Ég tók aðeins við stjórnartaumum Lazio hjá einum vini mínum núna á mánudaginn, hann var ekki viðstaddur og sagði að ég mætti bara rugla í þessu eins og ég vildi! Ég hafði aldrei áður komið nálægt þessu liði og ætlaði nú ekki að fara að eyðileggja allt fyrir manninum, sérstaklega þar sem Meistaradeildin var í fullum gangi. Liðið var frekar þunnskipað, búið að selja nokkra en bara kaupa tvo, Super Sheva og einhvern lélegan ungan Svía(sem ég varð að nota sökum þess hve fáir miðjumenn eru í liðinu!).

Það er skemmst frá því að segja að ég vann alla leikina sem ég stjórnaði (10-12) :)Kerfið sem ég spilaði var örlítið breytt frá því sem ég spila vanalega, í stað 3-1-2-1-3 breytti ég í 3-1-3-1-2, og allt gekk upp! Ég verð nú að segja að leikurinn er full auðveldur með svona góð lið!

Þess vegna fór ég í Darlington save-ið mitt þegar ég kom heim (í nýju 1000mhz tölvunni minni, þvílíkur munur!). Ég breytti taktíkinni eins og hjá Lazio og komst úr 16. sæti 1. deildar í það fyrsta! Ég endaði svo í öðru í kvöld, og ég sem ætlaði mér bara að festa liðið í sessi þetta árið! :)

Nú rétt áðan spilaði ég minn fyrsta premiership leik, á móti Everton, og rassskellti þá! Leikurinn fór 0-2 fyrir mér, ég átti 20/11 skot en þeir ekki nema 2/0!

Liðið lítur einhvern veginn svona út(ekki mörg þekkt nöfn):

GK: Jörgen Friberg (Sweden)
Aðrir GK: Alan Fetis og Espen Baardsen

DC: Yngvar Håkonsen (Norway)
DC: Rui Paulo (Portugal)
DC: Neil Ruddock (Eng.)
Aðrir D: T.d. Ricardo Silva, Gerry Taggart og Fredrik Elgström.

MC: Leonardo (Brazil)
MC: Theodore Whitmore (Jamacia)
MC: Garbh Gallagher (Ireland)
Aðrir M: T.d. Marcus Stewart og Fabio

AM: Quique (Spain)

FC: Andri Sigþórs. (Ísland:)
FC: Moisés (Spain)
Einnig: Jesper Hjort og einn væntanlegur ungur Svíi.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _