Jæja, ég gerði skoðanakönnun um það hvort einhver áhugi væri fyrir einhvers konar jólakeppni hérna á áhugamálinu og svo virtist nú vera, kusu flestir challenge. Við höfum ákveðið að láta meirihlutann ráða.



Jólakeppnin árið 2005 verður með þessu móti.. :


- Leikur: FM 2006
- Patch: 6.0.1. (skylda)
- Deild: Enska úrvalsdeildin
- Database: Normal
- Lið: Aston Villa
- Engar hömlur eru á leikmannakaupum og sölum.

Keppnin er þrjár umferðir:

1. Ná Meistaradeildarsæti í deildinni (1. - 4. sæti) og vinna League Cup.

2. Vinna deildina og FA Cup.

3. Vinna deildina og Meistaradeildina.

Markmiðið er að ná þessum umferðum á sem stystum tíma. Athugið að það gæti tekið einn einstakling 5 tímabil að ná að klára fyrstu umferðina meðan það tekur einhvern annan aðeins 1 tímabil. Að lokinni hverri umferð þarftu að taka skjáskot (e. screenshot) sem mun sanna að þú hafir náð að uppfylla skilyrðin til þess að fara yfir í næstu umferð. Þú ræður hvort þú sendir mér skjáskotin jafnóðum eða þegar þú ert búin/n með allar umferðirnar, en mundu að þátttaka þín verður ógild ef þú sendir mér ekki sönnun fyrir því að þú hafir náð þessum umferðum í réttri röð. Það er samt hentugast að fá skjáskotin jafnóðum því þá get ég komið með lista hingað inn um notendur sem eru komnir í næstu umferð. Gaman væri líka ef að menn myndu nú senda skjáskot af leikmannamálum hverrar umferðar og t.d. liðsuppstillingu og fleira.

Öll skjáskot sendist til hbf@simnet.is (Fyrir alla muni, ekki gleyma að setja notendanöfn ykkar með í póstinn!)
Allar spurningar sendist til mín (Jessalyn) í einkaskilaboðum.
Allar umræður um keppnina fari fram hérna!


Ég held að ég þurfi ekki að taka það fram en það er bannað að svindla! :)


Keppninni lýkur 3. janúar klukkan 20:00! Eftir það er ekki hægt að senda inn skjáskot, athugið það!


Gangi ykkur vel og vonandi taka sem flestir þátt. Það þarf ekki að skrá sig sérstaklega í þetta svo að þið hafið engu að tapa ef þið prófið og sjáið svo hvernig ykkur gengur.

Einn, tveir og byrja…