Við biðum spenntir eftir að drægi væri í riðlanna en það kom okkur mjög á óvart að Noregur væri í öðrum styrkleikaflokki en ekki þeim þriðja. Það er alveg óhætt að segja að við vorum mjög heppnir með dráttin en liðin í riðlinum voru:

Spánn
Noregur
Túnis
U.A.E

Við bjuggumst ekki við svona góðum drætti en það er líka ókostur við það því pressan á okkur mönnum var gífurleg og var okkur spáð 2.sætinu í riðlinum af flestum tímaritum en mörg tímarit spáðu okkur fyrsta, þannig að pressan var mikil á okkur.

Fyrsti æfingaleikurinn okkur fyrir HM var á móti Fílabeinsströndinni 0g var ég með mitt besta lið.
Leikur norska liðsins var hræðilegur og Fílarnir voru miklu sterkari en við héldum þessu út alveg þangað til á 85.min þá skoraði Aruna eftir mistök Hakon Opdal í markinu.

Næsti leikur hjá okkur var fjórum dögum seinna og var á móti Lúxemborg. Við unnum hann 2-0 með mörkum frá Lars erik og Martin Wiig, en var leikur okkar engan veginn sannfærandi og var Norska þjóðinn ekki sátt með þessa tvo leiki.

Síðasti leiku okkar fyrir HM var á móti Suður-Kóreu í Noregi. Þetta var frábær leikur hjá okkar mönnum og sérstaklega hjá Carew sem lagði upp eitt og Skoraði sjálfur eitt. En upp kom smá vandamál því ég var búinn að lofa Gerard Houllier að nota John Carew aðeins í 45 mínutur en notaði hann óvart í 75.mínutur. Hann vandaði ekki kveðjurnar til mín en ég baðst afsökunar.

En í Mars mánuði gerðist einn hræðilegur atburður en í ljós komst að John Carew aðal striker Noregs væri meddur á ökkla og væri frá í 4 mánuði. Þjóðin brast í grát og töldu markir að við ættum engan annan framherja og draumur okkar um að komast í 16-liða úrslit væri búinn.

Ég valdi hann samt í landsliðshópinn og vonaðist hann gæti spilað gegn Spáni og vonandi lengur.
Ég kallaði Steffen Iversen aftur í hópinn en hann var búinn að vera lengi út í kuldanum.

Fyrsti leikurinn var á móti U.A.E og unnum við þann leik 2-0 með mörku frá Iversen og Wiig.
Næsti leikur var á móti Túnis og ef við mundum vinna þann leik mundum við komast áfram í 16-liða úrslit, Við unnum 3-1 og Skorað Steffen Iversen Þrennu og var ljóst að Noregur var komið í 16-liða úrslit óg var markmiðinu náð.

Síðasti leikurinnriðlinum var á móti Spáni og var þetta úrslitaleikurinn um 1.sætið.
Spánverjar komust 1-0 yfir með marki frá Torres. En á 83.min skoraði Steffen Iversen og tryggðu okkar mönnum jafntefli og þar af leiðandi fyrsta sætið.

Við vorum frekar heppnir með drátt því við mættum Pólverjum í staðinn fyrir Ítölum.
John Carew byrjaði inná í þessum leik eftir erfið meiðsli. Leikurinn endaði 2-0 fyrir okkur og skoruðu Þeir Morten Gamst Pedersen og Steffen Iversen. Mikill gleði var eftir leikinn og var norska þjóðin yfir sig hrifinn af árangrinum.

U.S.A voru mótherjar okkar í 8-liða úrslitum og voru þeir búnir að vinna alla leikinna í keppninni. 0-0 var staðan í venjulegum leiktíma og framlengingu þannig að það þurfti að grípa í vítaspyrnukeppni sem við unnum og var Espen Johnsen maður leiksins en hann varði 3 vítaspyrnur af 4.

Andrúmsloftið var ekki gott í klefanum fyrir leikinn í undanúrslitum gegn Japan en besti vinur Brede Hangelands lést í bílsslysi en hann ætlaði að horfa á leikinn gegn Japan, Hangeland byrjaði samt inná og auðvitað sem fyrirliði. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Japans og var draumurinn á enda. Leikmenn liðsins voru samt ekki lagðir í þunglyndi og voru þeir staðráðnir í að ná bronsinu og keppinautur okkar voru enginn aðrir en Svíar.

Við byrjuðum leikinn af miklum krafti og staðan í hálfleik var 3-0 okkur í hag og Iveresn með öll mörkin. Svíarnir minnkuðu muninn en Hæstad gerði út um leikinn með laglegu marki. Við fögnuðum gríðarlega eftir leikinn og tókum sigurhringinn í klefanum. Við fórum á næsta pub eftir leikinn og mátti sjá norskt fyllerí af bestu gerð á pubnum. Síðan lá leiðinn heim en Þjóðverjar hrepptu gullið eftir 2-0 sigur á Japönum. Þegar við komum heim biðu yfir 5.000 stuðningsmanna fyrir utan vélina og fögnuðu okkur vel og innilega.

Steffen Iversen varð markakóngur og valinn bestur á mótinu og voru þrír leikmenn liðsins valdnir í úrvalsliðið þeir: John Arne Riise, Steffen Iversen og Espen Jonshen.

Eftir mótið buðu heil 10 landslið mér þjálfara stöðu og tók ég við Mexíkó og ætla ég að ná langt með þeim. Ég þakkaði samt öllum Þjálfurunum, leikmönnunum og auðvitað stuðningsmönnunum innilega fyrir þetta tækifæri sem ég fékk og mátti sjá Norksu þjóðina bresta í grát þegar ég gaf það fram að ég væri á leiðinni til Mexíkó.


En takk fyrir mig og vonandi var þetta áhugaverð lesning ;).
“(£7,000 a week) may be enough for the homeless, but not for an international striker”´- Pierre van Hooijdonk