Eftir óvenju slakan árangur á seinnasta tímabili að mínu mata var ekkert annað sem kom til greina en sigur í deild og riðlakeppni meistaradeildarinnar.
Í lok Júní fór ég í mína árlegu ferð á fund stjórnarformanna, sátu þeir þarna fyrir framan mig þungir á brún og sögðu: “Dúddi minn því miður verðum við að reka þig!”
Ég varð mjög hissa og doltið reiður, en svo sögðu þeir: “nei Dúddi minn erum bara að stríða þér” ekki vissi ég hvort þetta átti að vera fyndið en þeim fannst það augljóslega.
Jæja eftir þetta “grín” hófst alvaran, mér var sagt að ég hefði ekki mikinn pening eða 3 millur, í ljósi þess hve mikið ég eyddi á seinnasta tímabili en það var allt í lagi hafði klassaleikmenn í mínum röðum fékk enda hafði ég samið við leikmenn sem voru á frjálsri sölu:

Nafn—stöður—verð
R. Montolivo–AMC/L–Frítt(Snillingur!)
K.Kallström—AMC—Frítt(Frábær)
Cris——DC——-Frítt(Magnaður varnamaður)
M. Viduka–SC—–Frítt(vantaði sóknarmann)
21.Nov:
D.F.Holm–SC——-Frítt(ákvað að fá hann)

Klassaleikmenn sem áttu eftir að hjálpa mér mikið, Montolivo Kallström og Cris allir fóru þeir beint í byrjunarlið.
Ég byrjaði tímabilið á vináttuleik gegn Paris SG og vannst sá leikur nokkuð auðveldlega 2-1 Love skoraði eitt og Kane eitt.
Enn og aftur byrjaði ég í annari umferð forkeppnarinnar Meistaradeildar Evrópu, gegn Bate, 2-0 og 3-0 fór sá leikur, ekkert mál.
Næst voru það Celtic! mikið rétt Celtic frá skotlandi, sem stálu bikarnum á seinnasta ári, ég var staðráðinn í því að þeir fengju ekki að fara í meistaradeild Evrópu á þessu ári.
Ég fékk fyrsta leikinn heima og vannst hann með yfirburðum 3-0 með mörkum frá F.Guarín(2) og P.Jagielka.
Næsti var á útivelli og þurfti ég að stilla upp varaliðinu sem var nú ekki mikið lélegra en töpuðu samt eftir að við klúðruðum tveimur, bæði yfir og þeir klúðruðu líka en Ochoca varði glæsilega, þeir unnu 1-0, en ég var komin áfram! mikill áfangi fyrir þetta lið og var mér spáð mjög góðu gengi í meistaradeildinni eða 11-1 að ég ynni meistaradeildinna!
Magnað.
Var með R.Madrid, Z.Peterburg og B.Munchen í riðli, byrjaði á að tapa 2-1 gegn Munchen en vann svo Peterburg.
En hræðilegt tap gegn Real 4-0, og þá var mér að ljóst að ég ætti litla sem enga möguleika á að komast upp úr riðlinum og svo var raunin jafntefli gegn Real og tap gegn Munchen eyðilagði allt og í þokkabót gerði í jafntefli við Peterburg.
En lenti í 3 sæti og fór því í Euro Cup, aftur og lenti fyrst gegn Feyenoord og vann þann fyrsta 5-0! en tapaði næsta 1-4 en var áfram og mætti næst Newcastle og tapaði báðum 1-3 og 0-1 svekkjandi en árangur í deild og Bikar bætti það upp.
League Cuo lenti gegn léttum liðum en datt út úr í undanúrslitum gegn Aberdeen þar sem 2 mörk voru dæmd af mér og þeir skoruðu á 90 mín 1-2.
Scottish Cup lenti gegn Raith fyrst vann 3-1 næst lenti ég gegn Dundee Utd vann 2-1 næst lenti ég gegn Hamilton vann 4-0 svo í undanúrslitum mætti ég Rangers og vann þann leik léttilega 3-0 og var þar með kominn í úrslit og mætti enn og aftur Celtic, auðveldur sigur 4-0.
Það má líka nefna að ég var að láta leikmenn úr vara- og undir 19ára liðunum spila þessa leiki í bikarnum og má með sanni segja að þeir hafi staðið sig vel.
Fór frekar léttilega í gegnum hana var að slátra öllum liðum, vann 29 gerði 8 jafntefli og eitt tap, gegn Ross County sem voru næstum fallnir en munaði einu stigi en skiptir engu ég vann deildinna með 17 stiga mun.
Hápunkturinn á þessu tímabili var að öllum líkindum bikarinn og sigurinn gegn Rangers sem ég vann… 8-2! frábær leikur að öllu leiti frábær knattspyrna spiluð af okkar hálfu og var Vagner Love með fernu í þessum leik þeir sem skorðuðu voru, Love(4), Guarín(2), Viduka og Kallström.
Markakóngur og besti leikmaður þessa tímabils var Vagner Love með 34 mörk í deild en 43 mörk í heild.
Eftir honum í besti leikmaður ársins var Enso Giovanni Scorza en hann og Vagner Love voru saman frammi og skoruðu samtals 61 mark í öllum keppnum.
Scorza var einnig ungi leikmaður ársins.
Mitt lið átti öll mörk ársins.
Ég var valinn þjálfari ársins.
Svona var lið mitt oftast:
—Ochoa—
Nando/Mtiliga—Jagielka-Cris—Van dee/Zetterberg

—–Montolivo/Adu–Guarín/Demel/Adu—Guarín/Demel

———————Kallström/Adu

———–Scorza/Adu/Viduka———Love/Adu/Holm

Jamm en framherjarnir voru alltaf eiginlega Love og Scorza.
Tveir bikarar komnir í hús þetta tímabil var magnað út í gegn fullt af metum bætt, fékk engin rauð spjöld á þessu tímabili.
En tímabilið var frekar auðvelt, áttum í engum vandræðum í deildinni, bikarinn jaa það var nú bara aukakeppni í mínum augum, enda ekkert nema ungir leikmenn sem voru að spila þar.
Meistaradeildinn olli vonbrigðum sömuleiðist Euro Cup en geri bara betur á næsta ári.


Er kominn á næsta tímabil ný byrjaður er ég skrifa þetta, endilega segjið mér ykkar skoðanir ég met þær mikils
Viljiði Framhald??