Halló, heyriði ég ætla að segja frá savei mínu í FM 2006.
Ég ætla að segja frá þessu eins og þetta hafi gerst í raunveruleikanum.

Ég fór upp í KA-heimilið og sat þar á fundi með KA stjórninni og fékk ég þær góðu fréttir að þeir vildu ráða mig til starfa hjá liðinu. Ég átti að vera þjálfari KA manna.
Þvílíkar fréttir fyrir mig, ég hafði ekki gert neinar rósir í gegnum tíðinna en ég hafði aðeins þjálfað lið í tvö ár, Magna ég hafði þjálfað þetta lið og náð svo sem þokkalegum árangri með þeim, en það skipti víst engu fyrir stjórnaformenn KA, þeir treystu mér hundrað prósent fyrir þeim plönum sem ætlaðar voru, að komast upp í úrvalsdeild.
Þegar ég leit yfir hópinn sá ég að það var eitthvað sem þurfti að breyta, en ég vissi bara ekki hvað.
Ég fékk sama og enga peninga, núll og nix, ekkert, en það skipti mig ekki miklu máli ákvað ég þá á næstu dögum að fá ekki neina leikmenn þeir leikmenn sem fyrir voru áttu að sjá um að koma liðinu á fremstan kjöl aftur.
En Hjalti Jónsson bað um að koma á æfingar hjá liðinu á meðan hann væri á Akureyri og fannst mér það allveg sjálfsagt mál, hann var í viku tíma hjá liðinu, og stóð sig bara með prýði, ákvað ég þá að fá þennan 26 ára gamlan leikmann til mín og hjálpa liðinu og hann tók vel undir það og sagði: “Já”
Ekki mikið flóknara en það.
Sölurnar voru ekki miklar en ég leysti einn mann undan samningi, og svo þegar leið á tímabilið seldi ég Steinn Viðar fyrir 50k til Notts County, en þá fékk ég smá pening og keypti Arnald Smára Frá ÍR á 8k og Davíð Magnússon frá HK á 2k.
En svo tók ég eftir því þegar ég var að skoða samninga leikmanna að þeir voru allir á Part-time samningi, ég var alls ekki ánægður með það enda tók ég eftir því á æfingum að þeir voru ekki allveg á fullu. Því var ekki mikið um að ræða og bauð ég þeim öllum nýjan samning Full-time og voru það 17 leikmenn sem sömdu nýjan samning af 25 en allir voru þetta leikmenn sem áttu að vera í aðalliðinu. En nóg um það.
Tók ég ein æfingleik við Fylki, fyrsti leikurinn sem ég Stjórnaði KA mönnum, og vannst sá leikur 3-0, var þetta jafn leikur þrátt fyrir að ég vann 3-0 en vörnin hjá mér og Sandor Matus í markinu var frábær! fínt að byrja þetta svona fyrir Deildakeppnina en í mínum riðli voru 6 úrvaldeildarlið af 8! og því átti ég brattan að sækja.
Fyrsti leikurinn vannst gegn Breiðabliki 2-0 en það kom tap eftir það gegn Fylki 3-2 og ég hafði lent 2-0 undir en jafnað.
En ég komst upp úr riðlinum 3 sæti, Og mætti Keflavíkingum í 8-liða úrslitum og var að sjálfsögði dramatíkin að horfa á leikinn en ég var að vinna 1-0 og var bara búinn að vera í stanslausri sókn, átt eitthvað í kringum 12 skot á markið gegn 1 þeirra sem þeir hittu ekki einu sinni úr, þeir jöfnuðu á 92 mínutu! hafði 3 mínutum verið bætt við! og því var framlengt, en og aftur hafði ég haft mikið fleiri skot en þeir það að segja þeir áttu ekki skot á markið fyrr en á 118 mínutu sem fór í varnamann og inn! 2-1 Keflvíkingum í hag og unnu þeir, á mjög ósanngjarnan hátt, enda viðurkenndi þjálfari Keflvíkinga að þeir hefðu ekki átt skilið að fá neitt úr þessu.
En ég var allveg nokkuð sáttur við þetta komumst í átta liða úrslit og með smá heppni hefðum við jafnvel komist lengra.

Deildin:
Mitt lið var talið allveg nokkuð líklegt til að komast upp, en okkur var samt sem áður spáð 4 sætinu.
Þetta byrjaði með þó nokkrum vonbrigðum en við byrjuðum á að gera jafntefli 2-2 við Hauka og hver haldiði að hafi skellt sér á leikin? nú auðvitað dramatíkin, hún virðist aldrei þurfa að borga inn! ég var að vinna 2-0 þegar það var komin 87 mínutur, þarf að segja meira?
En leikmenn hristu þetta bara af sér og unnu þórsara í næsta leik, 3-0, og virtist þetta bara vera að fara að ganga vel og svo varð raunin ég vann deildinna þegar ein umferð var eftir en komst upp þegar 3 leikir voru eftir.
Ekki slæmt það en Þór fylgdi mér upp í úrvalsdeildina.
Norður-liðin virtust vera allt í öllu þarna en KA og Þór komust upp en Völsungur og KS féllu.
Staða 3 efstu liða og 3 neðstu liða.
3 efstu:
sæti—-S–J–T– Mörk S—Mörk F–Stig
1. KA—10-6-2—-29——8——-36
2. Þór–9–6-3—-24——12——33
3.HK—8–6-4—25——-20——30

3 neðstu:
8.Víkingur Ó-6-2-10-15—-21——20
9.Völsung.–4-5–9–17—-22——17
10.KS——2-5–11-11—-28——11

Visa Bikarinn gekk virkilega vel en ég komst í Undanúrslit en tapaði þar fyrir KR 2-1 með smá heppni hefði ég jafnað en allt kom fyrir ekki.
Valur urðu Bikarmeistarar.

Þetta tímabil var gott yfir höfuð og var ég að ná góðum árangri í 3 keppnum og stefni að því að gera betur á næsta tímabili, það að segja vinna Visa Bikarinn og Deildarkeppninni og vissulega sett ég stefnu að Íslandsmeistaratitlinum en hugsa að ég þurfi að bíða eitt tímabil.
Á tímabilinu var vörnin mjög góð en við fengum 22(0,6) mörk á okkur í 30 leikjum og sóknin gekk mjög vel en þar skoraði ég 47 mörk (1,6). En til að mynda með vörnina að þá fóru lið úr efri deildunum að hafa áhuga á leikmönnum mínum, en ég seldi aðeins einn, Steinn Viðar eins og ég var búinn að greina frá.
Lið mitt var oftast svona:
(4-5-1)

—–Sandor Matus—
Haukur–Þorvaldur/Hjalti— Steinn V/Hjalti—-Steingrímur–

Örn Kató–Kristján—Pálmi—Sigurður–Jóhann–

———Hreinn Hringsson/Bjarni Pálmason

Bjarni var mjög góður fyrir mig en hann kom ofast bara inná á seinnustu stundu og breyti leiknum fyrir mig með til dæmis að skora 2 mörk og leggja upp 1.

Tölfræði yfir leikmenn
Markaskorari: Hreinn Hringsson 14 þar af leiðandi 8 í deild (7,15) [Var virkilega góður og var mjög góður í nánnast hverjum leik.]
Stoðsendingar: Sigurður Skúli 7 (7,17) [Bjóst ekki við miklu af honum, en hann fór úr mínum björtustu vonum]
Spjaldakóngur: Örn Kató 7 gul/0 rauð (6,64) [olli mér miklum vonbrigðum, átti að leysa hægri kantinn en gerði það ekki vel]
Hæstu meðaleinkuninna: Steingrímur Eiðsson 7,43 (7,43) [ var frábær í vörnini eins og öll vörnin var sjálf]

Svo önnur tölfræði:
Við spiluðum 30 leiki og skoruðum 47 mörk og fengum á okkur 22, við fengum of mörg gul spjöld eða 36 talsins og fengum tvö rauð þar af leiðandi eitt beint rautt og annað tvö gul spjöld, það komu að meðaltali 722 áhorfendur sem vissulega olli vonbrigðum enda tekur Akureyravöllur 3000 manns það komu mest 1621 áhorfendur á leik en það var gegn Þór en minnst kom á leik gegn Fram en það komu 333.
Fram urðu Íslandsmeistarar og Þróttur og ÍA féllu!

Ég held ég hafi skilað félaginu gróða, en er ekki viss en það voru engar tölur rauðar hjá mér í Finances.
Svo má líka nefna það að KA bauð mér nýjan 3 ára samning en ég samdi bara til 1 ára, vildi líka að þeir bættu æfingasvæðið en þeir gáttu það ekki.

Hreinn Hringsson var Valin Fans Player Of The Year.