FH 2006-2007 Eftir mjög gott tímabil 2005-2006 settum við markið hærra. Ég var með mjög sterkt lið miðað við íslenskan mælikvarða en við þyrftum að bæta við sterkum leikmönnum og góðum spilurum. Ég ákvað líka að ég þyrfti að losa mig við óþarfa útlendinga sem einungis hirtu pening fyrir veru sína en lögðu lítið til liðsins. Æfingaaðstan var bætt í Krikanum og varð langbesta æfingaaðstaðan á Íslandi. Ég fékk 140 M króna til leikmannakaupa. Ég fór á leikmannamarkaðinn og fann nokkra gutta. 2 Íslendingar voru á óskalistanum mínum, KR-ingurinn Sigmundur Kristjánsson sem hafði verið á láni hjá okkur tímabilið áður og KA-maðurinn efnilegi Pálmi Rafn Pálmason en samningar náðust við hvorugan leikmanninn þannig ég þurfti að leita að öðrum kumpánum.

Ég datt niður á mjög sterka norðmenn sem höfðu verið að gera það gott í 2.deildinni þar í landi. Tommy Eide Moster hafði skorað 22 mörk í 34 leikjum fyrir Haugesund og var ég mjög spenntur fyrir honum. Johannes Strom var 19 ára, eldsnöggur senter sem mér leist afar vel á en hann var einnig að mála hjá Haugesund. Eftir frekari málalenginar urðu þetta niðurstöðurnar:

Leikmenn inn:

Gunnar Þór Gunnarsson – Free – Fram
Bjarni Ólafur Eiríksson – Valur – 200 þús
Kristján Ari Halldórsson – ÍR – Free
Jón Skaftason – Free – Free
Rafn Heiðdal – Free – Höttur

Johannes Strom – Haugesund – 5,5 M
Tommy Eide Moster – Haugesund – 2,2 M
Kenneth Gustafsson – Keflavík – 1,4 M
Thomas Sorensen – Husum – Free
Andreas Solvang – Stromsgodset – 1 M
Thomas Overby – Haugesund – 200 þús
Tomi Ameobi – Leeds - Free
Michael Kone – Anderlecht - Free
Espen Skogland – Haugesund – 200 þús
Lars Ovrebro – Haugesund – 1 M


Samtals: 11,5 M

Leikmenn út:


Sigmundur Pétur Ástþórsson – Free – Víkingur Ó.
Ólafur Páll Snorrason – 200 þús - Afturelding
Guðmundur Sævarsson – Free - KR
Hallur Kristján Ásgeirsson – Free - Haukar
Jóhannes Steinar Kristjánsson – Free - Stjarnan

Mads Junker – Free - Fjölnir
Ingvar Ljosland – Free - ÍBV
Aleksander Wie Flaa – 40 M - Stabæk


Samtals: 40,2 M


Mér gekk ágætlega í Deildarbikarnum, vann riðilinn örugglega með 17 stig. Komst í úrslitarleikinn nokkuð auðveldlega þar sem við töpuðum í vítaspyrnukeppni gegn Fram.
Ég var frekar svekktur því við áttum leikinn frá A-Ö.

Í Bikarkeppninni duttum við út í 8-liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni á móti Val. Varð ég ennþá svekktari og var ljóst að við áttum aðeins möguleika á einni dollu þetta árið, sjálfum íslandsmeistaratilinum.

Í deildinni var heppnin með okkur og gjörsamlega völtuðum við yfir hana. Má þar nefna 7-1 útisigur á móti KR þar sem við forum á kostum. Niðurstaðan var 1.sæti með 49 stig!

Lokastaðan:

1. FH – 16 1 1 [54-7] +47 – 49 stig

2. Þróttur – 10 1 7 [23-20] +3 – 31 stig
3. Valur – 9 3 6 [25-20] +5 – 30 stig
9. Fylkir – 5 2 11 [18-32] -14 – 17 stig
10. ÍA – 4 3 11 [15-25] -10 - 15 stig


Athygli vekur að Fylkir og ÍA féllu en búist var við þeim liðum í toppslagnum. Þróttarar komu enn og aftur á óvart og náðu 2.sætinu annað árið í röð. Völsungur vann 1.deildina og KA fylgdi þeim upp.

Næst var komið að hápunkti tímabilsins, meistaradeildinni. Við drógumst á móti Sliema Wanderers frá Möltu í 1.umferð og unnum örugglega 2-0 úti og 3-0 heima. Í 2.umferð fengum við sterka mótherja, Anderlecht. Útileikurinn fór óverðskuldað 1-0 fyrir þeim með marki á lokamínútunni frá Bart Goor. Í heimaleiknum var heppnin með okkur og Jimmy Hellström innsiglaði 2-0 sigur á 68 mínútu. Í 3 umferð fengum við rússneska liðið Lokomotiv Moscow. Taldi ég okkur eiga ágætis möguleika að komast í riðlana í meistaradeildinni í fyrsta sinn. Útileikurinn fór ekki sem skyldi en við töpuðum 2-0! Í heimaleiknum var mikill baráttuandi sem einkenndi liðið en við unnum aðeins 3-2 og Lokomotiv áfram samanlagt 4-3!

Við fórum þar af leiðandi í evrópukeppnina annað árið í röð! Við fengum martröð í 1.umferð en 80 lið voru í pottinum og við fengum sterkasta liðið, Valencia! Þeir slátruðu okkur í Krikanum 3-0 og á útivelli 4-0 samanlagt 7-0!.

Ég get ekki sagt að ég hafi verið allskostar sáttur með mina menn. Lakari árangur en á síðasta tímabili en við bárum samt höfuð og herðar yfir önnur íslensk lið.

Gróði liðsins nam 196 M

Uppgjör Tímabilsins:

Landsbankadeildin: 1.sæti
Deildarbikar – A: 2.sæti
Bikarkeppni: 8 liða úrslit
Meistaradeildin: 3 umferð
Evrópukeppnin: 1 umferð


Markahæsti leikmaður: Tommy Eide Moster, 19 mörk (15 í deildinni)
Stoðsendingar: Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, 12 stoðsendingar
MOM: Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, 6x
Average Rating: Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (7,86)
Leikmaður Ársins: Ásgeir Gunnar Ásgeirsson
Þjálfari Ársins: Garðar Geir Hauksson (FH)
* 10 leikmenn FH voru í liði ársins af 16 leikmönnum, þar af 9 í byrjunarliðinu.
Leikmaður ársins að mati stuðningsmanna: Pétur Sigurðsson
Fat Chicks & A Pony….