Frábærir leikmenn í Champ #6 Mér datt í hug að gera 100 greinar um hina ýmsustu leikmenn í champ sem allir eiga það sameiginlegt að vera frábærir.
Hér kemur sjötta greinin í röðinni:

Nelson Cuevas
Þá er röðin komin að einum besta hægri væng í leiknum. Sá ber nafnið Nelson Cuevas og er frá Paraguay og leikur fyrir River plate í Argentínu. Hann er nítján ára í byrjun nýs leiks. Hann þarf aðeins eitt tímabil til að verða næganlega góður til að spila með nánast hvaða liði sem er. Samt virðist framkvæmdastjóra River aldrei detta það til hugar að spila honum. Af því leiðir að hann verður yfirleitt óánægður og þá er auðvelt að fá hann að láni. Ef maður fær hann að láni til ítalíu í eitt leiktímabil er hann kominn með ítalskt vegabréf í lokin, þ.e. rétt áður en hann fer aftur til síns liðs (ég hef ekki hugmynd um hversvegna þetta gerist). Þannig að það er um að gera að fá hann fyrst að láni í eitt tímabil og kaupa hann svo í byrjun þess næsta. Með þessu móti má spara manni eitt pláss fyrir útlending, sem að vísu mun ekki þurfa í næsta CM eða ef maður nær í update. En ef maður spilar leikinn enn orginal eins og ég geri getur verið gott að vita þetta.
Nelson Cuevas er einstakur í 3-4-1-2 Attacking kerfi. Hann skorar og leggur upp mörk og er sjaldnast með undir átta í leik. Sannkallaður snilli! Hann er með svona random samning, sem þýðir að þó að hann byrji með eins árs samning við River í einu save-i gæti hann allt eins byrjað með sjö ára langtíma samning í næsta save-i. Annars er sjaldnast erftitt að fá Cuevas sökum þess hversu illa River fer með hann. Hann fæst vanalega á nokkrar millur punda á öðru til þriðja tímabili og þá er hann kominn með þónokkrar tuttugur. Ef maður setur hann á “Run with ball” og “Cross ball” mun hann verða stoðsendinga kóngur liðs þíns, ef ekki deildarinnar sem þú ert að spila í. Hann sameinar nefnilega það besta í bæði Giggs og Beckham, órtúlegan hraða og tækni og svo einstakar fyrirgjafir.

Að lokum
Palli, ég vona að ég hafi gert þínum uppáhalds leikmanni næganlega góð skil :)