Þetta er nokkurn skonar framhald af ‘Gott Season’ greininni sem ég senti hingað fyrir tveimur mánuðum.

Þetta tímabil er það besta sem ég hef nokkurn tímann spilað og held ég að ég haldi ekki áfram í þessu save-i því þetta er orðið svo bull mikið rúst.
Ætla ekkert að fara rifja neitt mikið upp frá fyrsta tímabilinu því þið getið bara lesið þá grein ;)

http://www.hugi.is/manager/articles.php?page=view&contentId=2738128

En já…ég er Manchester United…

Fyrir tímabilið fannst mér mig vanta sterkari miðju þannig ég splæsti 8 mill. í Javier Mascherano. Þar sem ég hafði unnið Meistaradeildina og Úrvalsdeildina seinasta tímabil fannst mér óþarfi að bæta við liðið því Mascherano átti að koma í staðinn fyrir Paul Scholes sem átti erfiðara með að klára leiki en Roy Keane hinsvegar en í fullu fjöri.

Margir yngri leikmenn kvöddu félagið þar sem þeir fengu samninginn ekki endurnýjaðann en ég seldi þrjá.

*Quinton Fortune til Tottenham á 550k
*Luke Steele til Crystal Palace á 475k
*Tim Howard til Olympiakos á 2,5m

Margir leikmenn fóru líka á láni heilt tímabil og má þá helst nefna Jon Obi Mikel til Ajax, Giuseppe Rossi til Newcastle og Jonathan Spector til Crystal Palace en hafði ég alveg 1,3m uppúr krafsinu fyrir þá leikmenn.

Ætlunin var að fara til Grikklands í æfingaferð og taka svo einn leik við Sunderland þegar heim var komið. Ég vann alla þá leiki og markatalan var samtals 19-2. Gott að fá smá sjálfstraust fyrir leiktíðinaJ

Enska landsliðið rak Sven Göran Eriksson og komu til mín með starfstilboð. Ég þáði það og tók við starfinu þegar ég var í Grikklandi þann 16. júlí.
Eins og staðan er núna á ég 4 leiki eftir í undankeppni EM og er í efsta sæti. Einnig hef ég unnið Serbíu-Svartfjallaland í æfingaleik.
Svona lítur riðillinn minn út

1. England 8 5 2 1 21-8 17
2. N-Írland 8 4 4 0 10-2 16
3. Slóvakía 7 4 2 1 8-7 13
4. Danmörk 8 3 2 3 12-10 11
5. Bosnía 8 2 1 5 8-10 7
6. Úkranía 8 2 1 5 5-13 7
7. Liechtenstein 7 1 1 5 3-17 4


En nóg af enska landsliðinu, snúum okkur að Rauðu Djöflunum.

Þar sem ég vann deildina þurfti ég að spila gegn Wigan í Samfélagsskildinum því þeir unnu FA Cup. Eins og venjulega gekk mér illa í þeim leik því mér gengur alltaf illa að vinna þennan skjöld. Ég tapaði 1-0 í frekar leiðinlegum leik en ég var þó aðeins betri en náði ekki að klára færin.
Í fyrstu 5 leikjunum vann ég Charlton og Aston Villa, gerði jafntefli gegn Everton og Chelsea og tapaði svo frekar ógeðslega gegn Tottenham. Ekki ásættanleg byrjun. En það var allt í lagi því ég tapaði ekki leik í næstu 19 deildarleikjum, tapaði ekki í 35 leikjum í öllum keppnum, og tapaði aðeins 2 stigum í rosalegum 4-4 leik gegn Arsenal á útivelli. Eitt fyndið því eftir þann leik sakaði Arsené Wenger mig um að spila leiðinlegan fótbolta og sagði að ég hafi örugglega spilað uppá jafntefliJ

Middlesborough rauf sigurgöngu mína með því að vinna mig 3-1 á Riverside en ég átti 17 skot í þeim leik, 10 á markið, en þeir aðeins 8 og varði markmaðurinn aðeins eitt skot. Eftir það fundu leikmennirnir gamla strikið og unnu alla nema tvo leiki sem eftir voru. Hina tvo gerði ég jafntefli.
Þessi deild var rúst og var ég í efsta sæti allan tíman síðan í 7.umferð.

Ég skal sýna hér topp fimm og þau lið sem féllu.

1. Manchester United 38 30 6 2 100-29 96
2. Chelsea 38 23 11 4 79-35 80
3. Arsenal 38 21 8 9 70-45 71
4. Newcastle 38 20 9 9 68-48 69
5. Tottenham 38 19 9 10 58-38 66
18. Portsmouth 38 9 8 21 37-64 35
19. Wigan 38 6 7 25 33-67 25
20. Millwall 38 3 11 24 22-69 20


*Ruud van Nistelrooy var markakóngur með 39 mörk.
*Wayne Rooney young player of the year. Anthony Vanden Borre í 2.
*Ruud van Nistelrooy leikmaður ársins. Sanli Tuncay í 2.
*Ég þjálfari ársins.
*Enginn af mínum mönnum í topp 3 í footballer of the year en Robben vann það.

Team of the year:

GK: Edwin van der Sar
DR: Gary Neville
DL: Gabriel Heinze
DC: Mikael Silvestre
DC: Anthony Vanden Borre (Rio spilaði aðeins 17 leiki í deildinni vegna meiðsla en Borre var einnig mikið í hægri bal)
MR: Cristiano Ronaldo
ML: Sanli Tuncay
MC: Roy Keane
MC: Tim CahillL (Mascherano lenti líka í meiðslum en var samt betri en Cahill. Náði var 18 leikjum)
FC: Wayne Rooney
FC: Ruud van Nistelrooy
Þar með er enska úrvalsdeildin upptalinn þannig að núna er það League Cup.

3rd Round: QPR – Man. Utd.
Vann þennan nokkuð auðveldlega 3-0 í til.rifalitlum leik.

4th Round: Man. Utd. – Stoke
2-0. Fátt meira hægt að segja nema að boltinn fór aðeins of mikið framhjá marki Stoke

Semi Final Leg 1: Chelsea – Man. Utd.
2-3. Frekar svekkjandi að fá tvö mörk á sig því ég var með rosalega yfirburði í leiknum. Helmingur Chelsea manna fékk 6, hinn helmingurinn 7 á meðan nánast allir voru með 8 hjá mér og enginn lélegur.
Semi Final Leg 2: Man. Utd – Chelsea
3-2. Þessi leikur hnífjafn og var tölfræðin nánast sú sama hjá báðum liðum. Gary Neville fékk reyndar að líta rauða spjaldið á 57. mín.

League Cup Final: Liverpool – Man. Utd.
Þessi leikur var leikinn á troðfullum Wembley leikvangi.
Lokastaða 1-4. Kannski ekki það sanngjarnasta en munurinn var sá að ég nýtti mín færi en þeir ekki. Vörnin hélt sér, sóknin nýtti allt. Gerðist reyndar ekkert mikið í leiknum fyrir utan þessi 5 mörk.

Notaði alltaf hálft byrjunarlið, hálft varalið nema í leikjunum gegn Chelsea og Liverpool. Nistelrooy byrjaði hinsvegar í öllum leikjunum.


FA Cup:

3rd Round: Man. Utd. - Gillingham
Ég ákvað að gera eins og þeir gera í alvörunni. Gera jafntefli gegn neðrideildaliði í fyrsta leik FA CupJ
1-1 fór hann. Hafði reyndar algjöra yfirburði, var einum færri því Mascherano fékk rauða spjaldið á 12. mín. Og þeir jöfnuðu á 83. úr víti.

3rd Round replay: Gillingham – Man. Utd.
2-5. Rosalegur kjarkur í Gillingham mönnum og þeir sóttu mikið en ég sótti bara meira. Sást munur á hvar þessi lið leika í þessum leik.

4th Round: Man. Utd. – Nott. Forest
6-2. 16 skot í leiknum, 6 fóru á markið. Saha og Rooney í essinu sínu o nýtt sín færi. Saha með þrennu en Rooney 2. Allir hinu skutu framhjá. Enn eitt rauða spjaldið og að þessu sinni Silvestre á 68 mín. Minns ekki sammála þeim dómi. Sterkasta liðið enn ekki spilað í keppninni.

5th Round: Man. Utd. – Arsenal
4-1. Haha rúst:D…Saha aftur með þrennu. Ekkert meira að segja hér.

6th Round: Wigan – Man.Utd.
Tók þetta 0-2. Slappur leikur þar sem ég var betri og úrslitin í samræmi við það.
Semi Final: Man. Utd. – Fulham
Þessi leikur var leikinn á Wembley. Gott veður, góður fílingur á troðfullum velli, góður dagur…fyrir United menn. Vann þetta 5-0. Saha enn og aftur maður leiksins og skoraði tvö. Van der Sar þurfti aðeins að verja boltann einu sinni. Rúst.

FA Cup Final: West Brom – Man. Utd.
Þessi leikur einnig leikinn á Wembley, völlurinn aftur pakkaður. West Brom reyndar í deild fyrir neðan en sultuðu sér einhvern veginn í gegn. Þeir spiluðu eins og venjulega, man behind ball með alla rétt fyrir utan teig hjá sér. Gerðu voða lítið í leiknum og var þetta frekar einhliðað eins og Millwall – Man. Utd. Leikurinn árið 2004. Hefði kannski átt að byrja með Saha í stað Rooney því Rooney var ekki í neinu sérstöku formi en Saha búinn að vera eldheitur í þessari keppni.
En já úrslitin…Nistelrooy settu tvö og endaði leikurinn 2-0.

Þar með er ég búinn að telja upp allar keppnirnar á Englandi og eins og er er ég með “þrennuna” en búinn að missa af einum titli.

Næst…Club World Championship. Stutt og laggott.
Ég var búinn að senda screenshot úr undanúrslitum en til þess að lífga upp á minnið skal ég segja frá leiknum.
Man. Utd. – Auckland City
Nistelrooy og Rooney með fernu, Neville og Tuncay með eitt mark hvor. 10-0 fór leikurinn. Tvennt var merkilegt við það. Ég átti 62 skot í leiknum og Paul Scholes fékk aðeins 7 í einkunn:/

Getið rétt giskað hverju ég fékk í úrslitum. Já það er rétt hjá ykkur, Sao Paulo. Ég átti 23 skot í leiknum og var alltaf í bullandi sókn. Þeir áttu aðeins 5. Leikurinn fór 2-2 og markmaður þeirra maður leiksins. Það var enginn framlenging þannig að farið var beint í vító. Þar vann ég 4-3 og var Neville sem klúðraði 5. vítinu en það var í lagi því þeir höfðu klúðrað víti áður og van der Sar varði síðan frá Rogério Ceni.

4. titillinn þar með upptalinn.

Ahh… gleymdi alveg að nefna European Super Cup leikinn sem ég lék gegn UEFA Cup meistörunum í Galatasaray.
Þetta var leikur fyrir augað þar sem bæði lið sóttu af krafti og mörkin sýndu sig. Gary Nevill skoraði eitt mark á tímabilinu og kom það í þessum leik. Ég vann hann 3-2.

5. titlar…

Hvað er eftir? Jú aðalkeppnin maður. Meistaradeildin…

Mér líkurnar sem mér voru gefnar voru góðar þar sem ég vann hana seinast en þó voru 3 lið sem þóttu sigurstranglegri.
Eftir að undankeppnin kláraðist var dregið í riðla. Riðillinn minn átti að vera auðveldur fyrir mig og reyndist hann það líka. Ætla ekki að fara mikið út í smáatriði heldur bara sýna ykkur lokastöðuna.

1. Manchester United 6 6 0 0 21-8 18
2. Glasgow Rangers 6 3 1 2 12-9 12
3. Porto 6 2 1 3 10-11 7
4. Hadjuk 6 0 0 6 4-19 0

Tiltölulega auðvelt fyrir mig, allir leikir mjög svipaðir.

First Knockout Round: (1) CSKA Moscow – Man. Utd. (5)
Vann fyrri leikinn 1-0 á útivelli og 4-1 heima. Átti að vinna fyrri leikinn meira en seinni leikurinn fór eins og fyrri leikurinn átti að faraJ

Quarter Final: (0) Birmingham – Man. Utd. (3)
Já mörgum finnst kannski skrýtið að sjá Brimingham þarna en þeir höfðu slegið út Barcelona umferðina áður og komist upp úr riðli með Betis, Milan og Feyenoord. Meira en ég hafði gert en ég vann nú þá.
Slappur fyrri leikurinn sem ég vann 2-0 á útivelli og sá seinni ekkert skárra nema meira að gerast en samt færri mörk. Hann fór 1-0.

Semi Final: (1) Rangers – Man. Utd. (4)
Riðillinn minn leit ekki eins auðveldlega út lengur því að 2 lið úr honum voru kominn í undanúrslit. Vann fyrri leikinn sem var útileikur 1-0 og þann seinni 3-1 heima. Í báðum leikjunum átti ég 20 og eitthvað skot en þeir skoruðu úr eins skotinu sínu í seinni leiknum. Ekki miklu að bæta við þetta.

Champions Cup Final: AC Milan – Man. Utd.
Leikurinn sem allir vilja vinna. Leikmenn í báðum liðum ekki að spila neinn rosalegan fótbolta. Fór leikurinn mest fram á þeirra vallarhelmingi og á miðjunni. Ég átti helling af skotum, 19 talsins og skiluðu tvö sér í markið.
Nistelrooy skoraði fyrsta mark leiksins á 14. mín. Ekki mikið bakvið það mark. Smá spil, Keane sendir hann síðan inn fyrir og Nistelrooy framlengir honum í netið. 1-0. Ég gerði aðeins eina breytingu í leiknum. Á 64. mín. kom Saha inná fyrir Rooney sem var búinn að misnota nokkur færi. Sú skipting skilaði sér á 73. mín. þegar Mascherano tók aukaspyrnu og senti hann inní teig þar sem Saha vann Felipe í loftinu. Stuttu seinna minnkaði varamaðurinn Marek Jankulovski muninn eftir skyndisókn en hann skaut honum viðstöðulaust af 30 yarda færi yfir markmanninn. Mjög flott.
Þetta var lokastaða í leiknum og ég var orðinn Evrópumeistari.

Vann ég 6 titla allt í allt á þessu eina tímabili og er það langbesti árangur minn til þessa þegar teknir eru með alli manager leikir sem ég hef spilað. Hefði getað unnið 7:/


Hérna í lokinn ætla ég að telja upp smá tölfræði yfir tímabilið. Verður það mest allt topp 3 listar hjá liðinu mín.

*Nistelrooy markahæstur með 56 mörk í 52(5) leikjum. Klikkað alveg.
Rooney nr. 2 með 40 mörk í 47(5) leikjum.
Saha í þriðja sæti með 21 mörk í 19(24) leikju.
*Nistelrooy einnig stoðsendingahæstur með 22 stoðsendingar í 52(5) leikjum
*Tuncay og Rooney voru báðir með 19 stoðsendingar. Tuncay spilað 50(5) leiki en Rooney 47(5).
*Tuncay var með bestu meðaleinkunnina. Hún var 7.85
Nistelrooy með 7.75 og Rooney 7.73
*Grófasti leikmaðurinn var Mikael Silvestre en hann fékk 13 gul og 2 rauð í 61(1) leik
Neville fékk 6 gul og 1 rautt í þeim 51(1) leik sem hann spilaði en Mascherano fékk 4 gul og eitt rautt í 32(6) leikjum.
*Leikjahæsti leimaðurinn var Silvestre en hann kom við sögu í 62 leikjum af 67 sem ég spilaði. Einn í góðu líkamlegu ástandi.
Heinze var næst leikjahæstur með 56(1) leik en Nistelrooy númer þrjú með 52(5) eins og nefnt hefur verið áður.
*Ekki má gleyma markmönnunum en þeir Edwin van der Sar og Ben Foster voru að verja það. Van der Sar spilaði 49 leiki og fékk á sig 40 mörk í þeim og hélt 20 sinnum hreinu.
Ben Foster spilaði 17(1) leik og fékk 15 mörk á sig en hélt hreinu 8 sinnum.
Veit að 17+49 gerir 66 en ég spilaði samt sem áður 67 leiki. Sé ekki hvar villan er:/
*Flestir mættu á leikinn gegn Newcastle í deildinni en 103518 manns létu sjá sig þar.
*Stærsti sigurinn er 10-0 gegn Auckland City
*Stærsti deildarleikurinn var gegn Birmingham úti en hann vannst 6-0
*Stærsta tapið en 4-2 gegn Bayern á seinasta tímabili
*Flest mörk hafa verið skoruð í 10-0 leiknum en flest mörk skoruð í deildarleik var útileikurinn gegn Newcastle en hann vann ég 5-4.
*Mestu unnið 15 leiki í röð og mest tapað 2
*Spilað 35 leiki án taps en hef spilað 5 leiki mest án sigurs.

Já. Hef ég ekki við þessu að bæta nema sína ykkur hvernig ég spilaði.



Van der Sar

Neville Ferdinand Silvestre Heinze

Smith(líka FC) Keane

Ronaldo Tuncay


Nistelrooy Rooney

Helstu vararmenn:
Foster (GK)
Borre (DR/DC)
Mascherano (var mikið meiddur en byrjaði allt eftir að hann kom úr meiðslum. Var þá þar sem Keane er en Keane og Msith skiptust á hinum megin)
Scholes(MC)
Park (AMR)
Giggs (AML)
Saha (ST)

Pique og O’Shea spiluðu stundum vörn. Fletcher og Richardson á miðjunni og kanti en þessir menn spiluðu ekki neitt sérstaklega mikið.


Ég hef ekkert meira að segja en takk fyrir mig og ég vona að uppstillingarnar og stöðurnar koma vel út þegar ég ýti á ‘Áfram’ en ef ekki þá biðst ég afsökunar. Líka á stafsetningavillum sem mér hefur yfirsést.
Og já…beat that ;Þ
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”