Wycombe Wanderes: League Two Þetta er fyrsta greinin mín svo að hún er kannski ekkert frábær en allavega….

Þetta er spilað í FM 2006. Þegar ég byrjaði leikinn þá gerði ég þann óskunda að velja ekki utandeildina á Englandi sem deild sem hægt er að spila í. Ég fann þá bara lélegasta liðið í League Two sem var að skíta á sig fjárhagslega séð. Það lið heitir Wycombe Wanderes.

Fyrsta tímabil; League Two

Liðið var ekki í besta ástandinu neitt, fjárhagurinn í rugli, léleg æfingaaðstaða en völlurinn, Adams Park, tók þó rúmlega 10 þúsund manns í sæti. Markmið fyrir tímabilið var að koma fjárhagnum sem að var rúmar tvær milljónir punda í mínus í almennilegt lag og vinna deildina. Þegar ég leit yfir leikmannahópinn varð mér óglatt.. þeir voru allir ömurlegir. Þar sem liðið átti engan pening og var í eintómum skuldum þá fékk ég engan pening til leikmannakaupa svo að ég varð að reyna að krækja mér í menn á frjálsri sölu og reyna að selja eitthvað. Útkoman var svona:

Komnir fyrir tímabilið:
Jörg Stiel – GK – 0k. Var samningslaus
Joseph Kendrick – D/WBL – 12k(kom í janúar). Frá Darlington
Jari Litmanen – AMC – 0k. Var samningslaus.

Farnir fyrir tímabilið:
Frank Talia til Bristol City á 10k.
Rob Lee til Lincoln á 1k.
Nathan Tyson til Leeds á 250k.
Steve Williams til St. Albans á 6k.
Sam Tucknott, samningur rann út.

Fengnir á lán:
Jemal Johnson frá Blacburn.
Jason Puncheon frá Mk. Dons.
Shola Oyedele frá Mk. Dons.
Neil Wood frá Coventry.
Andrew Nicholas frá Swindon.
Michael Higdon frá Crewe.
Kenny Cooper frá Man. Utd.
Marc Tierney frá Oldham.

Æfingaleikir fyrir þetta tímabil voru fimm og unnust tveir, tveir töpuðust og einn fór jafntefli. Deildin fór vel af stað og ég vann fyrstu þrjá leikina, 3-2 gegn Rushden&Diamonds, 2-0 gegn Rochdale og 2-1 gegn Oxford. Reyndar vann ég fyrstu 30 leikina. Liðið kom skemmtilega á óvart og stútaði deildinni og strax í febrúar var ég kominn upp [ http://images.hugi.is/manager/71674.jpg]. Loka markatala liðsins var 97 – 40 í 46 leikjum. Liðið endaði með 119 stig. Í bikurunum gekk mér ágætlega en datt þó frekar snemma úr FA Cup en komst í átta liða úrslit í League Cup og vann Lower Divison Trophy.

FA Cup:
Wycombe – Halifax 3-1
Wycombe – Cambridge 2-1
Tottenham - Wycombe 3-0

League Cup:
Wycombe – Bournemouth 2-2 (vann í vító 3-2)
Burnley – Wycombe 0-1
Sheffield Wednesday – Wycombe 1-2
Wycombe – Wolves 2-0
Man. City – Wycombe 2-1

Lower Division Trophy:
Wycombe – Aldershot 3-2
Wycombe – Peterborough 0-0 (vann í vító)
Wycombe – Oxford 4-3
Wycombe – Yeovil 1-0
Wycombe – Notts Co. 1-1
Notts. Co. - Wycombe 2-0 (3-1)
Wycombe – Tranmere 2-1

Vegna þess að ég lenti á móti stórum liðum á útivelli í bæði FA Cup og League Cup þá græddi ég slatta á miðatekjum. Ég endaði í um það bil 1.2 miljónum punda í gróða eftir tímabilið. Ég var valinn manager ársins og Ian Stonebridge var markakóngur deildarinnar með 30 mörk.

Skella svo framhaldi á þetta? Er búinn að spila alveg fjögur tímabil í viðbót… framhald?