Stafford Rangers Stafford Rangers: English Conference North

Ég ætla ekki að skrifa svona sögu í kringum þetta eins og margir hafa gert því að ég treysti mér ekki í það sökum lélegs hugmyndaflugs. Allavega…

Ég ákvað að taka við litlu félagi svo að ég vildi taka við liði í Norður-Utandeildinni á Englandi því að það er eina deildin á Englandi sem að ég hef aldrei spilað í í Manager. Eftir að hafa litið yfir úrvalið í smá stund ákvað ég að velja mér lið sem heitir Stafford Rangers og er lítið lið í bænum Stafford á Englandi.
Liðið var ágætalega statt fjárhagslega miðað við utandeildarlið, engin ógreidd lán né skuldir og átti um 42 þúsund pund þegar ég tók við þeim. Völlurinn, Marston Road, var lítill eins og félagið og tók um 3000 manns, þar af 426 í sæti. Mér var boðinn hálfs árs part-time samningur með aðeins 50 pund á viku en það varð að duga. Liðið var ekki atvinnumannafélag svo að ég byrjaði á því að bjóða megninu af leikmönnunum atvinnumannasamning. Ég fékk skiljanlega engan pening til leikmannakaupa en 70% ágróða af leikmannasölu færi í pening til kaupa á nýjum leikmönnum. Ég sá að ég þurfti að vera duglegur við að leita að mönnum sem voru samningslausir eða með samning sem var við það að renna út vegna þess að hópurinn var alls ekki nógu sterkur. Hérna er útkoman af leikmannamarkaðinum:

Fengnir fyrir tímabilið:

Jörg Stiel - GK - Frítt - Var samningslaus
Chris McDonald - DC - Frítt - Var samningslaus
Daniel Perry - DR - Frítt - Var samningslaus
Ahmed Sidibé - ST - 1k - Frá Avranches
Jonathan Harkness - 1k - DCL - Frá Walsall (kom í lok tímabils)
Samtals: 2k

Fengnir á lán:

Chris Williams - ST - Frá Stockport
Craig James - WB/ML - Frá Port Vale
Daryl Taylor - AMRL - Frá Walsall

Farnir fyrir tímabilið:

Alex Gibbsons - Samningur rann út
Neil Grayson - Samningur rann út
Richie Miller - Samningur rann út
Glyn Blackhurst - 1k - Til Whitby
Lee Downes - 1k - Til Tamworth
Nathan Smith - 1k - Til Evesham
Danny Edwards - 1k - Til Halesowen
Samtals: 4k


Sterkustu mennirnir sem ég fékk til mín voru án efa Jörg Stiel, 37 ára reynsuapi sem var klárlega langbesti markmaður utandeildarinnar og sennilega alveg upp í League One og Ahmed Sidibé, 30 ára Máritanskur landsliðsmaður.

Ég spilaði mína eigin útgáfu af 4-4-2 og notaði stundum tígulmiðju. Mitt sterkasta lið var svona:

GK - Jörg Stiel
DR - Daniel Perry
DL - Liam Murray/Jonathan Harkness
DC - Chris McDonald
DC - Craig McAughtrie/Mark Wright
MR - Robin Gibson
ML - Nathan Talbot/Craig James
MC/AMC - Kevin Street
MC/DMC - Levi Read
ST - Chris McDonald
ST - Ahmed Sidibé

Fyrir tímabilið keppti ég fimm æfingaleiki og þar vannst enginn. Svosem ekkert svakalegt áhyggjuefni því að ég keppti þar í 4 af 5 leikjum við lið úr fyrstu deildinni.
Mér var spáð öruggu miðjusæti fyrir tímabilið og það byrjaði á erfiðum leik við eitt af sigurstranglegustu liðunum, Lancaster. Sá leikur endaði með 2-2 jafntefli þar sem ég hafi komist í 2-0 og þeir að lokum jafnað metin með marki á 92.mínútu. Næsti leikur var gegn Hinckley sem tapaðist 3-1 þar sem liðið mitt var arfaslakt. Þetta ætlaði ekki að byrja vel. Því næst átti ég leik við Worchester sem var spáð sæti í toppbaráttunni og ég sá fram á þriðja tapið mitt en þetta gekk mun betur en ég hélt og ég vann nokkuð örugglega 4-2. Þar á eftir vann ég næstu þrjá deildarleiki og um jólin var ég kominn í toppsæti deildarinnar, einu stigi á undan Nortwich sem var í öðru. Áfram hélt deildin og allt virtist ganga upp, sérstaklega varnarleikurinn því að ég fékk á mig langfæst mörk í deildinni þetta árið og náði ég að halda hreinu í 20 af síðustu 23 leikjunum. Mér var boðinn nýr samningur í febrúar og var það atvinnumannasamningur og gildir hann í eitt ár. Uppistaðan var að ég vann deildina nokkuð örugglega eða með 21 stiga forskoti.

Staða efstu liða:

1. Staf. R. +55 93 C
2. Nortwich +21 72 P
3. Lancaster +22 69
4. Worchester +13 69
5. Workshop +18 68

Staða neðstu liða:

21. Vauxhall M. -21 41 R
22. Stalybridge -49 28 R

Ég tók þátt í tveimur bikurum, FA Cup og FA Trophy. Mér gekk mjög vel í FA Trophy sem að er bikar sem aðeins utandeildarliðin spila í og mér tókst að vinna hann. Ekki gekk eins vel í FA Cup en þó alveg sæmilega. Hér eru liðin sem ég mætti:

FA Cup:
Second Qualifying Round: Halesowen 0 - 2 Stafford Rangers
Third Qualifying Round: Ashton Utd. 0 - 2 Stafford Rangers
Fourth Qualifying Round: Southport 0 - 2 Stafford Rangers
First Round: Stafford Rangers 1 - 0 Altrincham
Second Round: Workington 1 - 3 Stafford Rangers
Third Round: Blackpool 2 - 0 Stafford Rangers

Var þokkalega sáttur með árangurinn og var mjög heppinn með drátt alveg fram í þriðju umferð.

FA Trophy:
Second Qualifying Round: Stafford Rangers 2 - 0 Prescot Cables
Third Qualifying Round: North Ferriby 0 - 2 Stafford Rangers
First Round: Frickley 2 - 4 Stafford Rangers
Second Round: Stafford Rangers 3 - 1 Woking
Third Round: Hereford 0 - 5 Stafford Rangers
Fourth Round: Dag.&Redbridge 0 - 4 Stafford Rangers
Semi Final 1st. Round: Lancaster 3 - 3 Stafford Rangers
Semi Final 2nd. Round: Stafford Rangers 1 - 1[4-4] Lancaster - Ég áfram á útimörkum
Final: Exeter 0 - 1 Stafford Rangers

Var mjög sáttur með tímabilið í heildina og þá sérstaklega með að fara upp.

Tölfræði liðsins(meðaltal í sviga fyrir aftan):
Leikir spilaðir: 57
Mörk skoruð: 116(2)
Mörk fengin á sig: 36(0.6)
Gul Spjöld: 56(1)
Rauð Spjöld: 4(0.1)
Meðal áhorfendafjöldi: 870
Markahæsti maður: Chris Williams 21/ Ahmed Sidibé 17, Ahmed var meiddur stóran hluta tímabilsins
Flestar stoðsendingar: Nathan Talbot 19
Flestar mömmur(MOM): Nathan Talbot 9
Flest Spjöld: Chris McDonald 6gul&2rauð
Hæsta meðaleinkun: Nathan Talbot 7.69

Fjárhagurinn endaði í 277þ pundum í gróða og nú er ég að undirbúa mig fyrir næsta tímabil.

Á maður að skella framhaldi á þetta..?