Hednesford Town 2006-2007 Eftir frábært tímabil 05/06 þar sem nýliðarnir í Hednesford unnu Conference North nokkuð örugglega var komið að mikilli uppbyggingu og hafist handa við að endurreisa þetta gamla félag.

Ég vissi að það þyrfti að styrkja leikmannahópinn töluvert ef við ætluðum okkur einhverja hluti.

Stjórnin vildi bara að liðið myndi halda sæti sínu í deildinni en ég hafði meiri metnað en það. Mín áætlun var að vera í kringum 9-10 sætið og allt þar fyrir ofan væri bónus.

Ég byrjaði á því að reyna að finna einhverja sterka spilara. Ég leitaði vandlega og tók mér góðan tíma í leitina. Ég tók fyrst og fremst eftir leikmönnum sem áttu ekki fast sæti í liði sínu í L2 og L3 aðallega.

Að lokum var þetta niðurstaðan,

Leikmenn inn:

Andrew Bond - 1k - Crewe
Lee Vaughan - Free - Walsall
Chris Hall - Free - Oldham
Jamie Burns - Free - Blackpool
Michael Stringfellow - Free - Free
Robert Wolleaston - Free - Free
Simieon Howell - Free - Free
Chris Plummer - Free - Free
Kyle Moran - Free - Free
Steve Moran - Free - Free
Danny Morgan - Free - Free
Lee Goodwin - Free - Free
Brian O'Callaghan - Free - Free
Kevin Austin - Free - Free


Leikmenn að láni:

Kyle Wilson - Crewe
Michael Collins - Huddersfield
Paul Linwood - Tranmere
Philip Phalethorpe - Tranmere


Samtals: 1k


Leikmenn út:

Tom Marshall - Free
Chris Branch - Free
Lee Williams - Free - Woking
Colin Hunter - 14k - Aylesbury
David Powell - 3k - Hucknall
Cris Barrow - 6k - Macclesfield
Brian O'Callaghan - Free - Doncaster


Samtals: 23k


Deildin byrjaði ekki nógu vel og vorum við frekar óheppnir í fyrstu leikjunum en svo small þetta saman um miðbik deildarinnar og við vorum svona að dóla í kringum 4-6 sætið lengi vel. Á seinni kafla deildarinnar seig hinsvegar á ógæfuhliðina og töpuðum við seinustu leikjunum og féllum alla leiði niður í 9 sætið!

Þetta var frekar svekkjandi niðurstaða þar sem ég var að vonast að komast í umspil um sæti í 3.deild á næsta keppnistímabili.

Liðið mitt var oftast þannig skipað:

GK: Dittmer
DL: Griffin
DR: R. Adams
DC: Teesdale
DC: Craddock
DMC: Stringfellow
MC: Wolleaston
MC: Collins
AMC: Heath
FC: Frew
FC: Wilson

Lykilmenn í liðinu voru án efa: Teesdale, Heath og Wilson. Robert Heath skoraði 20 mörk á tímabilinu og var valinn leikmaður ársins (að mati stuðningsmanna).

- Ég hef ekki skrá yfir meiri tölfræði þar sem leikurinn virðist deletea sögu hvers tímabils eftir 2 ár þar sem ég er með 6 deildir valdar og fullt af aukalöndum. Því miður verður þetta þá að vera svona snubbótt.

Tímabilið 07/08 er í fullum gangi núna og er ég búinn að styrkja liðið gífurlega, þegar hér er komið við sögu sitjum við á toppi deildarinnar með 39 stig ásamt 2 öðrum liðum eftir 18 umferðir. Svo framtíðin er björt í Hednesford!
Fat Chicks & A Pony….