Ég er að spila með Grindavík og er á 4. tímabili, og var rúmlega hálfnaður með það. Var að gera góða hluti í deild og bikar en í Evrópukeppni meistaraliða var ég um það bil að fara að detta út í annarri umferð. Sló út eitthvað aula A-Evrópulið í fyrstu umferð en lenti svo á Partizan Belgrad í annarri umferð og hafði svona nokkurn veginn ekki roð í þá. Þar að auki voru 4 lykilmenn meiddir, Paul McShane, Bjarni Ólafur Eiríksson og tveir aðrir sem ég man ekki hverjir voru :) (þetta gerðist um helgina og ég er búinn að gleyma sumum smáatriðum!). Svo gerðist það á laugardaginn þegar ég var að taka til í save-unum mínum og henda út temp save-um að ég hendi út vitlausu save-i! Þegar ég lóda svo last played game, því sem ég hélt að væri rétt save er bara allt í einu ekki nema ein umferð búin! Ég var nett pirraður en lét þetta ekki á mig fá og spilaði af krafti, eða þangað til að ég var um það bil að verða of seinn í útskriftarveislu.

Núna er ég kominn á nokkurn veginn sama stað, og meira að segja aðeins lengra, og er kominn í 3. umferð í undankeppninni fyrir Meistaradeildina. Það fór nefnilega þannig í þetta skiptið að við mættum EB/Streymur frá Færeyjum í fyrstu umferð sem við unnum (að sjálfsögðu) samanlagt 3-2. Í næstu umferð fékk ég svo heldur léttari andstæðinga en áður, og að auki voru menn ekki jafn meiddir og áður. Spiluðum við núna við Maccabi Haifa frá Ísrael og er skemmst frá því að segja að við unnum þá samanlagt 6-2, þar sem heimaleikurinn endaði 4-1 og setti framherjinn knái Daniel Fajers þrennnu (http://www.ufc.se/index.asp?page=828). Grindavík komnir með annan fótinn í meistaradeildina takk fyrir! Því miður fengum við sennilega ekki léttustu andstæðinga, Debrecen frá Ungverjalandi hefðu t.d. verið óskandi en við lentum á móti Dinamo Kiev. Fyrri leiknum er lokið og endaði hann með jafntefli, 1-1. Kænugarðsmenn voru mun meira með boltann og sóttu ákaft en við vörðumst vel og náðum að pota einu. Svo er bara að bíða og sjá hvort maður nær að hrista einhver tromp fram úr erminni í seinni leiknum!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _