(1) Grunnur að góðu leikkerfi - fyrir byrjendur í FM2006 Jólin nálgast óðfluga og það er tími þar sem margir hafa of mikinn tíma til þess að spila manager leiki. Sjálf sé ég fram á að hafa dágóðan tíma til þess og datt í hug að koma með hinar ýmsu hjálpargreinar hingað inn í jólafríinu, um allt mögulegt tengt Football Manager 2006. Þessar greinar geta bæði hjálpað byrjendum jafnt sem lengra komnum, það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt. Þessar greinar verða bæði þýddar af ýmsum góðum FM síðum og einnig verk eftir mig sjálfa.

Eins og ég sagði áðan mun ég styðjast við 2006 útgáfuna af FM seríunni en greinarnar geta samt hjálpað þeim sem spila aðra leiki að einhverju leiti. Ég get líka tekið við fyrirspurnum um greinar sem eiga við aðra leiki.

Njótið vel.Grunnur að góðu leikkerfi í Football Manager 2006.


Til þess að hanna gott leikkerfi þarftu að vera vel meðvitaður um þrjú svið. Það eru:
1. Uppstillingin.
2. Fyrirmæli liðs (team instructions).
3. Fyrirmæli leikmanns (player instructions).


Uppstillingin.

Þegar þú vilt búa til leikkerfi er það hérna sem þú þarft að byrja. Í FM hefurðu ótal möguleika til þess að stilla upp liðinu þínu en loka uppstillingin þarf að vera útpæld svo að sem bestur árangur náist. Þú hefur í raun tvenna möguleika í stöðunni - þú getur valið einhverja hefðbundna uppstillingu sem FM býður upp á (Tactics – Standard Tactics – og velur t.d. 4-4-2) eða farið þínar eigin leiðir og búið til uppstillingu sem þú telur henta liði þínu best.

Þegar þú velur uppstillingu þarftu að hafa í liðið þitt í heild í huga og hvernig fótbolta þú vilt láta það spila.
Dæmi 1: Ef þú vilt láta liðið þitt spila þannig að það stjórni miðjunni þá er besti kosturinn að hafa 5 manna miðju (dæmi um lið: Chelsea).
Dæmi 2: Ef liðið þitt hefur marga góða miðverði en ekki nógu marga/sterka bakverði þá er góður kostur að spila með 3 manna miðju.


Fyrirmæli liðs (team instructions).

Þau fyrirmæli sem þú gefur liði þínu ákvarðar hvernig fótbolta það spilar.
Dæmi 1: Ef vilt láta liðið þitt spila hraðan bolta með stuttum sendingum þá er best að gefa fyrirmælin short passing og attacking menality (dæmi um lið: Arsenal).
Dæmi: Ef þú ert með lítið og ekki mjög sterkt lið lið í efstu deild sem þyrfti að leggja áherslu á vörnina þá ættirðu að gefa fyrirmælin defensive menality eða ultra definsive menality.

Hafðu í huga að að fyrirmæli sem þú gefur öllu liðinu þurfa ekki endilega að gilda yfir alla leikmenn ef þú vilt það ekki, því þú getur breytt því í fyrirmælum leikmanns (player instructions).
Dæmi: Ef þú ert með veikt lið með frekar lélegum leikmönnum þá er skiljanlegt að þú gefir fyrirmælin creative freedom little. En hægri kantmaðurinn þinn er mjög góður og leikinn með boltann, þú vilt leyfa honum að vera með much í creative freedom og ferð þá í fyrirmæli leikmanna (player instructions) og stillir hans creative freedom þar.


Fyrirmæli leikmanns (player instructions).

Fyrirmæli leikmanns ákvarðar hvernig leikmenn spila hver fyrir sig. Stilla verður þessi fyrirmæli í samræmi við uppstillinguna og fyrirmæli liðsins í heildina. Eitt mikilvægt sem hafa verður í huga við þetta er að stilla fyrirmælin í takt við getu leikmanns.
Dæmi: Ekki setja leikmanni með lágu tölu í ‘Off the ball’ þau fyrirmæli að hann fari oft í forward runs. Þá geturðu að minnsta kosti ekki búist við mörgum góðum hlaupum.
Þegar þú ert að stilla eitthvern af þessum þremur þáttum verðurðu ávallt að hafa hina tvo í huga. Það er vegna þess að leikkerfi er samsetning af þeim öllum og allt þarf að virka vel saman svo að leikkerfi virki vel í heildina. En gleymdu ekki leikmönnunum þínum. Það eru þeir sem munu spila eins og leikkerfið segir þeim að gera þeir þurfa ekki bara að aðlagast að því heldur þarf leikkerfið sjálft að vera aðlagað að þeim.