Frábærir leikmenn í Champ #1 Mér datt í hug að gera svipað og SBS er að gera á Kvikmyndir/DVD hérna á Champ og gera 100 greinar um hina ýmsustu leikmenn í champ sem allir eiga það sameiginlegt að vera frábærir.
Hér kemur sú fyrsta:

<b>Nicolas Anelka</b><br>
Eins og þér kanski þettur í hug er ég einn af þeim sem dýka þennan mann. Mér persónulega finnst hann snillingur. Í einu af mínum betri save-um er ég með Olympique Marseille og hef gert þá að stærsta félagi heims á 3-4 tímabilum. Þar hefur Nicolas Anelka verið í aðalhlutverki lengst af. Ég keypti hann af PSG í byrjun 2. tímabils á £18,000,000 (frekar mikið, ég veit en Marseille er í sömu deild og PSG þannig að…). Þá var allt að hjá honum sem getur verið að hjá einum leikmanni en eftir að ég keypti hann hefur ekkert verið að. Hann hefur held ég 1-2 skrópað á æfningu en ef maður gerir ekkert í því verður það ekki “kækur” hjá honum. Hann er að skora um mark til tvö í leik hjá mér og leggur einnig slatta upp. Hann er yfirleitt alltaf í góðu ásigkomulagi fyrir leiki sökum leti (s.s. hann yfirleitt í um 85% formi eftir hvern leik). Ef maður hefur góða leikmenn í liðinu og er að vinna titla eru aldrei nokkurn tíman vandræði í kringum þennan mann. Þeir sem hafa haft hann í liði hjá sér og hafa gert hann að “vandræðagaur” kunna einfaldlega ekki að stýra fótboltaliði í Champ. Þetta er ekki bara svona í mínu save-i því ég hef margoft séð hann spila svona. T.d. þegar ég var eitt sinn með Atalanta fór hann til Leverkusen og var að brillera þar. Allir sem eitthvað til þekkja vita að þarna er hreinn snillingur á ferð, en því miður eru alltof margir sem fella hann á því að hann er prímadonna sem þó kemur ekki að sök ef maður fer ekki illa með hann.