Frábærir leikmenn í Champ #3 Mér datt í hug að gera 100 greinar um hina ýmsustu leikmenn í champ sem allir eiga það sameiginlegt að vera frábærir.
Hér kemur þriðja greinin í röðinni:

Alex Pinardi
Þessi drengur er magnaður! Hann er allt frá byrjun á nýju save-i einn sá allra besti sóknartengiliður sem hægt er að finna sér. Hann er líka hræódýr til að byrja með og þegar maður er sjálfur ekki að stjórna Atalanta notar liðið hann nánast eingöngu í varaliðinu, svo að hann verður fljótlega þreyttur á að vera ekki í byrjunarliðinu með alla þessa hæfileika (eins og gefur að skilja) og þá fær maður hann jafnvel á innan við milljón pund! Hann er venjulega með mark eða stoðsendingu í leik. Ég hef yfirleitt spilað honum hægra meginn á miðri miðjunni í 4-1-3-2 leikkerfi og þar svona líka svínvirkar hann. Í Atalanta save-inu mínu sem ég minntist á í grein #2 var ég með hann en á annari leiktíð varð hann “Unhappy with manager” og ég hef ekki glóru um hvers vegna því að ég fór ekki illa með hann, notaði hann mikið og sektaði hann sjaldan eða aldrei (ég er ekki mikið gefinn fyrir sektir, væri mikið frekar til í að hafa svona “hrós” fítus). En allavega missti ég hann í free transfer til Arsenal (mistök að selja hann ekki áður en það gerðist, ég veit, svo að það er óþarfi að núa því um nasir mér :-). En það breytir því ekki að ég hef sjaldan eða aldrei kynnst jafn frábærum sóknartengilið og Alex Pinardi. Hann skákar pottþétt Francesco Totti, allavega hvað varðar peninga! (ekki koma með komment um að þarna hafi ég verið að skjóta mig í fótinn með þessu eða eitthvað í þá áttina, þetta er MITT álit.) Komið með ykkar…