Hednesford Town 2005-2006 Eftir margra mánuða leti á atvinnuleysisbótum var komið að því að finna sér mannsæmandi vinnu. Ég gluggaði á fréttirnar í enska dagblaðinu og sá ég nokkrar auglýsingar, “auglýst eftir skúringarkonu/manni í hlutastarf” nei hentaði mér ekki hugsaði ég með mér, “sópari í sjoppu með 10 ára reynslu amk óskast”, nei þetta voru glataðar vinnur allt saman og bjó ég mig undir það að halda letinni áfram en þá rakst ég í rogastans þegar ég sá litla auglýsingu á öftustu síðu blaðsins, heldur tepurlega og litla um sig. Lítið félag í Ensku Conference Nationwide North var að auglýsa eftir þjálfara. Þetta lið hét Hednesford Town og voru nýkomnir upp í þessa neðstu deild Englands. Fyrir þá sem ekki vita eru Norður og Suðurrdeildirnar, deildir fyrir neðan sjálfa ensku utandeildina.

Ég hringdi spenntur í stjórnarformann liðsins, Steve Price. Hann tók mér óvenju vel og eftir smá babbl og nokkra brandara var ég ráðinn á svona ”prufu-samning” hjá liðinu.
Ég varð himinlifandi og hélt rakleiðis á minn fyrsta fund þar sem ég hitti leikmenn liðsins og fór yfir mál þeirra.

Liðið var ekki illa statt fjárhagslega miðað við utandeildarlið. Engin ógreidd lán eða neitt þvíumlíkt og völlurinn tók 6500 manns (1025 sæti).

Ég fékk engan pening til leikmannakaupa eins og var kannski að búast við en ég ákvað að reyna að krækja í einhverja fría leikmenn sem myndu reynast liðinu vel.

Leikmenn inn:

Emeka Nwadike – Free – Alfreton
Tim Dittmer - Free - Vauxhall Motors
Michael Frew Free Nuneaton
Andrew Middlebrook – Free- Rotherham
David Powell – Free – Free
Adam Griffin – 1k – Oldham
Darren Craddock – 1k – Hartlepool
Mark Corneille – 1k – Gillingham
Andrew Bond – 1k – Crewe (lok tímabils)
Jonathan Harkness – Loan – Walsall
Chris Williams – Loan - Stockport


Samtals: 4k


Leikmenn út:

Paul Szewczyk – 16k – Hendon
Ross Dyer – 14k – Hastings Utd.
Andrew Middlebrook – 10k – Gretna


Samtals: 40k


Ég hafði ekki mikla breidd og því ákvað ég að semja við 6 leikmenn úr varaliði og u-18 ára liðinu. Einnig réð ég nokkra þjálfara og tvo sjúkraþjálfara til viðbótar.

Ég spilaði 4 æfingaleiki á undirbúningstímabilinu og unnust 3 en 1 tapaðist. Þetta voru allt mjög jafnir leikir. Megnið af leikmönnunum skrifuðu undir atvinnumannasamning og þar af leiðandi fylgdi stíft æfingaprógram. Leikmennirnir bættu sig mjög mikið.

Deildin byrjaði mjög vel og vann ég 4 af fyrstu 5 leikjunum en 1 fór jafntefli. Sat ég á toppi deildarinnar. Ég jók jafnt og þétt forskotið, Worksop var eina liðið sem veitti mér verðuga samkeppni um titilinn.

Ég spilaði mitt elskulega 4-1-2-1-2 kerfi , þaulhugsað kerfi sem átti að færa mér nóg af mörkum og jafnframt þétta vörn. Byrjunarliðið mitt var oftast þannig skipað:

GK: Tim Dittmer
DL: Adam Griffin
DR: Darren Craddock
DC: Lee Barrow
DC: Richard Teesdale
DMC: Jack Rogers
MC: Grant Beckett
MC: Jamie Barrett
AMC: Colin Hunter
FC: Chris Williams
FC: Michael Frew


Dittmer var mjög traustur í markinu og gerði sjaldan mistök. Lee Barrow batt vörnina saman ásamt því að skora þónokkur mörk beint úr aukaspyrnum enda mikill aukaspyrnu sérfræðingur þar á ferð. Chris Williams var markahrókur liðsins og skoraði heilan helling af mörkum, hann meiddist svo þegar það voru 8 leikir eftir af tímabilinu og var frá í 4 – 7 mánuði, það var mikil blóðtaka fyrir liðið. Lánssamningnum hans var rift og Hednesford tapaði sínum fyrsta leik í 17 leiki í fjarveru Williams.

Við náðum að halda haus þrátt fyrir að missa mikilvægasta mann liðsins, unnum deildina nokkuð örugglega með 12 stiga mun!

1st. (C) Hednesford - 42 (67-25) +42 - 92 pts.
2nd.(PL)Worksop - 42 (62-47) +15 - 80 pts.
3rd. (PL)Barrow - 42 (55-53) +2 - 66 pts.


Uppgjör Tímabilsins:


English (CON) North: 1.sæti
FA Cup: 3 umferð (qualifying)
FA Trophy: 1 umferð
Markahæsti Leikmaður: Chris Williams , 20 mörk
Flestar Stoðsendingar: Michael Frew, 12
MoM: Jonathan Harkness, 7x
Meðaleinkunn: Lee Barrow (7,28)
Leikmaður ársins (að mati stuðningsmanna): Chris Williams

Nýliðarnir í Hednesford fóru óvænt upp í utandeildina og töldu margir að liðið myndi engan veginn fara upp þetta árið, haft var eftir Hednesford goðsögninni Joe O'Connor að hann hefði verið mjög hissa á þessu

Þjálfarinn hefur gefið út þá yfirlýsingu að hann hyggst styrkja hópinn mjög mikið fyrir næsta tímabil og freista þess að hafna ofarlega í deildinni, að komast upp um deild 3 árið í röð fyrir væri mikið afrek fyrir Hednesford!
Fat Chicks & A Pony….