Frábærir leikmenn í Champ #2 Mér datt í hug að gera 100 greinar um hina ýmsustu leikmenn í champ sem allir eiga það sameiginlegt að vera frábærir.
Hér kemur önnur greinin í röðinni:

Roberto Cardinale
Þessi drengur byrjar hjá Serie B liðinu Salernitana. Hann er 19 ára varnarmaður og eftir 2-3 tímabil er hann kominn í sama klassa og Cannavaro, Thuram og Nesta. Hann er réttfættur og frábær tæklari. Ef maður fær færi á að kaupa hann/signa hann á maður að grípa það tækifæri og búa svo um hnútana að þú og enginn annar fái hann. Það á eftir að svo marg borga sig! Ég á Atalanta save á tölvunni minni þar sem ég er kominn á 5. leiktíð og þá er Cardinale búinn að slá út Marco Materazzi fyrir löngu. Ég hef núna þá Cannavaro og Cardinale sem miðverði í 4-1-3-2 leikkerfi (það er besta kerfið að mínu mati). Cardinale hefur engin agavandamál, það væri þá helst að hann yrði óánægður hjá litlu félagi en þannig er því nú einnig farið með flesta frábæra leikmenn, ef ekki alla. Flestir sem til hans þekkja eru sammála um að hann sé einn, ef ekki besti, ungi varnarmaðurinn í leiknum.