CM 2006 algengar spurningar Í tilefni þess að CM PSP er kominn út, ekki viss hvort hann sé kominn til Íslands samt, ætla ég að reyna að svara nokkrum spurningum um CM 2006.

Eftir að Eidos og BGS ‘skitu á sig’ ef svo má orða það í sinni fyrstu tilraun með CM, CM 5, eru þeir nú að fara að gefa út sinn annan leik CM 2006.
Hérna ætla ég að svara nokkrum spurningum sem kannski sumir vita ekki eða langar að vita.
Ef þú hefur fleiri spurningar skal ég reyna að svara þeim eftir bestu getu.


1. Hvænar mun CM 2006 koma út?
Hann mun koma í búið með vorinu(2006) aldrei að vita hvort það endi næsta haust.

2. Mun koma út demo af leiknum?
Já, þeir ætla að reyna að gefa út í það minnsta eitt demo áður en leikurinn kemur út.

3. Mun vera hægt að spila í neðri deildum?
Læsta deildin á Englandi verðru ‘Conference’ deildin, en ég veit ekki með önnur lönd.

4. Verður hægt að stjórna landsliðum?
Nei, en það er ofarlega á lista yfir nýjungar í komandi leikjum.

5. Mun leikurinn verða með öll nýjustu kaupin og sölurnar?
Já, hann verður með allt eins og í enda janúar, sem segir okkur að hann kemur ekki út í jan. eða byrjum feb..

6. Verður hægt að vera með fleiri en einn stjóra(multi-player)?
Nei, það verður ekki hægt.
Sjálfur tel ég það mikinn ókost.

7. Verður hægt að spila netleik(network)?
Nei, það verður ekki hægt þar sem ekki er hægt að vera með fleiri en einn stjóra eins og ég sagði áðan.

8. Verður hægt að fara á ‘holiday’ í CM 2006?
Nei, það verður ekki hægt að fara á holiday í CM 2006!


Eins og þið sjáið þá er svarið við mörgum spurningum einfaldlega ‘nei’, þeir eru að reyna að gera það sem er núþegar gott áður en þeir fara að setja inn einhverjar stórar nýjungar hafa þeir sagt.
En eins og ég sagði ef þið viljið vita eitthvað meira um leikinn endilega spyrjið.


Heimild, og meira um leikinn: http://www.championshipmanager.co.uk/