane : til Watford á 1 M
Rincón : til Barcelona frítt.
samtals: um 30 Milljónir punda

Þeir sem fóru á lán:
J.S Park : til Valencia
Gerard Pique : til Celtic
Lee Martin : til Rangers
Darron Gibson : til Hearts

Nú hafði ég einhvern pening til að spreða plús sá sem var þar fyrir, sem var 14 M, ss 44 Millur samanlagt.
Vantaði mig einn sóknramann þar sem Rossi hafði ekki náð athygli minni. Mig vantaði líka ferska menn í aðrar stöður.

Þeir sem voru keyptir:
Fernando Torres ST : frá Barcelona á 25 M
Anton Ferdinand DC : frá Portsmouth á 3 M
Nik Besagno CM : frá Salt Lake á 2,5 M
Badou Kéré DMC : frá Nantes á 300 þúsund.
Juliano GK : frá Caxias á 1 M


Og svo fullt af litlum efnilegum guttum…þar á meðal James Keene á 4 M frá Pompey.

Samtals innkaup, ca 36 Milljónir.

Var hópurinn nú orðinn nokkuð massívur.

Yfir sumarið fylgdist ég mikið með HM, og leikmönnum sem stóðu sig best.
Í úrslitaleiknum voru tvö lið sem gerði tilkall til styttunar flottu, og voru það Bandaríkin og Svíþjóð.
Og endaði leikurinn 2-1 í framlengingu…..Svíþjóð í vil. Og var það Henke nokkur Larsson sem gulltryggði sigurinn á loka mínútu framlengingarinnar.
En það var einn ungur plebbi sem náði auga mínu. Og var hann í liði USA. Hafði hann staðið sig stórkostlega yfir mótið. Sá maður hét Nikolas Besagno(17 ára Kani) og fékk ég hann (einsog stendur hér fyrir ofan) til liðs við mig.Deildin hófst með leik gegn hinu fornfræga félagi Leeds.

Stillti ég liðinu svona upp.

————————-Van der Sar————————-

G. Neville—A.Ferdinand—–R. Ferdinand—Patrice Evra

————————-Nik Besagno————————


C.Ronaldo————————————–Ryan Giggs


————————Wayne Rooney———————-

————–F.Torres————–Louis Saha————-


Leikurinn fór hressilega af stað á stútfullum Old Trafford ( 79000). Giggs átti magnað samspil við Nik Besagno, sem plaffaði tuðrunni í netið á 34 mín.
Leeds reyndu að færa sig ofar á völlinn í seinni hálfleik. En boltinn var alltaf hirtur af Besagno, sem átti magnaðar sendingar fram völlinn, sem rötuðu oftast á Saha.
Á 58 mín gerðist umdeilt atvik inní teig United. Rooney var sakaður um að hafa gefið Erik Bakke olnbogaskot í andlitið. Og var því dæmd vítaspyrna eftir kröftug mótmæli minna manna. Bakke tók spyrnuna sjálfur og setti einn nettann í slánna og inn, óverjandi.Staðan þá orðinn 1-1.
En þá tók Ronaldo málin í sínar hendur. Hann gerði sér lítið fyrir og þrusaði boltanum af miðjunni og í markið. Markvörður Leedsara nagaði hattinn sinn það sem eftir var leiks fyrir að vera of framalega í markinu. Staðan var nú orðinn 2-1.
Á síðustu 10 mínútunum varð sprenging í framlínunni. Saha og Torres voru fæddir fyrir hvorn annan, og settu þeir 2 mörk hvor, eftir magnað samspil.
…………..Full Time 4-1 fyrir mína menn.

Einkunnirnar voru svona….. van der Sar 7, Neville 7, Ferdinandbræður 8, Evra 7, Nik Besagno 9, og allir hinir með 8.
S.s maður leiksins var klárlega Nik Besagno, sem stimplaði sig rækilega í Enska boltan.
Drátturinn í Meistaradeildina var á næstu grösum og hérna eru helstu Riðlarnir…..

Group A: Chelsea, Celtic, CSKA Moskva og Roma ( C Riðillinn einsog ég kalla hann)
Group D: Real Madrid, AC Milan, FC Bayern og Bröndby (sannkallaður dauðariðill)
Group F: Man Utd, Monaco, Lazio og Club Brugge.

En aftur að deildinni…….

Alveg að áramótum var ég ósigraður. Og var ég í harðri samkeppni við Chelsea um efsta sætið.

Í janúar kom svo skellurinn. Nik Besagno Louis Saha og Ronaldo og Rio Ferdinand meiddust alvarlega og voru þeir allir frá í að minnsta kosti 2 mánuði.
Þá ákvað ég að kalla til baka úr láni Lee Martin, Darron Gibson og Gerard Pique. Þeir höfðu allir staðið sig stórkostlega í Skoska boltanum og vildi ég athuga hvernig þeir spiluðu fyrir United.
Þeir náðu svo sannarlega að fylla götin, og gott betur…..Lee Martin var orðinn stjarna eftir óteljandi stjörnuleikji, Pique var alger klettur og Gibson var hin næsti Keane. Einnig stóð James Keene sig vel í stöðu Saha.

Einsog alltaf þá datt ég úr báðum bikurunum heima. En þá gat ég einbeitt mér meira að deildinni og Meistaradeilinni.

Riðillinn minn í C League fór svona….

1. Man Utd (fullt hús stiga)
2. Lazio
3. Monaco
4. Club Brugge

Svo var dregið í 16 liða úrslit. Og lenti ég á móti lítt þekktu liði Maccabi Haifa. Og vann ég báða leikin samtals 14-3 (6-1 og 8-2). Torres með 4 mörk, Martin 2, Keene með 3 Giggs með 2 og Rooney með 3.
Í 8 liða úrslitum lenti ég á móti Roma. Þar sem Ruud setti meðal annars mark á móti sínu gamla liði. Báðir leikirnir voru erfiðir, sá fyrri fór 1-0 Róma í vil, en sá seinni 2-0 fyrir mér, náði naumlega að komast áfram.

Á þessum tímapunkti var Nik Besagno allur að koma saman eftir magnaða vinnu lækna minna. Eftir nokkra varaliðsleiki var hann klár í stóru leikina. En samkeppnin var orðinn hörð eftir að Gibson kom til baka.

Þegar dregið var í undanúrslit Meistaradeildarinnar þá var ég í 2. sæti deildarinnar, nokkrum stigum á eftir Chelsea, þannig að andrúmsloftið var spennuþrungið lengi vel.
Í undanúrslitunum voru feikisterk lið. Drátturinn var spennandi og endaði hann svona.

Man Utd vs. Barcelona og Arsenal vs. Lazio.

Arsenal átti ekkert á móti sterku liði Marco van Basten’s og töpuðu þeir fyrir Lazio 2-0 og 3-2.
Leikir mínir við Barca voru magnaðir. Torres gegn sínu gamla félagi og Rincón gegn fyrrverandi liði sínu. Fyrri leikurinn fór fram á Camp Nao.
Var hann stúrfullur, enda risalið að atast í hvort öðru. Hann fór heldur leiðinlega af stað, bæði liðin spiluðu hægt og leiðinlegan bolta. Og var það þannig út leikinn, 0-0.
Ræddi ég hressilega við mina menn í lok leiksins. Sagði þeim að þeir hefðu átt að spila betur osfv. Og skilaði það sér í seinni leik liðana á OT.
Sá leikur var eðal, endaði hann 4-3 í einum magnaðasta leik sem sést hefur verið. Torres setti 2, Ronaldo eitt (já hann er orðinn heill) og Keene eitt. Hrósaði ég mínum mönnum hástert, og hrósaði Torres sérstaklega fyrir runu af frábærum leikjum.

Síðasta umferð deildarinnar var ævintýri líkas. Ég og Chelsea vorum jöfn að stigum í 1. og 2. sæti. Þetta var hreinn úrslitaleikur um titilinn. Þessi leikur var ekki ólíkur Barcelona leiknum…..

Starting Eleven: United
(4-4-2 daimond)
EVD Sar

Neville
Rio og Anton
Heinze

Ronaldo RM
Martin LM
Nik Besagno DMC
Rooney AMC

Torres
Saha

Chelsea liðið:
4-4-2
Cech

Carvalho
Gallas
Kompany
Ferreira

Makalelé
J. Mouthino
Robben
SW Phillips
Yakubu
Michael Owen

Leikurinn var ótrúlegur. 2 rauð spjöld á Rooney og Gallas fyrir kickboxing, eitt víti fyrir mitt lið og dómaraskandall.
Vítið fékk ég eftir að Ferreira togaði í peysu Martins. Tók Saha vítið og skoraði rétt framhjá Cech. Dómaraskandallinn var furðulegur. Dómarinn ( Clattenburg ) dæmdi hendi á Heinze, þegar hann einungis skallaði boltann. Þetta endaði með 2 gulum spjöldum fyrir mótmæli, Heinze 1, og Rio eitt.
Tók Robben aukarann og setti hann í slánna og inn. Svo á síðustu mínútu leiksins komst ég í hraðaupphlaup….Nik Besagno gerði magnaða hluti, og gaf stungusendingu á Ronaldo, sem vippaði boltanum yfir Cech sem var víst blindfullur…mætti halda það :S
Sigraði ég ss leikinn 2-1 og titillinn var í höfn. Í tilefni þess fór ég með liðið á Burger King þar sem leikmenn fengu sér “Giant Super Huge Burger”…svona til að undirbúa sig fyrir úrslit Meistaradeildarinnar ;)

Eftir Burger King fórum við heim að slappa af í FIFA og FM. Ronaldo smassaði hurð þegar hann tapaði í FIFA á móti KF Nörd, 3-0..eða einsog KF Nördmenn sögðu, “ þetta var ótrúlegur leikur, maður gæti sagt að þetta hafi verið 010011 001100111010101, haha”, en enginn skildi þá.

Því næst var það úrslitaleikurinn á móti Lazio í Meistaradeildinni. Og fór hann fram á vellinum í Aþenu.
Hitinn var mikill eða um 35 gráður.

Ég stillti liðiu mínu svona upp:

————————-van der Sar————————-

Neville——–Rio—————-Anton————-Evra

————————Nik Besagno————————

Ronaldo———————————————–Giggs


—————————Martin—————————-
————–Torres—————–Solskjær

Ég vildi gefa Solskjær tækifæri að endurupplifa þessa tilfinningu að vinna C League. Þó hann hafi verið meiddur allt Seasonið þá hafði ég trú á honum.

Og hófst þá þessi þungavigtaleikur.

Lazio menn voru greinilega í stuði, með van Basten sem þjálfara. Strax á 15 mínútu skoraði Jan Koller með þrumuskalla sem van der Sar réð ekki við.
Aldrei þessu vant átti liðið slæman dag. Í hálfleik var staðan enn 1-0. Ákvað ég þá að bæta á miðjunna til að brjóta upp spilið hjá Lazio. Þannig að ég tók Anton úr vörninni og skellti Darron Gibson inná.
Taktíkin var þá svona (3-5-2)

Neville——Rio——Evra
—–Besagno—Gibson—-

Ronaldo—Martin—Giggs

————-Torres———-
————-Solskjær——-

Þetta fór strax að virka. Besagno og Gibson voru magnað par í djúpri miðjunni, og var Torres góður í að dæla boltum á snöggan Solskjær.
Þetta skilaði sér að lokum á 78 mínútu þegar Rio af öllum mönnum skallaði í mark eftir horn frá Giggs. Það sem eftir leið leiksins voru bæði liðin að sækja af krafti. Sem betur fer átti van der Sar stórleik á meðan Toldo átti “lala” leik.
Á 94 mínútu tók Giggs einn af sínum frægu sprettum. Tók bæði Fiore og van Persie í bakaríið, og sendi svo yndislega “banana” sendingu á Solskjær sem afgreiddi hann snyrtilega í markið með krullukollinum.
Alveg einsog árið 1999 þá skoraði hann á síðustu sekúndu og var hann orðinn eitthvað meira en Legend á Old Trafford. Liðið spriklaði um af fögnuði einsog smápattar þegar Kim Milton Nielsen flautaði til leiksloka. Tók Ole bikarinn með Nik Besagno og saman lyftu þeir honum upp við trylltan fögnuð.
Gamli og nýji tíminn að lyfta bikranum upp??

Svo kom liðið heim til Manchester þar sem mööööörg þúsund manns fagnaði komu þeirra.Meistarar Evrópu og meistarar Englands.


Markahæsti leikmaður deildarinnar:
Torres 34
Henry 28
Saha 24
Andy Johnson 21
Cissé 21
Ronaldo 14


Besti markvörður deildarinnar
Timo Hildebrand (Arsenal)


Leikmaður deildarinnar
Nik Besagno með meðaleinkunn 7,90 og 12 “mömmur”, MoM

Þjálfari deildarinnar

Ég.


Fans Player of the Year

Fernando Torres.


Team of the Season:
4-4-2

Hildebrand
G.Neville (RB)
Terry
Agger
Evra(LB)

Ronaldo(LM)
Martin (CM)
Makalelé(CM)
Gerrard(RM)

Torres (ST)
Henry (ST)

Bekkur: Andy Johnson, Giggs, Lampard, Senderos og Cech.

Svo í Meistaradeildinni:

Markahæsti leikmaður:

Torres 12
Sheva 11 (AC Milan)
JS Park 8
Henry 8
Eto’o 7

Leikmaður Meistaradeildarinnar:

Nik Besagno með meðaleinkunn 8,4Lið Meistaradeildarinnar: 4-4-2

Jens Mustermann (Oliver Kahn)

A. Cole (DR)
Terry
Puyol
Evra (DL)

Ronaldo (RM)
Nik Besagno
JS Park
Reyes (LM)

Torres (ST)
Sheva (ST)

Bekkur: Hildebrand, Henry , Ronaldinho, Agger og Salgado.


Eftir þetta magnaða tímabil fékk ég loksins almennilegan pening til að bruðla með, eða um 32 milljónir.
David Gil & Co buðu mér nýjan samning uppá 4 ár. Og ég framlengdi samningin við Ole Gunnar um 4 ár. Og verður hann þá hjá félaginu til elliára.
Park verður í sviðsljósinu á næsta seasoni, því hann skoraði 14 mörk með Valencia í deildinni. Valencia komst þó ekki í gegnum 16 liða úrslitin….smá fróðleikur.

En eitt er víst, að samkeppnin um byrjunarsæti hjá mér hefur aldrei verið harðari. Pique verðandi stjarna, Martin orðinn stjarna, Gibson og Besagno geðveikir leikmenn…..osfv.

En ég vona að þið hafið haft gaman af þessari “litlu” grein minni um Manchester United.

Takk fyrir mig……………Gogg1