Sælt veri fólkið.

Mig langar að byrja á því að segja að þetta er mín fyrsta grein hingað inn á /manager og langar mig að sjá hvernig viðbrögð ykkar eru við mínum greinum. Vonandi njótið þið greinarinnar og ef þið mynduð góðfúslega commenta eitthvað við greininni þá væri það algjört dúndur.

Ég ákvað að skrifa eitthvað um liðið mitt Real madrid, þar sem að ég er tiltölulega stoltur af mínu liði, þó að þetta sé Real madrid og það er létt að vinna með þeim :).

Ég byrjaði á því að versla mér leikmenn ég átti dágóða upphæð, enda búinn að vinna þrennuna seinustu 2 leiktímabil og því keypti ég Fabricio Coloccini á 16.5m, Freddy Gúarin á 20m og svo fékk ég hinn firna sterka Robinho á frítt. Lítið var um sölur, þó helsta salan mín var John Heitinga til Arsenal á 23m.

Ég spila 4-1-3-2 Attacking og það virkar gífurlega vel hjá mér að minnsta kosti.

Liði mitt var nokkurn vegin svona skipað:
Casillas(GK)
Lahm(DR)Chivu(DL)Coloccini(DC)Woodgate(DC)
Xabi Alonso/Gúarin(DMC)
Ég hafði gífurlegt val á miðjunni og ég var oft í vandræðum en oftast var miðjan þó svona.
Rosicky,Kallstrom,Snejder. Svo hafði ég úr að velja Aimar,Ballack,Robin Van persie.
Owen(SC)Robinho(SC). Varamennirnir fyrir framlínuna voru ekki á verri endanum, Saviola, Valeri Bojinov, Portillo.

Vann Super cup, Euro super cup og Asian/Euro cup.

Ég byrjaði leiktímabilið í spænsku deildinni af krafti og ég vann fyrstu 10leikina mína, svo mætti ég gífurlega sterku liði Sevilla, og þeir unnu mig 2-1 eftir að þeir skoruðu 2 mörk frá 87-92mínútu.

Spænski bikarinn var léttur fyrir mig og ég fór létt í gegnum öll liðin þangað til að ég kom að Barcelona, og taldi ég mig vera að etja kappi við firnasterkt lið þar á ferð. En fyrri leikurinn fór 3-0 og sá seinni 3-2 fyrir mér, léttir leikir þar á ferð og ég var óstoppandi. Svo mætti ég Athletic Club í úrslitunum og fór sá leikur í vítaspyrnukeppni, eftir að ég hafði skotið 27skot á markið 19skot á rammann hitt útaf, og þeir áttu 5skot á markið. Því taldi ég það ekkert annað en sanngjarnt að ég myndi vinna þetta, og ég gerði það og nýtti öll mín færi í vítaspyrnukeppninni og ég því orðinn spánarmeistari enn og aftur.

Meistaradeildin byrjaði mjög svo skemmtilega og dróst ég í riðil með Bayern,Man utd og Inter. Leikirnir voru margir fjörugir, en ég fór upp úr þessum riðli ósigraður með 1 jafntefli og 5 sigra.
Ég mætti síðan Shaktar í 16liða úrslitum og fór fyrri leikurinn 1-1 á heimavelli mínum, og varð ég smá smeykur en ég gat endað léttar þegar að Bojinov nokkur skoraði þrennu í seinni leiknum.
Í 8liða úrslitum fékk ég PSV og voru það óspennandi leikir og fóru þeir báðir 3-0 fyrir mér. Fjórðungsúrslitin voru dregin, og dróst ég á móti liði Roma og fór fyrri leikurinn 2-1 fyrir Roma á þeirra heimavelli. Þegar var komið í seinni leikinn voru gífurlega meiðsli og þreyta í leikmönnum hjá mér, og styllti ég upp mínu mögulega sterkasta liði og vann ég leikinn 2-0 á heimavelli með mörkum frá Saviola og Xabi.
Þá var komið að úrslitaleiknum og var hann gegn mjög sterku liði Chelsea. Þeir létu skotin dynja á mér en Casillas sannaði það enn og aftur hversu megnugur hann er, og fór leikurinn í vítaspyrnukeppni eftir venjulegann leiktíma sem endaði 1-1. Casillas varði 2 víti, og ég skoraði úr öllum mínum sem varð til þess að ég vann meistaradeildina aftur.

Ég fjalla lítið um deildina, þar sem að ég fór mjög létt í gegnum hana með 1 tap og 4jafntefli.

Ég vann þrennuna aftur í þriðja skiptið og er ég kominn í annað sætið í hall of fame. Spurning að fara að hætta þessu samt, þar sem að þetta er orðið svo létt :S. En vonandi var þetta ekki of langt fyrir ykkur lesendur góðir og vonandi eyddi ég ekki of miklum frítíma frá ykkur =).
,,,,