Milan 2009/10 Eftir mörg ár sem þjálfari ákvað ég að taka við AC Milan
Þeir buðu mér 43 þúsund pund á viku í laun og ég var hæst ánægður með það.
Inní samningnum var 1,2m punda til samninga og 83m punda til kaupa á leikmönnum.
Markmiðin voru að vinna Seriu A og ná góðum árangri í Meistaradeildinni.
Á seinustu leiktíð þá splæstu þeir í eitt stykki Henry og eitt stykki Belletti, og kostuðu þeir samtals 63millur, Henry á 58 og Belletti á 5.

Ég byrjaði að leita af mönnum til þess að fylla í skarð Kaká og Staam, og einnig í stöðu markmanns. Var bara með einn markmann þannig mig vantaði annan markmann.

Ég fór á markaðinn og fann þar nokkra sem voru líklegir til að koma og byrjaði að eyða peningum liðsins

Þeir sem ég keypti voru:

Javier Saviola. Frá Barca, Verð: Frítt
Iker Casillas. Frá Real Madrid, Verð: Frítt
Robin van Persie(fór á láni til Lecce). Frá Arsenal, Verð: Frítt
Sebastian Deisler. Frá Bayern Munich, Verð Frítt
Roy Vos. Frá Palermo, Verð: Frítt
Taye Taiwo. Frá Marseille, Verð: 350k
Gaetano Toniolo(fór á láni til Roma). Frá Parma, Verð: 5m
Hélder Barbosa(fór á láni til Barcelona). Frá Chelsea, Verð: 2,8m
Hatem Ben Arfa. Frá Arsenal, Verð: 13,5m
Paolo Troisi(fór á láni til Parma). Frá Lazio, Verð 5m
Jean II Makoun. Frá Lille, Verð: 10m
Stefano Chuka Okaka(fór á láni til Modena). Frá Lazio, Verð: 10m
Kwabena Agouda(fór á láni til Modena). Frá Roma, Verð 3,7m
Rafael Marquez. Frá Barca, Verð: 10m
Juan Pablo Sorín. Frá Villareal, Verð: 4,9m
Julio Baptista. Frá Madrid, Verð: 25,5m

Samtals: 90,75m

Þeir sem fóru voru:

Marek Jankulovski. Til Parma, Verð: Frítt
Dario Simic. Til Elche, Verð Frítt
Valerien Ismael. Til Benfica, Verð: Frítt
Clarence Seedorf. Til Portsmouth, Verð: Frítt
Cléber. Til Real Madrid, Verð 13,5m
Thiago Zoroastro. Til Juve, verð 6,5m
Thiago De Lima Kuceki. Til Inter, Verð: 4m
Mirko Marino. Til Man Utd, Verð 8,2m
Marco Savarese. Til Modena, Verð: 1,3
Christian Abbiati. Til Palermo, Verð: 7,25m

Samtals: 40,75m

Taktíkin sem ég notaði fór eftir leikjum, 4-3-1-2 í flestum leikjum og 4-5-1.

4-3-1-2
Casillas/Leo Franco(GK)
Kaladze(DL) Nesta(DC) Marquez(DC) Belletti(DR)
Sorín(ML) Pirlo(MC) Gattuso(MR)
Baptista(AMC)
Henry(FC) Shevchenko(FC)

4-5-1
Casillas/Leo Franco(GK)
Taiwo(DL) Lamburghi(DC) Ambrosini(DC) Mancini(DR)
Ben Arfa(ML) Makoun(MC) Pirlo (MC) Baptista(MC) Deisler(MR)
Saviola/Vos(FC)

Undirbúnings tímabilið var að hefjast. Fyrsti leikurinn var á móti Schalke, ég notaði 4-5-1 og vann 2-0.
Næsti leikur var á móti AA Gent og hann vannst 1-0 með 4-5-1
Svo spiluðust 3 aðrir leikir með 4-5-1, þá var röðin komin að því að breyta um taktík og þá notaði ég 4-3-1-2. Fyrsti leikurinn var á móti Wolves og ég vann hann létt 4-0
Svo var seinasti leikurinn á undirbúnings tímabilinu á móti Pescara og ég vann hann 2-0. Ég fékk ekki mark á mig á undirbúnings tímabilinu, vörnin var greinilega að gera einhvað gott.

Fyrsti alvöru leikurinn var á móti Sampdoria í SuperCup Final, ég vann hann 3-1 í mjög spennandi leik.
Svo var röðin komin að spila við Bayern í Euro SuperCup.
Ég stillti upp 4-5-1 því flestir lykilmennirnir voru þreyttir eftir Sampdoria leikinn. Ég komst yfir á 13 mínutu með marki frá Saviola, en svo komust þeir í 2-1 með mörkum á 23. og 47. Í seinni hálfleik var skorað eitt mark og þeir skoruðu það, 3-1 tap staðreynd.

Fyrsti leikurinn í deildinni var á móti Chievo og hann var mjög léttur, vann hann 3-0.
Ég dróst í riðil með PSV, Monaco og Club Brugge í meistaradeildinni og fyrsti leikurinn var á móti PSV. Ég bjóst við hörkuleik en svo varð ekki. Ég vann 4-0 með mörkum frá Henry og Sorín, Henry skoraði þrennu. Svo komu leikir við Ternana, Fiorentina og Ascoli og ég vann þá alla 2-0. Þá kom annar leikur í meistaradeildinni á móti Monaco, þeir mættu sterkir til leiks og komust í 2-0 með mörkum á 4. og 23. min, í hálfleik hellti ég mér yfir liðið og sagði þeim a ð standa sig betur. Henry byrjaði vel í seinni hálfleik og skoraði mark strax á 47.
Svo voru liðnar 87min og ég fékk aukaspyrnu sem Pirlo tók og hann skoraði, Þannig ég fékk 1 stig útúr leiknum. Svo byrjaði fjölmiðla stríð milli mín og stjóra Juve, Fabio Capello. Hann sagðist ekki trúa að Milan gæti unnið titilinn þannig ég sagði honum að ég myndi vinna hann létt og koma í veg fyrir að Juve gæti unnið titilinn.
Leikurinn byrjaði hræææðilega og þeir voru komnir i 2-0 eftir 10min(whatthehell?) og þeir bættu við á 43. og staðan orðin 3-0 í hálfleik. Ég bað strákana um að skora allavegana eitt mark og halda haus, eeeen… Juve byrjaði á að skora aftur.. og aftur og staðan endaði 5-0 fyrir Juve. Svo kom strax aftur stórleikur á móti Roma, og ég tapaði honum 3-0(Fjölmiðlar hafa áhrif!) og ég komin niður í annað sæti með 12 stig eftir 6 leiki.
Næst kom röðin að Modena og ég tók þá í kennslustund og vann þá 4-0 með mörkum frá Pirlo og Baptista.
Svo spilaði ég við Club Bruggeg í Meistaradeildinni og vann hann öruggt 1-0.
Svo eftir 14 leiki var ég kominn áfram í meistaradeildinni og var í 3ja sæti í deildinni á eftir Juve og Roma, þannig ég varð að fara að bæta mig. Næsti leikur í deildinni var á móti Inter og ég þurfti sigur. Ég stillti upp besta mögulega liði og vann rétt 3-2 með marki sem kom á 93min.
Þegar leiktíðin var að enda var ég kominn uppí annað sæti, 3 stigum á eftir Roma og átti leik eftir á móti þeim. Ég spilaði við þá með 4-5-1 þar sem leikmennirnir voru mjög þreyttir. Þeir komust yfir á 36min en Vos jafnaði 4min seinna. Í seinni hálfleik var ég mikið betri og komst oft nálægt því að skora og það tókst á 78min þegar Vos sendi boltann á Ben Arfa og hann þrumaði boltanum inn. Ég var kominn í fyrsta sæti! En það endist stutt þar sem ég tapaði næsta leik á móti Palermo og Roma skaust upp fyrir mig aftur á markatölu. Úrslitin réðust ekki fyrren þegar það voru 2 leikir eftir af leiktíðinni. Ég vann seinustu 2 en Roma vann einn og gerði jafntefli í einum
Ég hafði unnið Seriu A!

Í ítalska bikarnum var ég kominn í 8 liða úrslit á móti Lazio, ég vann fyrri leikinn 3-0 á heimavelli og tapaði seinni 4-1. Fjórðungs úrslit voru næst. Ég lenti á móti Juve, Fyrri leikurinn fór fram á San Siro og ég vann þá þar 2-1, á þeirra heimavelli vann ég 1-0.
Úrslitin voru á móti Roma. Leikmennirnir voru tilbúnir í leikinn en þurftu að hafa fyrir þessu. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1 en á 113min skoraði Henry gullfallegt mark og ég vann ítalska bikarinn!

Í 16 liða úrslitum í meistaradeildinni fékk ég Man Utd, ég byrjaði á úti velli og tapaði þar 1-0 fyrir sterku liði Manu. Þegar seinni leikurinn var voru allir lykilmennirnir vel hvíldir og tilbúnir í að pakka Man Utd saman, en við náðum bara að vinna 2-0 og vorum komnir áfram. Í 8 liða úrslitum fékk ég Liverpool. Og vann þá létt 2-0 og 1-0 og var kominn í 4ja liða úrslit. Ég fékk Barca en réði engan veginn við þá og tapaði 3-0 og 1-0. Ég var dottinn út en stjórnin og aðdáendur voru ánægðir með árangurinn.


Uppgjör tímabilsins:

Seria A: 1sta sæti(Meistari)
EuroSuper Cup: Tap (v FC Bayern)
Meistaradeildin: 4ja liða úrslit
Ítalski Bikarinn: Sigurvegari (v Roma)
Ítalski Ofur bikarinn: Sigur (v Sampdira)

Markahæstur: Henry: 28mörk
Flestar Stoðsendingar: Pirlo: 17
Flest MoM: Pirlo: 7
Gul Spjöld: Marquez: 13
Rauð Spjöld: Marquez: 2
Meðal Einkunn: Pirlo 7,50
Leikmaður ársins að mati stuðningsmanna: Henry

Pirlo og Henry voru valdnir í Lið ársins

Stjórnin bauð mér nýjan samning uppá 52 þúsund pund á viku en ég er ekki viss hvort ég taki því, langar að prófa einhvað nýtt ;]