Target maður.. hvað er nú það?

Í mínum huga er hið fullkomna framherjapar einn target maður og annar leikmaður sem býr yfir öðruvísi hæfileikum. Target maður en venjulega stór og sterkur leikmaður sem er mikið í boltanum og kemur mörgum sendingum á samherja sinn í framlínunni.

Persónulega finnst mér mjög mikilvægt að hafa target mann í liðinu mínu, vegna þess að augljóslega finnst mér framherjaparið ekki fullkomið nema að annar sé target maður, en hef oft tekið eftir því að margir..
..a) eru ósammála
..b) vita ekki almennilega hvað target maður er eða hvað hann gerir fyrir liðið
..c) eru blanda af báðu

Það er nú einu sinni svoleiðis í Football Manager, líkt og í hinum raunverulega fótboltaheimi, að enginn tveir þjálfarar eru eins, þó sumir séu vissulega keimlíkir. Þess vegna beitum við ekki öll sömu aðferðunum og getum ekki búið yfir sömu skoðununum. Það getur vel verið að sum ykkar séuð ekki hrifin af því að nota target mann en alla þá sem hafa a.m.k. ekki prófað að nota hann hvet ég hér og nú til að prófa og taka þannig afstöðu byggða á reynslu ykkar en ekki fávisku.

Það sem mér finnst sjálfri svo frábært í fari target manns er að hann gefur oftast liðinu sínu marga kosti og tækifæri þó hann skori jafnvel lítið sjálfur, lítið bara á Peter Crouch! Crouch er frábært dæmi vegna þess að hann getur notað hæð sína og styrk í ýmislegt, eins og að framlengja sendingar frá miðjunni og köntunum með hausnum (hæðin) eða halda boltanum þangað til að restin af liðinu er komið upp í sóknina (styrkurinn). Og fyrst við erum að taka dæmi þá er Adriano jafnvel betra dæmi heldur en Crouch.

Mig langar að finna target mann í liðinu mínu eða á leikmannamarkaðnum, hverju þarf ég að leita að?

Strength –
Það segir sig sjálft að target maðurinn þinn gerir ekki mikið gagn ef hann býr ekki yfir miklum styrk. Hann þarf að geta ráðið við að varnarmennina og helst vera það sterkur að hann geri þeim lífið afskaplega leitt.

Balance –
Eftir því sem hærri tölu hann er með í balance (janfvægi), því erfiðara verður fyrir varnarmennina að ná boltanum af honum. Þessi tala verður að vera há ef hann ætlar að geta notað styrkinn sinn í eitthvað gáfulegt, eins og að halda boltanum þó að varnarmaðurinn sé alveg ofan í honum.

Heading –
Mikilvægt að hafa sem hæst í þessu því það auðveldar honum að koma sendingunum áfram á hinn framherjann og einnig að skora úr föstum leikatriðum (sem flest mörk target manna koma oft á tíðum úr).

Technique –
Eins og ég hef áður tekið fram, target menn halda boltanum og koma sendingum á samherja sína og þess vegna þarf tæknin að vera góð, sér í lagi til að taka varnarmennina á.

Passing –
Góðir target menn eru með hátt í passing vegna þess að þeir eiga mjög auðvelt með að flikka boltann áfram og koma með góðar stungusendingar.

Anticipation –
Því hærri sem þessi tala er, því betri er leikmaðurinn í að vinna skallaeinvígi og taka vel á móti sendingum.

Bravery –
Það gagnast því miður lítið að vera með einhvern aumingja sem target mann. Leikmaðurinn þarf að þora að taka varnarmenn á, fara í tæklingar og nota kraftana sína og því þarf hugrekkið að vera mikið.

First touch –
Target maðurinn verður að geta tekið á móti og haft stjórn á löngum sendingum, og því þarf þessi tala að vera sem hæst. Þessi tala segir einnig til um hversu vel og hvort leikmaðurinn þinn geti komið með töfrandi stungusendingar með einni snertingu, sem leiða til marks(dæmi: Dennis Bergkamp).

Off the ball –
Target maðurinn getur ekki bara verið góður þegar hann er með boltann heldur verður hann líka að koma með rétt hlaup og geta lesið leikinn. Með þessa tölu háa geturðu verið viss um að hann komi með hlaup inn á réttu svæðin.

Pace og Acceleration – Það skemmir ekki að vera snöggur, með og án boltans. Hraðinn gerir honum auðveldara að forðast rangstöður sem og að komast frá varnarmönnunum.

Agility – Ég myndi segja að þessi tala þurfi að vera a.m.k. 15 því þá á hann auðveldara með að forðast tæklingar.

Weight og Height –
Ég veit að það eru margir sem pæla lítið sem ekkert í hæð og þyngd leikmanna sinna, en ég hvet alla þá sem hafa ekki gert það að byrja núna. Þyngdin skiptir target mann máli því eftir því sem þyngri hann er því sterkari er hann og þar af leiðandi verður erfiðara að hrekja hann af boltanum, þó þið skuluð nú ekki tapa vitinu og kaupa 100 kg mann. Hæðin skiptir miklu máli ef leikmaðurinn er góður í loftinu, því hærri sem hann því enn betri verður hann í loftinu.


Ég veit fullvel að það er ekki hægt að finna target menn með allar þessar tölur góðar á hverju strái. Þess vegna legg ég aðal áherslu á strength, balance, heading, anticipation, bravery og heading. Ef hinar tölurnar eru líka góðar þá er leikmaðurinn ennþá betri svo það skemmir ekki að vera meðvitaður um hvað fullkominn target maður þarf að hafa. Finishing er ekki á þessum lista því sumir target menn skora lítið, aðrir mikið, og persónulega finnst mér ekkert mikilvægast að target maðurinn minn hafi 18+ í finishing þó það sé auðvitað aldrei verra. Það verður bara hver og einn að meta það sjálfur nákvæmlega hvernig target mann þarf í liðið hverju sinni.

Ég hef kannski sagt það áður en ég segi það samt aftur, að hafa target mann gerir auðveldara fyrir þig að skora. Ég hvet alla til að prófa þessa aðferð og þessi listi hérna ætti að auðvelda ykkur leitina að hentugum target manni.