Góðan daginn,

Í Manchester United save'inu mínu er ég kominn á season 2005/2006 og var kominn tími á endurnýjun í liðinu.

Mig langaði til að segja ykkur frá nokkrum ungum gaurum sem ég er kominn með og gæti verið sniðugt að kaupa á fyrstu seasonum.

Fyrst er það Alan Young, Enskur AMC/F (Centre) 23 ára (núna 05/06) og var því um 18 ára á fyrsta tímabili.

Hann byrjar hjá Swindon og er þar til 2002/2003 og fór þá til Grimsby fyrir slikk, 275þúsund pund.

Spilaði 3 tímabil með þeim, svona 15-20 leiki hvert season með meðaleinkunn uppá 7.14, 7.21 og 7.83, s.s stighækkandi.

Einn scoutinn minn fann hann en því miður voru scoutar hjá Barcelona og Real Madrid líka búnir að finna hann og vorum við því í smá verðstríði um hann, boðið byrjaði í 5mills en endaði með “sigri” mínum í 7.0 milljónum punda.

Hann er búinn að spila 13 leiki með 6 mörk og 8 í einkunn, soldið erfitt fyrir hann að komast inní aðalliði núna þar sem Anelka og Nistelrooy eru að brillera, anelka með 62 leiki og 59 mörk og nistelrooy 46 leiki og 36 mörk.

Hann er núna metinn á 7milljónir og eru þjalfararnir sífellt að nöldra í mér um að gefa honum meiri séns í byrjunarliðinu og að hann sé að þróast í frábæran leikmann.

Snilldarkaup ef maður stefnir á langt “save”, hann fer að brillera uppúr 22 ára aldri.

Næsti leikmaður sem ég ætla að fjalla um er Hugo Leal.

Hugo Leal er 25 ára portúgalskur(um tvítugt á fyrsta seasoni) AMC sem vex jafnt og þétt og verður mjög verðmætur leikmaður um 25,26,27 ára aldur.

Hann byrjar ferilinn hjá Atlético Madrid og er keyptur þaðan eftir 2 tímabil, af Valencia á frekar mikinn pening miðað við getu þá, 6 milljónir punda.

Hjá Valencia spilaði hann 4 tímabil með meðaleinkunn frá 7.38 til 7.50.

Þá fyrst fer ég að taka eftir honum og læt scout'ana fylgjast með honum.

Þeir mæla eindregið með honum og varð ég svo heppinn að ná honum á free transfer tímabilið 2004/2005.

Þá var hann metinn á 8.5milljónir og menn farnir að telja hann framtíðar stórstjörnu og ég því gífurlega ánægður með að hafa náð honum þar sem að alls 8 klúbbar voru að bjóða honum samning.

Núna hefur hann spilað 23 leiki hjá mér, 7 mörk og 10 stoðsendingar og meðaleinkunn uppá 7.65.
Verðmiðinn hefur hækkað all verulega og er hann núna metinn á 15.25 milljónir punda og virðist ekkert ætla að hætta að hækka, þó svo að hann sé ekki byrjunarliðs maður, deilir AMC sætinu með Alan young, kempunni Paul Scholes og Alex Pinardi sem ég ætla að segja frá hér á eftir.

Önnur snilldarkaup, leikmaður sem ætti að vera hægt að fá á 2-4milljónir í upphafi.

Einsog ég sagði þá ætla ég aðeins að segja frá Alex Pinardi.

Pinardi er núna 25 ára(Um tvítugt á fyrsta tímabili), ítalskur AM(Right,left,centre).
Mjög efnilegur strákur sem vex með hverju tímabili.

Hann byrjar hjá Atalanta og “elst upp” hjá því félagi, spilar 5 tímabil hjá þeim og alltaf fleiri og fleiri leiki, meðaleinkunninn er frá 7.84 og uppí 8.14.

Tímabilið 2003/2004 fékk ég hann á free transfer, þá metinn á 5milljónir punda.

Síðan hefur hann vaxið jafnt og þétt,spilað fleiri og fleiri leiki og haldið meðaleinkunn, hann er ekki mikill markaskorari en stendur fyrir sínu og gefur góðar sendingar.

Núna er hann metinn á 9milljónir og býst ég við því að hann eigi eftir að veita Hugo Leal og Alan Young harða samkeppni um AMC sætið á næsta tímabili.

Þá er það komið í bili, aldrei að vita nema ég segi frá því hvernig mér gengur að stokka upp vörnina sem er orðinn ansi gömul og slöpp.