Eins og þið vitið nú flest þá var ætlunin að búa til íslenska útgáfu af cm 2000-2001.
Ætlunin var að fá einn aðila til að sjá um hvert lið og svo myndi Breti sem heitir Andy Cox koma þessu í nothæft form. Það gekk ágætlaga að fá fólk til að taka lið en það var annað mál hvort fólkið kláraði liðin eða vann bara í þeim allmennt. Þetta byrjaði 13. jan. 2001 og það eru enn 3 lið eftir. En það sem verra er að ég né ekki lengur sambandi við gaurinn sem ætlaði að koma þessu í nothæft form enda ekki furða þar sem ég talaði við hann í febrúr eða mars síðast. Og nú er deildin bara að verða hálfnuð svo að það þýðir ekkert að fara að fera þetta núna.
Ég er að spá í hvort maður eigi að gera aðra tilraun fyriri 2002. Það er allvega til hellingur af upplýsingum um 7 lið þannig að það þarf bara að laga þau svoldið til.
Liðin sem ekki voru gerð voru Fram(samt byrjað á þeim),Í.A og Fylkir.
Ég setti nú upp <a href="http://maggi.hamstur.is/cmmain2.html“>þessa</a> síðu fyrir þetta en það var enginn almennileg viðbrögð sem ég var að fá. Síðan fékk þó hátt í 400 gesti.
Til að gera þetta þarf að ”rename-a" einhverja deild sem að í þessi tilfelli hefði orðið sú norður-írska. Við myndum að sjálfsögðu ekki hafa sömu möguleika og þeir sem forrita leikinn en gætum breytt svona því helsta.
Til að gera þetta þarf að nota hex editor sem ég hef ekki enn komist í, en ég held að það þurfi að kunna einhverja forritun til að nota hann.

Sérsatakar þakkir til allra sem gerðu lið. Ykkar vinna fór alls ekki til einskis ef við gerum þetta á næsta ári.