Real Madrid Season 2008 (Seinni hluti) Ætla ég mér að koma með framhald af greininni um Real Madrid sem ég skrifaði hér um daginn. Ætla ég að biðjast velvirðingar á illa skrifaðri grein frá því seinast, og verð ég að viðurkenna að ég var að flýta mér aðeins. En eins og ég sagði í fyrri greininni, þá vann lið mitt spænsku fyrstu deildina leiktíðina 2007 og fylgdi spænski bikarinn með í kjölfarið. En eftir að hafa tapað fyrir AC Milan í Meistaradeildinni þá fannst mér eitthvað vanta í lið mitt, og datt mér einhvernveginn í hug að það var vörn liðsins. Þegar að leiktíðin 2008 byrjaði þá kom áfall fyrir liðið vegna þess að allir helstu varnarmenn liðsins hótuðu að fara á ,,Free transfer''. Voru það þeir Jonathan Woodgate, Michel Salgado, og Ivan Helguera. Gat ég þó þakkað fyrir að Roberto Carlos var ekki með neina vitleysu, heldur einbeitti hann sér bara að vinnu sinni.

Sem betur fer náði ég að fá Jonathan Woodgate aftur á band eftir erfiðar samningaviðræður, og sama átti við Michel Salgado, en því miður fór Ivan Helguera til Deportivo manna. Missti ég þarna einn af mínum bestu varnarmönnum, og varð ég því að punga út nokkrum millum til að krækja mér í góðann varnarmann. Ákvað ég því að kaupa mér Glen Johnson frá Chelsea og kostaði það mig 4 milljónir punda. Þá mætti segja að ég hafi fengið þann varnarmann sem mig vantaði í bili. Færði ég því Woodgate í miðju varnarinnar, og Glen þar sem hann Woodgate var (hægra meginn) og síðan lét ég Salgado vera á sínum stað vinstra meginn. Má til gamans geta að við leitina á varnarmanni, Þá sá ég Massimo Ambrosini frá AC Milan á ,,free transfer'' og náði ég að redda honum samning og tók hann honum og náði ég því í góðan leikmenn á engu verði (ef samningur er ekki tekinn með). Notaði ég hann sem miðvarnarmann milli miðju og varnar og verð ég að segja að það var eitt það gáfulegasta sem ég hef gert lengi. Vegna breytingar á taktík þá missti Lebohang Mokoenasæti sitt í byrjunarliðinu, því ekki var þörf fyrir hann.

Keypti ég svo líka Yakubu á 4 milljónir punda frá Portsmouth vegna þess hve ungur og efnilegur hann var.

Síðan byrjaði leiktíðin 2008 og spennan var í loftinu. Var Canizares markvörður Valencia nýhættur og því var gaman að sjá hvernig þjálfari Valencia myndi ráða úr markmannsmissi sínu. Síðan fór fyrsti leikurinn af stað gegn sterku liði Sevilla, en eitthvað verulegt var að liði Sevilla vegna þess að þeir töpuðu fyrir liði mínu 5-0 og var þar Ronaldo með 3 mörk og Adriano 2. Eftir þann leik þá virtist lið mitt vera búið að bæta sig töluvert frá því síðast og var markmiðið að taka fyrstu deildina og Meistardeildina þetta árið. Stillti ég upp eftirfarandi liði:

GK: Iker Casillas

DEF: Michel Salgado,Jonathan Woodgate,
Glen Johnson

DEF MIDF (Back): Massimo Ambrosini

MIDF: Bastian Sweinsteiger, Frank Lampard, Luis Figo (Figo stóð sig vel í þeim leikjum sem ég setti hann inná svo hann vann sér inn fast sæti í byrjunarliðinu), David Beckham.

FORW:
Ronaldo,Adriano,Michael Owen.


Eftir marga sigra,nokkur töp og nokkur jafntefli, þá leit allt út fyrir að við myndum vinna spænska deildarbikarinn.


Þrátt fyrir mikla baráttu, þá töpuðum við niður forustunni í síðustu tveimur umferðum deildarinnar og því voru Barcelona menn búnir að tryggja sér deildarbikarinn þetta árið og lenti lið mitt því í öðru sæti. Tók svo ekki betra við heldur tapaði lið mitt í þriðja skiptið í röð fyrir liði Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Fór að hitna undir sæti mínu en náði lið mitt að krækja í spænska bikarinn þriðja skiptið í röð með 3-0 sigri á Sevilla. Mætti þar með segja að ég hafi bjargað mér frá því að vera rekinn það árið.

Annars þakka ég fyrir mig, og ef þið viljið framhald af þessu þá endilega látið mig vita kæru manager áhugamenn,því ekki nenni ég að skrifa eitthvað sem enginn les.

P.s Vill ég líka nýta tækifærið og segja að þetta áhugamál er heldur dautt, en með ykkar hjálp kæru hugarar, þá getum við skriðið upp sætalistann með því að kíkja nokkru sinnum á dag á áhugamálið og jafnvel senda inn nokkrar greinar

Summi þakkar fyrir sig……….