Valencia 05/06 (fyrsta tímabil)

Framkvæmdastjóri : Winston Henry - Englendingur

Fjárhagur liðsins var frekar slakur og því var enginn leikmaður keyptur og fullt traust lagt á þá leikmenn sem fyrir voru.

Tímabilið
Evrópukeppnin - Euro Cup
Vegna lélegs gengis liðsins á undanliðnu tímabili þá þurftum við að byrja í Euro Vase og byrjunin lofaði ALLS ekki góðu, 2-2 jafntefli gegn Dinamo Tirana. Þrátt fyrir frekar brösótta byrjun þá fóru hlutirnir aðeins að ganga. Sigrar komu á færibandi í og var Marseille slegið út í Euro Vase final. Sigurleikirnir héldu áfram að koma en þá kom veggurinn. Í 16 liða úrslitum mættum við Feyenoord og byrjuðum á 1-0 sigri heima. Útileikurinn var einstefna að marki mínu og unnu Feyenoord auðveldlega 2-0.
Sigurvegarar : Ajax

Spænski bikarinn.
Þarna kom keppni þar sem mistökin voru fá. Rayo, Celta, Osasuna, Mallorca og Real Madrid voru slegin út áður en í úrslitaleikinn var farið, sem var gegn Sevilla.
Mista átti stórleik í framlínunni og setti mark á 36. mínútu og fór liðið fullt sjálfstraust inn í hálfleikinn. Seinni hálfleikurinn var einstefna að marki Sevilla og skoraði Mista mark á 73 mínútu og fullkomnaði svo þrennuna á 86 mínútu með skallamarki. 3-0 stórsigur að veruleika og bikarmeistaratitillinn í höfn.
Sigurvegari : Valencia

Spænska deildin – La Liga
Takmarkið var sett á topp 4 og þar með meistaradeild því ekki veitti af peningunum. Fljótlega varð mér ljóst að það gæti orðið erfiður róður og sátum við í 12. sæti eftir 7 umferðir Þá snérist gæfa okkar eftir 2-6 útisigur gegn Villarreal og spiluðum við næstu 23 deildarleiki án taps. Vicente átti frábært tímabil á vinstri kantinum og leiddi deildina í einkunnargjöf nánast allt tímabilið. Í 24 umferð var toppsætinu náð og var það ekki gefið eftir. Smátt og smátt jók ég forskotið á hin liðinn og endaði deildina á toppnum 11 stigum á undan næsta liði. Bæði Barcelona og Real Madrid áttu skelfileg tímabil og hjálpaði það mikið. Liðið fékk fæst gul spjöld í deildinni eða 18 (næsta kom með 33) og einungis 1 rautt spjald.

Lokastaðan
1. Valencia +49 / 84 pts
2. Villarreal +24 / 73 pts
3. Betis +28 / 71 pts
4. At. Madrid +27 / 69 pts
5. Barcelona +14 / 64 pts

Markahæstir í La Liga
Torres (At. Madrid) – 30
Oliveira (Betis) – 25
Eto’o (Barcelona) / Villa (Valencia) – 24

Liðið
Markahæstur – David Villa – 37 mörk / 52 leikir (7,38)
Stoðsetningar – Vicente – 20 stoðs / 48 leikir (7,85) – 6,43 dribbles
Furðulegasti leikmaðurinn – Patrick Kluivert : Spilaði frábærlega þegar hann fékk tækifæri og skoraði 14 mörk í 15 leikjum. Eina að hann þurfti 1-2 vikna hvíld eftir hvern leik. Það var ekki fyrr en í lok tímabils að hann gat spila 2 leiki í röð.
Óvæntasta frammistaðan – Jorge López : Kom mér gríðarlega á óvart (7,83 meðaleinkunn) hann skoraði, lagði upp og var stórhættulegur. Var of seinn að átta mig á styrk hans og spilaði með Angulo stóran hluta tímabilsins.

Kerfi 4-1-2-1-2 (demantur)
GK : Canizares
DR : Miguel
DL : Fabio Aurélio
DC : Ayala
DC : David Navarro
DMC : Baraja
MR : Angulo / Jorge López
ML : Vicente
AMC : Aimar
FC : Villa
FC : Mista

Markmiðið er sett að vinna deildina aftur næsta tímabil : Ná að komast í topp 8 í mestaradeild og topp 4 í bikar. Kaupa kannski 2-3 leikmenn en það fer eftir fjármagni sem ég fæ.

Kannski ekki besta grein sem hefur verið send hérna inn en vonandi ágætis viðbót í samansafn greinanna hérna. Ef ég er að gleyma einhverju mikilvægu þá biðst ég forláts.
Skiluru!!!