Man Utd - Næstum flekklaus sigurganga! Ætla að koma með smá sögu inn í þetta;)

Eftir mörg ár í atvinnumennsku að spila fyrir Blackburn, ákvað ég að setjast í helgan stein. Eftir nokkur ár í að slappa af, ákvað ég að reyna fyrir mér í þjálfarastarfinu. Eftir nokkra bið í að fygljast með þjálfarastöfum sem væru að losna tók ég eftir því að Man Utd óskaði eftir manni í þjálfarastarf. Ég sendi inn umsókn og var ekki að gera mér miklar vonir. En viti menn, ég fékk starfið, stjórn Man Utd vildi prófa eitthvað nýtt.

Ég byrjaði strax að hrista upp í liðinu.


Þeir sem að ég seldi voru:

E van der sar
G Neville
L Miller
F Brandy
L Saha


Þeir sem að ég keypti voru:

C Cudicini
M Ballack
H Hreidarsson
E Gudjohnsen


Byrjunarliðið mitt:

GK T Howard
DC M Silvestre
WBL W Brown
DC H Hreidarsson
MC J O'Shea
WBR R Ferdinand
AML C Ronaldo
MC P Ji-Sung
AMR R Giggs
FC W Rooney
FC P Scholes

Í Tactic, þá notaði ég mína útgáfu af 4-4-2.

Liðið á bekknum:

C Cudicini
G Heinze
R Keane
M Ballack
A Smith
R van Nistelrooy
G Rossi


Fyrsti leikurinn var gegn mínu gamla liði, Blackburn. Leikurinn byrjaði á því að W Rooney skoraði eftir góða sendingu frá P Scholes. Fyrsta markið sem að liðið skoraði, undir minni stjórn. Þegar að fyrri hálfleik bar að var staðan 1-0. Ég hrósaði öllu liðinu vel, þurfti bara aðeins að skamma Silvestre, en mest hrósaði ég W Rooney og P Scholes fyrir glæsilega samvinnu, sem að kostaði Blackburn mark. Einnig var ég glaður með snaggaralega björgun frá T Howard þegar að Silvestre klúðraði vörninni og hleypti sóknarmanni Blackburn inn í dauðafæri.
Seinni hálfleikurinn byrjaði. Blackburn kom strax í sókn en O' Shea náði boltanum af þeim og gaf hann áfram á Ji-Sung sem að gaf hann áfram á C Ronaldo, sem að skoraði glæsilegt mark! Staðan var orðin 2-0 fyrir okkur. Seinni hálfleikurinn kláraðist. Í fyrsta leiknum sem ég hafði stýrt liðinu í endaði með sigri á mínu gamla félagi.
Það var gott.


Á næstu dögum keppti liðið við Wigan, leikurinn endaði 2-1 fyrir okkur. Næst keppti liðið mitt á móti Sunderland. Annar glæsilegur sigur, 3-1 fyrir okkur. Næsti leikur var á móti Bolton og unnum við þá 4-1. Vá, mér leið vel þegar við unnum hvern sigurinn á fæti öðrum. Það eina sem ég var ekki ánægður með var það hvernig varnarmennirnir hleyptu sóknarmönnum andstæðingsins framhjá sér, en það hafði oft kostað okkur mark. Liðið mitt hafði aldrei fengið cleen sheet nema einu sinni. Mér fannst það ekki nógu gott.


Í tvær vikur var ekki mikið að gera hjá mér, þar sem að flestir leikmennirnir höfðu verið kallaðir til að keppa fyrir landsliðin sín.
Það eina sem ég gerði í fríinu var að ákveða að fara yfir málin með varnarmönnunum, eftir leikinn gegn West Ham, sem var á næsta leiti.


Leikurinn gegn West Ham byrjaði frábærlega, P Ji-Sung skoraði flott mark eftir góða sendingu frá R Giggs. Staðan var nú orðin 1-0 fyrir okkur. Ég vonaðist til þess að varnarmennirnir myndu nú byrja að standa sig í stykkinu. Aldeilis ekki! Vegna slæmra mistaka Hreidarsson jafnaði West Ham! Úff, ekki gott. En sem betur fer stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks, kom P Scholes hlaupandi með boltann að marki West Ham og skoraði vel þegið mark að minni hálfu.
Í lok fyrri hálfleik hrósaði ég öllum í liðinu nema varnarmönnunum. Ákvað að segja ekki orð við þá. “Þeir vita alveg upp á sína sök” hugsaði ég.
Seinni hálfleikurinn byrjaði. West Ham byrjaði í sókninni. Sóknarmaður þeirra hljóp fram og sólaði R Ferdinand og hljóp framhjá Silvestre og landaði boltanum í markinu og jafnaði stöðuna í 2-2. Mitt lið fór í sóknina. W Rooney var kominn í dauðafæri þegar að varnarmaður West Ham braut illa á honum. Hann meiddist og þurfti að koma út af. Ég setti R van Nistelrooy í staðinn. Eitt mark átti eftir að koma í leiknum. Og auðvitað þurfti það að koma frá hægrimanni West Ham, þegar að lokamínútan var eftir.
Ég hafi tapað fyrsta leiknum mínum sem þjálfari.
Nú var ég reiður út í varnarmennina.


Eftir leikinn kallaði ég alla varnarmennina til mín á fund. Ég gerði þeim það ljóst að ef í næsta leik gegn Liverpool, þeir myndu ekki standa sig betur í vörninni, myndi ég sekta þá og láta reyna á varavarnarmennina.


Leikurinn gegn Liverpool byrjaði. Liverpool byrjaði sóknina en sóknin var stöðvuð af varnarmönnunum mínum, sem gáfu boltann áfram á O'Shea sem gaf hann áfram til Giggs sem skoraði glæsilegt mark! Ég hoppaði gjörsamlega upp yfir mig af gleði. Staðan var orðin 1-0 fyrir okkur.
Á loka mínútu fyrri hálfleiks skoraði…..R van Nistelrooy annað markið okkar í leiknum! Glæsilegt! Staðan orðin 2-0. Fyrri hálfleikurinn kláraðist. Hrósaði ÖLLU liðinu eins vel og ég gat, þangað til að ég þurfti að anda, því að það leið næstum því yfir mig. Seinni hálfleikurinn byrjaði og P Scholes skoraði þriðja markið í leiknum!!!! Ég trúði varla mínum eigin augum. Staðan var 3-0, þetta var rúst. Glæsilegt!
Leikurinn endaði. Eftir leikinn fór ég á pöbbinn með liðinu til að fagna sigrinum. Varnarmennirnir voru að standa sig vel, eins og allt liðið. Æðislegt.


Eftir tvær vikur bar leikinn við Arsenal að garði. Ég var mjög bjartsýnn fyrir leikinn, hvað annað gat ég verið eftir 3-0 sigur á Liverpool!?
Leikurinn á móti Arsenal byrjaði. Við byrjuðum í sókninni. Og á lokamínútu fyrri hálfleiks skoraði Henry fyrir Arsenal. Staðan var orðin
1-0 fyrir þeim og fyrri hálfleikurinn var búinn. Ég brýndi fyrir öllu liðinu að muna eftir öllu sem að ég hafði kennt þeim(nefni það ekkert hér, tæki of langan tíma).
Seinni hálfleikurinn byrjaði. Og viti menn! C Ronaldo jafnaði metin með frábærum skalla eftir sendingu frá Giggs sem að var að taka horn.
Og á lokamínútu leiksins skoraði J O'Shea sigurmarkið í sigurleik liðs míns á Arsenal.
Man Utd var komið í fyrsta sæti í
Premier Divison.

Daginn eftir leikinn kallaði stjórn Man Utd mig á sig fund. Þegar á fundinn var komið byrjaði stjórnin að lofa mig í bak og fyrir. Hún talaði jafnvel um að þetta gæti verið að fara sömuleið og “titlaárið” mikla árið 1999.


Jæja, hvernig fannst ykkur? Gæti jafnvel komið með framhald:)

Kv. Coolistic