Ókei kannski ekki alveg, en ég er ekki að gera góða hluti í fyrsta save-inu mínu með stóran klúbb í FM 2006. Eftir að hafa spilað CM síðan elstu menn muna (síðan 1998 þegar maður byrjaði að spila CM2, 96/97) þá lét ég loksins undan þrýstingnum og fékk mér FM. Tók við Grindavík og gerði fína hluti, vann deild og bikar og kom liðinu í 3. umferð í umspil um meistardeildina.

Svo formattaði ég tölvuna mína og þurfti að byrja á nýju save-i og ákvað að taka við mínum uppáhalds klúbbi, Manchester United. Ég hef aldrei verið mikið í því að stjórna stórum klúbbum í manager og hef nánast alveg látið United vera, og kannski ætti ég bara að halda því áfram! Að vísu stofnaði ég og hef verið að spila þetta season í óttalegum hálfkæringi en ég er samt ansi langt frá því að vera sáttur.

Byrjaði á því að flippa út og eyða 20 milljónum í Gattuso (elska leikstílinn hans í raunveruleikanum) og hef svo verið að gera ýmsar tilraunir með individual orders hjá honum. Blæddi líka 2,9 í Thuram og þrátt fyrir að þar sé frábær leikmaður á ferð þá hefði maður nú sennilega frekar átt að eyða í Kompany, hefði fengið hann á 2 milljónir í viðbót!

Peningarnar sem sagt “búnir” og tímabilið að byrja. Hefði betur eytt í sóknarmenn… Ætlaði að taka þetta á keyrslu á Rooney og Nistelroy og skipta svo ungum strákum inná meðan Saha og Solskjær jafna sig af meiðslunum. Það hefði alveg gengið upp ef Rooney væri ekki að spila eins og auli. Hann var fínn í vinaleikjunum en ég held að hann sé með meðaleinkunn í kringum 6,5 núna og EKKERT mark. Reyndar gengur öllu liðinu hryllilega að skora og úrslitin eru eftir því. Töpuðum (!) 1-0 á móti Porstmouth með sjálfsmarki frá Rio og gerðum 2-2 jafntefli við fallkandídata Sunderland. Ekki gáfulegt úrslit það.

Ég veit ekki alveg hvað ég er að gera vitlaust. Er að vísu ekki að spila þetta season af heilum hug, lítið búinn að spá í markaðnum og ekki nóg í uppstillingum. Hvar er fólk að láta Ronaldo spila? Maður sér hvert skjáskotið á fætur öðru þar sem hann rúllar öllu upp og menn eru að selja strákinn á 50+ milljónir.

En já, það er laugardagskvöld og mér leiðist í vinnunni, þess vegna ákvað ég að skrifa þennan stutta pistil :) Komment away!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _