Arsenal Save í FM 06 Arsenal Save FM 06:

Ég var ekki búinn að spila FM 06 í nokkuð langan tíma og ákvað að byrja eitt stykki Arsenal Save


Ég notaði mína eigin taktík sem er hálfgerð 4-1-2-1-2


Ég fékk 25mill til leikmannakaupa og var nokkuð sáttur við það, ég leit yfir hópinn og fannst eins og mér vantaði striker og kanski DC


Þeir sem ég keypti voru:
G. Rossi frá Man Utd á 2mil en hann er 19 ára sóknarmaður sem er mjög efnilegur

Rodrigo Palacio frá Boca á 5mil og hann er 23 ára sóknarmaður sem er einnig mjög efnilegur

og svo Fernando Cavenaghi frá Spartak Moscow á 7mil en hann er 21 árs mjög efnilegur.

samtals:15mil

Eins og þið sjáið þá keypti ég bara sóknarmenn en ég bauð í mikið fleiri en bara öllu neitað….

Þeir sem ég seldi voru:
Robin Van Persie á 6,5mil til Everton

samtals:6,5mil

Og svo tryggði ég mér Freddy Guarin fyrir 800k frá Envigado

Æfingaleikirnir unnust flestir auðveldlega og ég bara sáttur við það, fyrst “alvöru” leikurinn var svo gegn Chelsea í Community Shield leiknum, við töpuðum 2-0.
Ég vann West Brom 2-0 í deildinni og tapaði svo 1-0 á móti bæði Aston Villa og Man City.
Svo var komið að leik við Chelsea aftur, og ég vildi hefnd.Ég ætla að segja frá leiknum:

Fyrri Hálfleikur:
Leikurinn byrjaði mjög vel með því að F. Cavenaghi skoraði í sínum fyrsta leik á 9. mínútu.
Ashley Cole meiddist á 39. mínútu og ég lét G. Clichy inná.
Það gerðist síðan ekkert merkilegt fyrr en á 45 mínútú þegar Carlos Tevez lét sig falla inní teig og dæmd var vítaspyrna sem hann skoraði sjálfur úr.

1-1 í hálfleik

Seinni hálfleikur:

Ég lét G. Rossi inná í seinni hálfleik og hann nýtti tækifærið vel og skoraði á 48. mínútu!
Svo á 55. mínútu var það Henry sem skoraði með góðum skalla framhjá Cech í markinu.
Chelsea menn voru í hverri stórsókninni á eftir annari eftir þetta en náðu ekki að skora.
Frank Lampard tók skot fyrir utan teig á 85. mínútu og J. Lehmann missir boltann inn!
3-2 fyrir Arsenal og spennan í hámarki seinustu 5 mínútúrnar.
En allt kom fyrir ekki, Chelsea náðu ekki að skora og lokatölur voru 3-2 fyrir Arsenal.

Okkar annar sigur í deildinni kominn í höfn og við þá með 6 stig í 6. sæti eftir 4 leiki.

Ég var dreginn í Meistaradeildar riðil með:
Panathinaikos, Betis og Benfica og ég sá að þetta átti eftir að verða nokkuð erfiður riðill.

Næsti leikur í deildinni var hinsvegar á móti Liverpool, en fyrir þennan leik voru Sol Campbell og F. Ljungberg báðir komnir til baka eftir meiðsli, Pires skoraði í fyrri hálfleik fyrir okkur og leikurinn endaði 1-0 og ég mjög ánægður.

Ég var nú kominn í 3. sætið í deildinni með 9 stig eftir 5 leiki sem mér fannst alveg fínt.
En nú var hinsvegar komið að Panathinaikos í Meistaradeildinni en ég vann auðveldan 3-1 sigur sem ég bjóst alveg við.

Því næst gerði ég mitt fyrsta jafntefli á leiktíðinni gegn Newcastle, 1-1, og svo vann ég Wigan 2-0 þar sem Pires skoraði bæði.

Næsti leikur í Meistaradeildinni var gegn Betis, þetta átti eftir að vera mjög erfiður leikur, ég ætla að segja aðeins frá honum:

Svona var uppstillingin í byrjun leiks:

GK:Lehmann
DR:Lauren
DL:Cole
DC:Campbell
DC:Toure
DMC:G. Silva
MR-AMR:Pires
ML-AML:Reyes
AMC:Hleb
FC:Palacio
FC:Cavenaghi

S1:M. Poom
S2:T. Henry
S3:G. Rossi
S4:G. Clichy
S5:P. Senderos
S6:F. Fabregas
S7:E. Adebayor

Fyrri hálfleikur:
Liðin skiptust á að sækja og óðu í færum en það var ekki fyrr en á 40 min sem að Hleb var felldur inní teig og fékk víti sem Cavenaghi klúðraði!
0-0 lokastaðan í fyrri hálfleik

Seinni hálfleikur:
Ég tók Silva og Palacio útaf og lét Henry og Fabregas inní og breytti aðeins taktíkini.
Hleb gaf inná Henry á 50 min en hann skaut í stöngina og fátt annað gerðist eftir það.
Pires var svo felldur inní teig á 65 min og það var Henry sem skoraði örugglega úr vítaspyrnuni!
1-0 fyrir Arsenal!
Á 80 mínútu var Henry aftur á ferðinni og skoraði með góðu skoti inní teig!
2-0 fyrir Arsenal sem reyndust lokatölur.

Því næst tók ég á móti Portsmouth í deildinni, þetta átti ekki eftir að verða góður leikur, ég fékk á mig 3 mörk í fyrri hálfleik og Sol Campbell meiddist, en leikurinn endaði 4-1 fyrir Portsmouth þar sem LuaLua skoraði þrennu en Fabregas skoraði mitt mark.




Þetta er allt í bili en kannski kemur framhald, það fer eftir kommentum ;)

afsakið allar stafsetningarvillur……