Ég hef nú ekkert verið að fylgjast með þessu áhugamáli neitt og það er örugglega einhver sem hefur sagt þetta sem ég ætla að segja.

Ég hef nú verið spila Manager síðan 96-96 kom út að mig minnir og alltaf verið svona að skiptast á deildum, en samt verið mest í þeirri ensku. Ég er hef heldur ekki altaf verið að stjórna stórliðum en það kemur nú fyrir.

Ég setti nýjasta leikinn inn í tölvuna um daginn svona aðeins til að leika mér þegar ég hef ekkert að gera, ég ákvað að stjórna Man Utd.

Ég hef nú oft tönglast á því að kaupa alveg BUNCH af leikmönnum er algjört bull en ég keypti samt einn, Yngvar Håkonsen áður en tímabilið byrjaði, svo fór ég að grafa í varaliðinu og tók upp í aðalliðið þá: Alex Notman, Daniel Nardiello, Danny Webber og Jonathan Greening. Ég er búinn að spila um 26 leiki í deildinni á 1. tímabilinu(hef nú lengst komist á 8. tímabil, þannig að ég er enginn newbe í þessum leik) og er efstur með 10 stiga forskot á næsta lið og er með markahlutfallið 66 mörk skoruð og 23 fenginn á okkur. Dwigt Yorke er búinn að skora 22 mörk, Alex Notman er búinn að skora 15, Danny Webber er búinn að skora 10 og Andy Cole einnig 10(ég tel líka með FA,LC og CL).

Þessir ungu leikmenn eru allir búinr að skora amk. 5 mörk. Þvílík snilld!

Ég leyfi Giggs, Beckham og Scholes svona stundum að spila, bara þegar hinir eru slappir og sonna.

Það er líka fínt að setja Fortune alveg á vinstri kantinn og setja Giggs vinstra meginn alveg upp við sóknarmennina eða bara við hliðina, hann skorar alveg helvíti mikið en því miður fyrir hann eru hinir að skora meira.

Þið verðið að afsaka hvað þetta er löng grein og kanski ekki innihaldsmikil en ég varð bara að koma þessub frá mér.


Takk Fyrir!
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian