Stoke City Ég er fremur nýr hér og er þetta fyrsta greinin mín en ég læt vaða. Ég ætla að segja ykkur aðeins frá Stoke City Save-i sem ég var með í FM 2005.

Á fyrsta tímabili þá ákvað ég að bæta nokkrum leikmönnum inn í hópinn, en af því að ég fékk ekki mikinn pening til að kaupa þá gátu það ekki verið neinar stórstjörnur (reyndar tvær útbrunnar stjörnur). En þess má geta að ég fékk 500k til að festa kaup á leikmönnum (var ekki með patch þegar ég byrjaði save-ið). En leikmennirnir eru eftirtaldir:

2004 - 2005

Leikmenn inn:


*Frank de Boer – Free Transfer
*Emmanuel Petit – Free Transfer
Labinot harbuzi – 65 k frá Feyernoord
Christian Roberts – 45k frá Bristol C
Freddy Adu – 400k Frá DC Undited
Tony Dinning – 9k frá Wigan
José Luis Sierra – Free Transfer
Steven Davis – Loan
Neil Mellor – Loan
Stephen Warnock – loan

*útbrunnin stjarna

Þessir leikmenn bættu liðið en samt var liðið ekki alveg að gera sitt til að byrja með. Ég ætla að greina frá því hvernig keppnirnar gengu fyrir sig.

Leikmenn út: einhverjir gaurar á lítinn penge eða frítt. Finnst tilgangslaust að skrifa þá.

English Championship:

Deildin byrjaði ekki beint eins og draumur í dós og var ég í kringum 15 sæti soldið lengi og leikmennirnir náðu ekki vel saman. En þegar deildin ar svona hálfnuð vann ég alveg helling af leikjum í röð og klifraði upp töfluna. Ég sem sagt endaði í 6th sæti og komst í umspil. Fyrst lenti ég á móti Sunderland og vann báða leikina 2 -0 og í Úrslitaleiknum um það hverjir kæmust upp keppti ég við Derby, leikurinn endaði 2- 0 fyrir mér. Semsagr ég kominn upp í Premier Division.

English league cup:

Þessi keppni gekk mjög vel fyrir sig. Ég ætla að hafa þetta stutt og skrifa liðina og úrslitin. 1st round: vann Barnsley 2 – 0 . 2nd round: vann Wolves 3 – 2. 3rd round: vann W. B. A. 3 – 0. 4th round: vann Leicester í framleggingu 2 – 1. Quarter final: vann Man City 2 – 1. Semi final: tapaði fyrri leiknum 0 - 2 og tapaði seinni leiknum 3 – 0. Ég komst sem sagt í undanúrslit.

FA Cup:

Skeit á mig í þessari keppni. 3rd round tekinn í bakaríið 0 – 5 á móti Sunderland.

Bestu menn: Ade Akinbiyi – 20 mörk, avarage rating = 7.23
Emmanuel Petit – avarege rating = 7.32
Darel Russel – 8 mörk, avaerge rating = 7.20
Labinot Harbuzi – 5 mörk, avarage rating = 7.34

2005 – 2006

Á þessari leiktíð þá var bara markmiðið að halda sér uppi og styrkja hópinn. En ég krækti mér í nokkra góða en á sama veg fóru einhverjir burt. En það verður að hreinsa til annað slagið. Ég fékk þó nokkuð meiri pening nú en áður, enda í Úrvalsdeildinni.

Leikmenn inn:

Cesare Bovo – Free Transfer
Thomas Gravesen – Free Transfer
Pablo Oscar Cavallero – Free Transfer
Daril Smylie – Free Transfer
Massimo Margiotta – Free Transfer
Benedict Vilakazi – 275k frá Orlando Pirates
Jonathan Spector – 1.4 m frá Man Utd
Selakovic – 2,7 m – frá Heerenveen
Stewart Downing – 3 m + p/ex frá Middlebrough
Nolberto Solano - loan
Hugo Viana - loan
Daniel Fredheim Holm – loan

Þessir leikmenn betrumbættu hópinn og eftir að hafa styrkt hópinn svona fannst mér meiri líkur á að ég næði að halda mér uppi, en það var markmiðið. Margiotta var alls ekki að finna sig og hentaði ekki í spilið hjá mér, en náði að setja nokkur mörk. Meira um það síðar. Daniel Fredheim Holm fann sig og skoraði mörg mörk á meðan hann var í láni.

Leikmenn út:

Hellingur af ungum leikmönnum og leikmenn úr varaliðinu – Free Transfer
John Eustace – 1,4 milljónir
José Luis Sierra – Free Transfer (hann var gamall og aðeins ætlaður til að styrkja hópinn á síðustu leiktíð)

English Premier Division:

Ég byrjaði frábærlega fyrstu 2 mánuðina og t.a.m. var ég í 1st til 5th sæti þá. En sigurganga mín hætti allt í einu og silaðist ég niður töfluna. Mér gekk mikið betur en ég hafði látið mig dreyma um og endaði í 9 - 12 sæti, með jafnmörg stig og þrjú önnur lið. Var bara ekki með eins góða markatölu.

English League Cup:


Ég leyfði mörgum ungum og þeim sem ekki hafa fengið að spreyta sig nógu mikið að keppa fyrsta leikin í þessari keppni, eða 3rd round en án árangurs. Tapaði 3 – 1 á móti Millwall.

FA Cup:

FA Cup gekk bara vel, eða allavega ágætlega. Ég ætla líka að hafa þetta stitt eins og áðan. 3rd round: vann Bolton 4 – 1. 4th round: vann Norwich 2 – 1. 5th Round: vann Blackburn 2-0. 6th Round: þátttöku minni endaði þarna, 3-1 tap gegn Newcastle.

Bestu leikmenn:

Thomas Gravesen: 29 leikir (stóð í meiðslum) 7 mörk, 7 stoðsendingar og 10 Mömmur (MoM), avarage rating = 7,73
Cesare Bovo(DC): 34 leikir, 2 mörk, 1 stoð, 1 MoM avarage rating = 7,31
Benedict Vilakazi: 30 leikir, 2 mörk, 5 stoð, 1 MoM avarage rating = 7,18
Pablo Oscar Cavallero. 43 leikir, 4 MoM avarage rating = 7,26
Stefan Selakovic:14 leikir(inj) 4 mörk, 6 stoð, 3 MoM, avarage Rating 7.44
Daniel Fredheim Holm: 10 leikir, 10 mörk, 2 stoð, 2 MoM, avarage rating =7.67

Þetta eru svona þeir sem stóðu uppúr á þessari leiktíð og spilaði Gravesen sérstaklega vel. Cesare Bovo kom á óvart og fengu lið á borð við Chelsea, Liverpool og Man Utd áhuga á honum. Einnig stóð Harbuzi sig vel.

2006 – 2007

Leikmenn inn:

Andrzej Niedzielan - Free Transfer
Jonathan Tuffey - Free Transfer
Ivan Campo - Free Transfer
Stephen Warnock - Free Transfer
Chris Riggot - Free Transfer
Michael Proctor - Free Transfer
Mateusz Bukowiec – 700k frá Gornik Zabrze
Daniel Fredheim Holm – loan

Niedzielan stóð sig vel og setti nokkur á þessari leiktíð. Proctor var eiginlega bara varaskeifa því mig skorti kantmann. Warnock kom inn í byrjunarliðið en hann og Clive Clarke börðust um stöðu. Riggot kemur sem steinn í vörnina. Einnig ákvað ég að fá Fredheim Holm aftur í lán vegna góðrar frammistöðu á síðustu leiktíð. En þessir leikmenn styrktu hópinn, en Bukowiec var ungur og efnilegur en strax og hann kom til mín líkaði honum ekki við mig.

English Premier Division:

Deildin gekk vel og liðið enn sterkara en áður. Mér var spáð róli um miðja töfluna. Leikmennirnir voru farnir að ná enn betur saman en áður. Maður var nokkru sinnum valin “Manager of the month” og náði ég enn betri árangri en tímabilinu áður. En mér finnst svo sorglegt hvað Liverpool hefur gengið illa, þangað til á þessu tímabili því þeir unnu deildina. En lokastaða Stoke City í deildinni þetta árið var 6 sæti og var ég bara ánægður með árangurinn. Auk þess va rég þá komin í Euro Cup.

English league Cup:


Mér gekk eins og í sögu þegar það koma að þessari keppni. Ég skrifa bara liðina en ekkert um hvern leik í einu.
League cup 2nd round: Stoke 4-0 Hull
League cup 3rd round: Newcastle 0-1 Stoke
League cup 4th round: Stoke 2-0 Tottenham
League cup quarter final: Bristol C 2-3 Stoke
League cup semi final leg 1: Portsmouth 2-0 Stoke
League cup semi final leg 2: Stoke 4-1 Portsmouth
League cup final: Stoke 3-1 Chelsea. Ég sem sagt vann þessa keppni og jákvæður mórall í liðinu.

FA Cup:

Liðirnir: 3rd round: vann Bristol C 3-1. 4th round: vann York 4-1
5th round: Bolton 1-1 Stoke 5th round replay: Stoke 2-0 Bolton
6th round: Derby 1-0 Stoke. Og þar lauk þátttöku minni í keppninni þetta árið. En þess má geta að Derby skoraði úr víti :S

Bestu leikmenn:

Thomas Gravesen: 27 leikir, 9mörk, 7 stoð, 9 MoM, avarage rating = 7.47
Labinot Harbuzi: 35 leikir, 6 mörk, 6 stoð, 2 MoM, avarage rating = 7.21
Stewart Downing: 35 leikir, 3 mörk, 7 stoð, 5 MoM, avarge rating = 7.34
Massimo Margiotta: 30 leikir, 10 mörk, 8 stoð, 2 MoM avarage rating = 7.08

2007 – 2008

Leikmenn inn:


Freddy Guarín – Free Transfer
Yoann Folly – Free Transfer
Joseph Yobo – Free Transfer
Andreas Isaksson – Free Transfer
Fabrizio Miccoli – Free Transfer
Shaun Wright-Philips – 7 milljón pund frá Man City
Ásamt ungum gaurum sem styrkja undir 18 og reserves

Þessir leikmenn gerðu sko gæfumuninn. Guarín með sín langskot og SWP með þessar frábæru krossa og spretti. Miccoli var bara sem fæddur í liðið og Isaksson kom svo sannarlega á óvart með góðri frammistöðu. En Yobo er einn sá besti í sinni stöðu, þarf að segja meira?

Leikmenn út:

Labinot Harbuzi – 6 milljón pund til Middlesbrough
Daryl Smylie – 525 k til Newcastle (þar byrjaði hann ferilinn)
Ade Akinbiyi – Free Transfer (bestu árin búin)
Christian Roberts – Free Transfer
Leikmenn úr varaliði sem ekki var þörf á – Free Transfer

English Premier Division:

Deildin gekk enn betur á þessu ári og kom lið Stoke enn aftur á óvart en ég fékk betri spá en áður. Með baráttu og viljastyrk er nánast allt hægt og það sannaðist á þessari leiktíð og lokastaðan var 3 sæti.
Euro cup:

Keppnin gekk ágætlega fyrir sig og var þetta í fyrsta skipti sem Stoke taka þátt í þessari keppni (allavega í langan tíma) En ég byrjaði í undankeppninni og lenti á mót VfB Stuttgart. Fyrri leikurinn fer 3-0 fyrir mér og sá seinni fer 2-0 fyrir mér. Ég dregst í riðil H með Deportivo La Coruna, Brøndby, Basel og Rubin. Kemst upp úr riðlinum en það sem stóð upp úr var 2-1 sigur á Deportivo og 6-1 sigur á Rubin. Dregst gegn Dinamo Kiev í 1st umferð úrsláttarkeppninnar. Fyrri leikurinn fer 1-0 fyir mér og seinni 2-0 fyrir mér. Í 2nd umferð keppi ég við Parma sem voru mjög erfiðir. Fyrri leikurinn fer 2-0 fyrir mér og seinni fer 1-1 jafntefli. Í 8 liða úrslitum mæti ég Roma. Fyrri leikurinn fer 0-0 og seinni leikurinn fer 3-2 fyrir Roma, og þar endar þátttöku minni í þessari keppni. En ég samt sáttur með árangurinn.

English league cup:

Hér eru liðirnir í keppnini.
3rd round: Hull 1-4 Stoke
4th round: Stoke 2-0 Man Utd
Quarter final: Stoke 5-1 Tottenham
Semi final leg 1: Stoke 2-0 Liverpool
Semi final leg 2: Liverpool 2-4 Stoke
Final: Wigan 0-2 Stoke

Þessi keppni gekk vel enda vann ég hana. Stoke bara komnir á blað, búnir að vinna keppnina tvisvar í röð.

FA cup:

Þessi keppni gekk vel og liðirnir koma hér fyrir neðan.
3rd round: Stoke 4-0 Luton
4th round: Stoke 1-0 QPR
5th round leg 1: Stoke 1-1 Gillingham -:- 5th round leg 2: Gillingham 1-2 Stoke
6th round: Stoke 2-1 Man Utd
Semi final: Southampton 0-2 Stoke
Final: Ipswich 0-2 Stoke
Ég vann þessa virtu keppni sem aðeins haldin er á Englandi og Stoke komnir með tvennu á þessu tímabili.

Bestu Leikmenn:

Fabrizio Miccoli: 47 leikir, 42 mörk, 18 stoð, 11 MoM, avarage rating = 7.98
Shaun Wright-Philips: 20 leikir, 2 mörk, 14 stoð, 7 MoM, avarage rating = 8.03
Freddy Adu: 42 leikir, 14 mörk, 15 stoð, 1 MoM, avarage rating = 7.17
Thomas Gravesen: 50 leikir, 9 mörk, 18 stoð, 12 MoM, avarage rating = 8.12

Shaun Wright-Philips kom til mín í janúar og brilleraði með Stoke.

2008 - 2009

Leikmenn inn:


Valeri Bojinov – Free Transfer
Tim Wiese – Free Transfer
Javier Ernesto Chevantón – Free Transfer
Jeremaine Jenas – Free Transfer
Lionel Sebastian Scaloni – Free Transfer
Tranquillo Barnetta – Free Transfer
Ungir leikmenn til að styrkja u 18 og varalið.

Þessir leikmenn gerðu hópinn alveg einstakann. Nú var Stoke liðið orðið alveg svakalegt með mikla breidd. Sá sem féll best í kramið var enginn annar en Valeri Bojinov. Þegar ég fékk hann kostaði hann um 15 milljónir en eftir góða leiktíð var hann kominn upp í 37 millkónir punda og kostar það enn. Hann er Worldclass striker. Barnetta var eiginlega hugsaður sem varakantmaður er stóð sig bara með príði.

Leikmenn út:


Pablo Oscar Cavallero – Free Transfer til Fulham
Massimo Margiotta – Free Transfer
Marcus Hall – Free Transfer
Iván Campo – Free Transfer
John Halls – Free Transfer
Shaun Wright-Philips – 19.75 milljónir pund til Man Utd

English Premier Division:

Það þarf nú ekki að segja meira en að deildin hefði varla getað gengið betur. Stoke City hampa titlinum þetta árið og eru Englandsmeistarar. Lokastaða Stoke í deildinni var 1st sæti og bæði Þjálfarinn og leikmennirnir búnir að skrá sig á spjöld sögunnar.

Champions League:


Ég byrjaði í undankeppninni því ég lenti í 3rd sæti á síðust leiktíð og dróst gegn Loko (Plodiv), fyrri leikur: Stoke 3-1 Loko. Seinni leikur: Loko 0-3 Stoke. Ég Dróst í H riðil með Fc Bayern, M. Haifa og Wisla.
Leikir gegn FC Bayern: FC Bayern 2-1 Stoke Stoke 2-0 FC Bayern
Leikir gegn M. Haifa: Stoke 3-1 M. Haifa M. Haifa 0-5 Stoke
Leikir gegn Wisla: Stoke 2-0 Wisla Wisla 1-5 Stoke
Champions League 1st knockout Round leg 1: Juventus 0-0 Stoke
Champions League 1st knockout Round leg 2: Stoke 2-0 Juventus
Champions League quarter final leg 1: Ajax 0-2 Stoke
Champions League quarter final leg 2: Stoke 2-1 Ajax
Champions League semi final leg 1: Chelsea 1-1 Stoke
Champions League semi final leg 2: Stoke 3-2 Chelsea
Champions League Final: Milan 1-0 Stoke
Þetta var svekkjandi leikur. Milan skoraði á 11 mínútu og hélt því þar sem eftir var af leiknum. Til að bæta gráu ofan á svart þá klúðraði ég líka víti. En annað sæti telst bara mjög gott mundi ég segja. Svo ég var alveg sáttur.

English League cup:

Ég ætla bara að hafa þetta stutt, ég vann keppnina í 3rd skipti í röð. Man Utd 0-2 Stoke. Jibbí


FA Cup:

Þetta verður líka haft stutt. Ég komst í úrslit, keppti gegn Liverpool og þeir unnu í vító. Samt ég lenti í 2 sæti. Ágætt.


Bestu Leikmenn:

Valeri Bojinov: 50 leikir, 39 mörk, 11 stoð, 7 MoM, avarage rating =7.69
Jeremain Jenas: 53 leikir, 8 mörk, 8 stoð, 2 MoM, avarage rating =7.38
Fabrizio Miccoli: 45 leikir, 20 mörk, 16 stoð, 4 MoM avarage rating =7.40
Stewart Downing: 37 leikir, 3 mörk, 17 stoð, 7 MoM, avarage rating =7.80
Javier Ernesto Chevantón: 30 leikir, 25 mörk, 9 stoð, 4 MoM, avarage rating =7.43

2009 – 2010

Ég er varla byrjaður á þessari leiktíð en ég ætla samt að skella inn leikmannakaupum. En það gætu komið fleiri leikmenn inn því glugginn er enn opin eins og er.

Leikmenn inn:


Jeremain Defoe – Free Transfer
Mike Zonneveld – 5.5 milljón pund frá Feyenoord
Mauro Esposito – 4.5 milljón pund frá Cagliari
Vincent Kompany – 5.75 frá Anderlecht
Riccardo Montolivo – Free Transfer

Vanalegt byrjunar lið:

Bojinov Miccoli

Downing Guarín Jenas Esposito

Zonneveld Kompany Yobo Scaloni

Wiese

Annars er um svo marga að velja í hinar ýmsu stöður en ég ætla bara að enda þetta svona. Þetta var Stoke City save-ið mitt.

Ég vil þakka fyrir mig og þið megið endilega gagnrýna mig og segja hvað ykkur finnst.