Þegar ég byrjaði fyrst í CM2 96/97 spilaði ég alltaf með stórlið, og nánast undantekningalaust Liverpool því hópurinn þeirra var frábær. James var einn besti markmaðurinn, Ruddock og Babb með bestu varnarmönnum í leiknum(einnig stóðu Bjorneby, Harkness, Scales og Rob Jones allir fyrir sínu), Redknapp, McManaman, Berger og McAteer rokkuðu á miðjunni, Mark Kennedy var mjög öflugur sóknartengiliður og að lokum voru Robbie Fowler og sérstaklega Stan Collymore snilldar sóknarmenn. Ég vil þó taka það fram að ég er United maður mikill :)

Síðan kom 97/98 út en ég spilaði ekki nema um eitt tímabil í honum þar sem hann var gríðarlega hægur, ég hélt bara áfram í hinum frábæra 96/97 og fór að hefja ýmsar tilraunir með neðrideildar lið(þá munaði mikið um svindlið þar sem maður gat fengið leikmenn frítt:).

Síðan eftir langa bið kom CM3 út og maður vænti mikill af honum, og þess vegna keypti ég hann, og varð fyrir miklum vonbrigðum því það tók heila öld að gera allt í honum. Ég kláraði eitt tímabil og rúmlega það með United en gafst uppá því og tók síðan eitt tímabil með Rushden & Diamonds, komst ekki upp og lagði CM3 bara á hilluna(eða oní skúffu þar sem hann er enn þann dag í dag).

CM 99/00 var hins vegar miklu mun betri, og þar tók ég þrjú tímabil með Parma þangað til að save-ið var bara alltíeinu ónýtt! Þá varð ég mjög reiður við leikinn og tók mér langt hlé! Byrjaði síðan aftur með Southampton, en var rekinn eftir mjög slakt gengi, einhvern tíman um miðja leiktíð.

Í nýja CM, 00/01, hef ég spilað tvö lið, Spartak Moscow í samvinnu við vin minn JolaMetal þar sem við spiluðum einn fimm eða sex tímabil þangað til að hann þurfti að formatta tölvuna, whatta shame that was! Helsti kosturinn við að spila í Rússlandi var að enginn var FGN þannig að maður gat keypt hvern sem er. Hitt liðið sem ég hef spilað með í 00/01 er Darlington og það eru þeir sem ég ætlaði upphaflega að skrifa grein um, en ekki sögu mína í CM :)

Ég tók við Darlington því mig langaði að taka við einhverju liði í þriðju deild sem ég þekkti ekkert til, ég skoðaði nokkur lið og eftir að hafa skoðað hópin og aðstæður hjá Darlington ákvað ég að þarna væri mitt lið komið. Í upphafi leiktíðar gekk mjög vel, ég vann hvernig leikinn á eftir öðrum, og sterkasta vopn liðsins var mikil markaskorun, mörkin í leikjun fóru oft yfir sex(þ.e.a.s. samanlagt) og einn leikurinn fór meira að segja 9-4. Síðan fór að halla undan fæti og ég féll úr toppsætinu en hélt mér hins vegar alltaf í topp þremur en í síðustu umferðinni, þar sem ég var í þriðja sæti, tapaði ég í leik á móti liðinu í fjórða og féll þar með niður í umspil, þar tapaði ég síðan í fyrir Barnet.

Eins og áður sagði var sóknarleikurinn helsta vopn liðsins, markahæsti leikmaður liðsins var Jesper Hjort með 60 mörk í 54 leikjum. Markvörðurinn Andy Collet var hins vegar ekki sterkur og því keypti ég Johan Öberg til að standa á milli stanganna en síðan kom Ian Walker á free transfer og varði markið næsta tímabil. Vörnin var svona lala, með Neil Aspin og Gary Bennet(sem nú er framkvæmdastjóri liðsins) í fararbroddi en þeir voru báðir í eldri kantinum þanning að ég seldi þá báða. Craig Liddle er varnartengiliður og stendur sig ágætlega. Miða liðsins var ágæt, Brian Atkinson einna best en Mark Angel og Stuart Elliot einnig ágætir. Paul Campell var sóknartengiliður en um sóknina sjálfa sá Jesper Hjort að mestu ásamt Lee Nogan og Gary Naylor(annar þeirra hefur spilað tvo landsleiki fyrir Wales).

Ekki var ég hrifinn af því að sitja annað tímabil í 3. deild þannig að ég hófst handa við að styrkja liðið. Eins og áður sagði fékk ég Ian Walker(sem ég seldi svo til Brentford og Öberg kom aftur í markið og stóð sig eins og herforingi, hann seldi ég svo til United og nú stendur Espen Bardsen milli stanganna). Einnig fékk ég til liðsins Hassan Kacklouh(held að það sé skrifað svona) frá Southampton og striker frá Trinidag&Tobago að nafni Stern John frá Nottm Forrest(hann er að rokka). Allir þessir leikmenn komu á Free Transfer

Næsta tímabil komst ég uppí 2. deild, vann deildina með því að sigra Halifax, sem voru á toppnum, í síðasta leik og vann deildina með einu stigi. í dag er ég að sigla þar um miðja deild en að sjálfsögðu er stefnan sett á að komast uppí úrvalsdeild einn góðan veðurdag, en ég er þó ekki undir neinni pressu frá stjórninni þar sem Darlington liðið er víst ekkert svo sérlega gott, og núna verða þeir ánægðir ef ég fell ekki aftur í þriðju.

Að lokum langar mig að nefna til sögunnar helstu leikmennina sem ég hef fengið til liðsins.

Ian Walker GK (farinn til Brentford 500,000)
Johan Öber GK (farinn til United, 500,000)
Espen Bardsen GK

Riccardo Silva DC (Portúgali)
Gerry Taggart DC
Fredrik Elgström DC (mjög efnilegur Svíi)
Yngvar Håkonsen DL (ungur Dani að mig minnir)
Henrik Jansen DR

Vasco Silva D/DM
Eitthvað Santos D/M :) (Englendingur, frá Sheff Utd)
Hassan Kacklouhl AMC

Stern John SC
Guy Ipoa FC/L/R

Svo er ég líka búinn að signa hrúgu af efnilegum leikmönnum fyrir framtíðna.

Rohan Rickets MC (nánast kominn í byrjunarliðið)
Mark og Derek Tobin (Derek farinn til Q.P.R)
Garb Gallager AMC (að komast í byrjunarliðið)
Trevor Robinson FC eða SC (nánast kominn í byrjunarliðið)
Markvörður sem heitir eitthvað G Griffin
Indriði Sigurðsson DC (stendur ekki undir væntingum)
Efnilegur ungur Wales-verji, varnarmaður, Cockings minnir mig
Peter Marsh, miðjumaður frá Leeds
Fullt af öðrum ungum og efnilegum sem ég man ekki nöfnin á :)
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _