Reading 2005-2006

Ég vaknaði glaður í bragði þennann ferska laugardagsmorgun.
Ég hafði sótt um stjórastöðuna hjá hinu fornfræga liði Reading og þeir höfðu
boðað mig á fund. Ég lagði leið mina upp á ‘Madejski Stadium’ þar sem ég ræddi við stjórnarformann liðsins John Madejski. Eftir stutt spjall var ákveðið að bjóða mér samning, ég hafði litla sem enga reynslu af þjálfun en hafði sjálfur spilað knattspyrnu á Íslandi, þ.e.a.s. með Stjörnunni frá 5 – 17 ára aldurs. Ég var orðinn 38 ára og kominn með grátt í vanga.

Mitt fyrsta verk var að skoða leikmannahópinn og ”pikka” út efnilega leikmenn sem hugsanlega myndu vera í byrjunarliðinu. Ég sá strax að þetta lið skartaði mörgum baráttujöxlum og góðum leikmönnum. Þar má helst nefna: Brynjar Björn Gunnarsson (DC), Bobby Convey (AML), Dave Kitson (SC) og margir ágætir minni spámenn.Ég komst þó fljótt að því að það þyrfti að taka til hendinni á leikmannamarkaðnum og kaupa einhverja sterka leikmenn í liðið.

Reading var spáð 7-9 sæti fyrir tímabilið af fjölmiðlum. Ég ætlaði þó að gera betur

Ég fékk 1 milljón £ til að kaupa leikmenn. Ég var bara nokkuð sáttur með það, skiljanlega var ekki hægt að fjárfesta í einhverjum stórstjörnum en ég gat fundið eitthvað sem hentaði liðinu svo mikið var víst.

Ég keypti eftirfarandi leikmenn:
Fransesco Javier De Pedro (AML) – free
Antonio Murray (MC) – Hibernian – 90 k
Kris Boyd (SC) – Kilmarnock – 450 k
Lenny Pidgeley (GK) – Chelsea – 210 k
Bjornar Holmvik (D/WB/L) – Stabæk
Borre Steenslid – (DMC) - Sogndal
Gunnar H. Þorvaldsson (SC) – Halmstad – 450 k
Kenny Wright (AMC/MR) – Motherwell – 65 k
Robert Snodgrass (SC) – Livingston – 90 k Simon Mensing (DC) – St.Johnstone – 26 k
Karl Svensson (SW/DC) – IFK Göteborg – Free
Graham Stack (GK) – Arsenal – 100 k
Lasse Staw (GK) – Fredrikstad – 80 k
Giorgos Politis (DMC) – Keratsini – 12 k
Stefán Gíslason (DMC) – Lyn – 90 k

Samtals: 1,8 milljón £

Ég seldi eftirfarandi leikmenn:
Chris Makin (DC) – 240 k
Bobby Convey (AML) – 2 milljónir £
Darren Campbell – 24 k
Eric Obinna – 120 k
Marcus Hahnemann – 700 k
Curtis Osano – 200 k
John Oster – 325 k
Samtals: 3,6 milljónir £

Eins og sést kannski á eftirfarandi lista var ég mjög djarfur á leikmannamarkaðnum, það átti þó eftir að koma sér vel, ég vildi eiga marga backup players ef ske kynni að margir lykilmenn myndu meiðast . Fólk á kannski eftir að rjúka í rogastans þegar það sér að ég seldi hinn bráðefnilega Bobby Convey. Ástæðan fyrir sölunni að liðið var í dágóðri skuld, þ.e. 20 milljónir £ og vildi ég rétta úr fjárhag liðsins, svo voru einnig margir stórir klúbbar á eftir kauða og vissi að hann myndi fara fyrr eða síðar. Um leið og markmaðurinn minn Marcus Hahnemann frétti af þessu var hann brjálaður og sagði hann að ég hefði engann metnað og þar fram eftir götunum, kauði fékk að sjálfsögðu að fjúka.

Pre-Seasonið byrjaði og keppti ég 5 æfingaleiki. Þeir unnust allir nokkuð örugglega:
5-0, 2-0, 3-0, 2-0, 3-0 allir á útivelli gegn liðum úr 2.deild og 3.deild. Ég var nokkuð bjartsýnn á framhaldið. Seasonið byrjaði hroðalega tapaði fyrstu tveim leikjunum 1-0 á heimavelli gegn líflegu liði Q.P.R. og svo 2-1 á útivelli gegn sterku liði Hull ég var allt í einu orðinn neðstur í deildinni í 20.sæti. En ég talaði og barði kjark í leikmennina mína og unnum við næstu 10 leiki! Þar sem hið 17 ára skoska ungstirni Robert Snodgrass fór mikinn og skoraði 8 mörk.

Tímbilið var í járnum allann tímann við vorum í 1.sæti framan af en misstum dampinn og duttum neðst niður í 4.sæti. Héldum okkur lengi vel í 3.sæti á eftir Wolves (2.sæti) og Crystal Palace (1.sæti). Við skriðum þó fram úr Wolves á lokasprettinum þar sem Kris Boyd fór mikinn, spurningin var bara hvort við eða Palace myndu vinna deildina þeir höfðu þó betur að lokum. Við komumst upp með 84 stig og stjórnin var hástánægð með mig. Carling Cup og League Cup gengu ekki sem skyldi og duttum við út gegn úrvalsdeildarliðum í 3 umferð í báðum keppnum.

Skondna við þetta að ég var aldrei valinn ’þjálfari mánaðarins’ en oft lenti ég í 2 eða 3 sæti í kjörinu.

Uppgjör tímabilsins:
C1 : 2.sæti
Carling Cup: 3 umferð
League Cup: 3 umferð
Fjárhagur: 4 milljónir £ í gróða

Markahæsti leikmaður:
Kris Boyd – 21 mark (19 í C1)
Flestar Stoðsendingar:
Robert Snodgrass – 12 (skoraði 17 mörk í C1)
Meðaleinkunn:
Robert Snodgrass – 7.25
Oftast Maður leiksins:
Robert Snodgrass – 7x
Flest Spjöld:
Graeme Murty – 7 spjöld/1 rautt
Mörk skoruð: 90
Mörk fengin á sig: 60

Ég held að ég hafi aldrei þjálfað jafn ungt lið áður og var þetta hin mesta áskorun.
Vil ég hvetja menn til að krækja sér í Robert Snodgrass, 17 ára skoskt undrabarn í Livingston.
Maður verður að velja Skotland sem ‘aukaland’ Hann spilar fyrir U18 ára landslið skota.
Fat Chicks & A Pony….