Þar sem þónokkuð margir hafa sent inn korka um hve margir eru meiddir hjá þeim í FM langaði mig að hjálpa þeim.

Mikilvægasta atriðið til að hafa leikmennina heila er að hafa gott undirbúningstímabil. Hvernig get ég gert það?

Jú með því að að búa til nýtt training schedule. (Ýtt er á manager takkann og valið þar training og farið í schedules og valið new schedule)

Undirbúningstímabil byggist nefninlega á því að koma líkamanum í form aftur eftir sumarið og búa hann undir mikil átök og því er mikilvægt að byggja það upp á líkamlegu erfiði (eróbik og strenght) í staðinn fyrir tækni (ball control og defending T.D.)

Ef þetta er látið byrja strax eftir fríið þeirra og látið ganga áfram (mismunandi hve lengi, fer eftir því hvort stórmót hafi verið yfir sumarið) og svo skipt yfir aftur í venjulegt æfingarkerfi nokkrum dögum fyrir fyrsta leik.

Ekki láta það angra ykkur ef að tækni tölurnar þeirra detti aðeins niður á meðann þetta er. Það er bara eðlilegt þar sem verið er að þjálfa aðra hluti, en þeir koma mjög fljótt aftur þegar skipt er í venjulega æfingarkerfið aftur.

Ég hef gert þetta með góðum árangri núna eftir að leikurinn kom út og er kominn fram í febrúar á tímabilinu sem ég er á og hafa einungis 3 menn meiðst í yfir 3 vikur.

Vona að þetta hafi komið að eitthverju gagni.


E.S. Til að gefa fólki hugmynd um hvernig mætti stilla upp kerfinu mætti gera það svona:
http://212.30.203.209/Sibbi/Screen/pre%20season.JPG