Wolverhampton Wanderers (Wolves) 2004-2005 Sunnudaginn 11. júlí labbaði ég inná hinn gullfallega leikvang; Molineux í Wolverhampton.
Ég hafði sótt um knattspyrnustjórastöðuna hjá Wolves og vonaðist til að gá hana eftir að Rick Hayward stjórnarformaður liðsins hafði boðað mig á fund.
Eftir langar viðræður við Hayward og félaga hans í stjórninni ákváðu þeir að bjóða mér samning til eins árs sem ég skrifaði auðvitað undir. Ég fékk ekki mjög há laun og það þurfti lítið til að koma liðinu í fjárhagsvanda. En liðið státaði af fínum leikvangi; með snjóbræðslu á vellinum og tók 28666 manns í sæti.

Þegar litið var yfir leikmannahópinn sá ég að liðið hafði marga góða einstaklinga en spurningin var hvernig þeir mundu spila saman. Þarna voru menn eins og Jody Craddock, Kevin Cooper, Seyi George Olofinjana, Paul Ince og Colin Cameron. Þetta voru mennirnir sem að ég hélt að mundu vera í eldlínunni og það reyndist rétt en það leyndust einnig ungir og efnilegir jafnt sem gamlir og reyndir. Það var mikill skortur á kantmönnum og þeir fáu sem voru, voru gamlir og þreyttir eða ungir og óreyndir

Ég fékk 310 milljónir íslenskra króna til leikmannakaupa og ég held að ég hafi bara hitt á góða leikmenn fyrir þann pening.


Ég keypti eftirfarandi leikmenn:
Wes Morgan (DC) – 80M ISK - frá Nottm Forest – Mjög sterkur 20 ára varnarmaður
Artim Sakari (AM/F LC) – 100M ISK – frá WBA – 31 árs kantmaður, geðveikur í assists
Tommy Black (AM/F RC) – 130M ISK – frá Crystal Palace - var góður en með vondan móral og þreyttist fljótt
Samtals: 310 milljón ISK

Ég seldi eftirfarandi leikmenn:
Shaun Newton (AMR) – free – vildi losa mig við hann því hann var ömurlegur og með allt of há laun
Samtals: 0 milljónir ISK

Mér gekk illa að fá menn inn í liðið en fékk þessa þrjá og var mjög ánægður með þá. Ég keypti Sakari og Black reyndar ekki fyrr en svolítið var liðið á deildina. En með Shaun Newton þá var hann að fá 1 og 2 í einkunn og svo var pressan að gagnrýna mig fyrir að halda honum svo ég losaði mig við hann.

Pre-Seasonið byrjaði og keppti ég 5 æfingaleiki. Þeir fóru svona:
Aberdeen – ég vann 3 – 0
Blackpool – ég vann 3 – 0
Torquay – ég vann 3 – 1
Man Utd Reservers – jafntefli 2 – 2
Stevenage – ég vann 5 – 0
Notts County – ég vann 2 - 0

Flesta leikina var ég með leikkerfið 5 – 4 – 1 Attacking og uppstillingin var svona:
GK: Paul Jones / Matt Murray / Michael Oakes. Ég prófaði þá alla til að sjá hver var bestur.
DC: Rob Edwards / Mark Clyde
DC: Joachim Björklund
DC: Wes Morgan
DMR: Shaun Newton / Colin Cameron
DML: Lee Naylor
DMC: Paul Ince
MC: Seyi George Olofinjana
MC: Seol Ki-Hyeon
AMC: Kevin Cooper / Colin Cameron
FC: Ioan Viorel Ganea / Kenny Miller


Ég var bjartsýnn á leiktíðina og hún byrjaði vel með 2 – 1 sigri á Leeds, svo kom 1 – 1 jafntefli við Wigan og 1 – 2 tap fyrir Derby. Svo komu fjórir leikir án taps en fimmti leikurinn var hræðilegur 0 – 5 tap á móti Sunderland. Ég kenndi hinum lélegu kantmönnum um þetta og keypti þá Sakari og Black.

Þá meiddust Paul Ince og Kevin Cooper og þeir meiddust oft aftur og voru frá í 1 – 4 vikur. Þá sótti ég Keith Andrews úr varaliðinu en hann var búinn að vera lykilmaður þar. Hann stóð sig oftast vel. Eftir leikinn við Sunderland var ég í 8. sæti og það þótti mér ekki nógu gott. Þá vann ég Preston 2 – 1 og þar áttu stóran þátt í sigrinum nýju mennirnir Sakiri og Black.

Þá var komið að fyrsta leiknum í “League Cup” hann var á móti Wigan og ég vann hann 3 – 0 þar skoraði Colin Cameron tvö og Keith Andrews eitt. Í næstu þrem leikjum vann ég Gillingham og gerði jafntefli við Burnley og Crewe. Í annari umferð í league cup vann ég WBA 2 – 0 í frábærum leik, mér fannst nokkuð gott að vinna úrvals-deildarlið svona sannfærandi og það styrkti vonir mínar um sæti í úrvalsdeild.

En næsti leikur í deildinni var á móti QPR og ég tapaði honum 0 – 1 en þar vantaði marga lykilmenn. Næstu þrjá deildarleiki vann ég og var þá í þriðja sæti en sæti 2. – 6. voru öll með jafn mörg stig svo þetta var allt mjög jafnt. Rotherham tróndi á toppnum með fimm stiga forskot á mig og hin liðin í 2. – 6. sæti.

Þriðji leikurinn í League cup var gegn Man City og ég tapaði honum 1 – 2 og var þar með dottinn út úr League cup. Í deildinni sigraði ég topplið Rotherham 3 – 0 og komst því upp í annað sætið og var þar einn. En þá fór þreytan að segja til sín því ég var búinn að vera að keyra á næstum því sama liðinu alla leikina.

Ég gerði jafntefli við Plymouth og Watford og tapaði svo 1 – 3 fyrir Leicester. Ég hélt mér ennþá einn í öðru sæti sem betur fer en pressan fór þá að gagrýna mig fyrir að hafa gamlingja í liðinu eins og hinn 37 ára gamla Paul Ince sem hafði ekki leikið vel undanfarið. Ég ákvað þá að reyna að láta yngri menn spila og fá reynslu en hafa gamla reynslubolta með inn á milli.


Þessa deildar og League cup leiki hélt ég mig við leikkerfið 5 – 4 – 1 Attacking og uppstillingin var svona:
GK: Paul Jones
DC: Jody Craddock
DC: Joachim Björklund
DC: Wes Morgan / Joleon Lescott
DMR: Tommy Black
DML: Artim Sakiri
DMC: Paul Ince / Keith Andrews
MC: Seyi George Olofinjana
MC: Seol Ki-Hyeon
AMC: Kevin Cooper / Colin Cameron
FC: Ioan Viorel Ganea / Kenny Miller

Subs: Matt Murrey, Mark Clyde, Kevin O’Connor og fleiri.

Staðan 8. desember:

Deildin: Er í 2. sæti með 36 stig en Rotherham er í 1. með 40 stig
League Cup: komst í 3. umferð en er dottinn út
Fjárhagur: 369.203.130 ISK í plús

Markahæsti leikmaður:
Kenny Miller – 9 þar af 8 í deildinni
Flestar Stoðsendingar:
Artim Sakiri – 7
Meðaleinkunn:
Jody Craddock – 7.65
Oftast Maður leiksins:
Seyi George Olofinjana – 3x
Flest Spjöld:
Ioan Viorel Ganea – 8 gul spjöld / engin rauð
Mörk skoruð: 26
Mörk fengin á sig: 19

Núna er 8. desember og ég er ekki komin lengra en ég mun senda inn framhald von bráðar.