Real Betis [FM2005] Svona í tilefni þess að áhugamálið er að þokast aftur í rétta átt eftir að hafa legið í “dvala” í þónokkurn tíma ákvað ég að hefja skrif aftur eftir smá pásu. Maður var virkur hér fyrir þónokkru síðan en síðan ákvað ég að taka mér smá pásu en hér er ég kominn aftur.

Þar sem FM2005 kom út á síðasta ári ákvað ég að næla mér í leikinn og hef stjórnað nokkrum liðum síðan. Þar má nefna Barcelona, AC Milan, Everton, Blackburn, Auxerre og Wolves. Svo kom sumar og þá lagði ég leiknum til hliðar en núna er Champ. vertíðin að hefjast að nýju svo ég ákvað að fara í spænsku deildina aftur. Valið stóð á milli tveggja liða, Villarreal og Real Betis. Betis varð fyrir valinu og sé ég ekki eftir því, hef tekið eftir því að þetta sé vinsælt lið hér meðal spilara.

Ég ætla ekki að fara að skrifa svaka sögu um þetta save en ég ætla bara að koma með svona smá upptalningu og svona. Kannski kemur maður með sögu með annað save síðar í vetur.

Nú fyrsta tímabilið 2004/2005 gekk vel og deildin vannst örugglega og bestu leikmenn þessa tímabils voru Joaquín, Denílson, Assuncao og Hernán Crespo. Evrópukeppnin var ekki til staðar fyrsta tímabilið svo deildin og bikarinn var aðalmarkmiðið. Bikarinn gekk hinsvegar ekki vel og datt ég út í 2. umferð á móti Recreativo í framlengdum leik.

Kaup tímabilið 04/05:

5.8.2004 Benedict Vilakazi - Orlando Pirates 750k
8.8.2004 Junior Khnaye - Kaizer Chiefs 650k
15.12.2004 Freddy Adu - DC United 450k
15.12.2004 Hernán Crespo - Chelsea 2.5 milljónir
Samtals: 4.3 milljónir

Engir voru seldir en Crespo fór á kostum síðari hluta tímabilsin og spilaði ekki nema 22 leiki en var hinsvegar með 33 mörk yfir tímabilið og það var bara í deildinni. Endaði markahæstur.

Tímabilið 05/06 gekk vel og deildin sigraðist aftur með yfirburðum. Núna voru Betis menn komnir í meistaradeild og þýddi ekkert annað en að vinna þá keppni.

Riðill F.

Leverkusen, Real Betis, FC Köbenhavn og Lyon. Betis og Leverkusen fóru áfram í útsláttarkeppnina.

16 liða úrslit:

Betis 1-0 Porto
Porto 1-1 Betis

8 liða úrslit:

Milan 3-3 Betis
Betis 0-1 Milan

Spænski bikarinn vannst hinsvegar og Real Betis tvöfaldir meistarar tímabilið 05/06.

Leikmannakaupin þetta tímabilið voru ekki af verri endanum enda seldist leikmaður fyrir metfé.

Kaup 05/06

1.7.2005 Lebohang Mokoena - Orlando Pirates 1.2 milljónir
2.7.2005 Mark van Bommel - PSV frítt
3.7.2005 Juan Sebastian Verón - Chelsea 3.8 milljónir
13.8.2005 Gabriel Milito - Real Zaragoza 10.75 milljónir
27.1.2006 Shaun Wright-Phillips - Man. City 20 milljónir
29.1.2006 Fabrizio Miccoli - Juventus/Fiorentina 17 milljónir

Seldur 05/06

Joaquín til Real Madrid fyrir 50 milljónir punda.

Tímabilið 06/07 gekk ekki alveg eins vel en þó náðist einn titill í hús og það er eftirsóttasti titill liða í Evrópu, sjálfur Evrópumeistaratitillinn. Liðsmenn Inter lágu í valnum í úrslitum CL 3-1 og Real Betis þar með orðnir Evrópumeistarar. Deildin gekk ekki alveg nógu vel og endaði ég í 3.sæti og í bikarnum datt ég út í undanúrslitum á móti Real Zaragoza.

Kaup tímabilið 06/07

1.7.2006 Jose Manuel Reina - Villarreal 2.1 milljón
2.7.2006 Robinho - Hertha BSC 8 milljónir
13.7.2006 Nigel de Jong - Ajax 6.75 milljónir
19.7.2006 Vincent Kompany - Anderlecht 6.25 milljónir
29.1.2007 Jonathan Woodgate - R. Madrid 5.25 milljónir

Aftur lentum við í 3. sæti í deildinni tímabilið 07/08 en bikarinn vannst og voru það Real Sociedad sem mættu okkur í úrslitum á Santiago Bernabeu. Leikurinn vannst örugglega 2-5 og Real Betis orðnir bikarmeistarar í 2. skipti. Við duttum út í undanúrslitum í meistaradeildinni á móti Man. Utd samanlagt 5-2 eftir vægast sagt slakan leik á Old Trafford, 4-1 tap.

Keyptir leikmenn 07/08

11.8.2007 Mario Alberto Santana - Palermo frítt
15.12.2007 Thomas Hitzlsperger - Aston Villa 12.75 milljónir
15.1.2008 Francesc Fabregas - Arsenal 26.5 milljónir

Núna er ég aðeins byrjaður á tímabili 08/09 og er búinn að vinna Super Cup, búinn að vinna minn fyrsta leik í riðlinum í meistaradeildinni á móti Wisla Krakow og er taplaus eftir 3 leiki í deildinni. Ég er líka búinn að fá til mín 2 leikmenn þá Alex frá PSV fyrir 6,25 milljónir Salomon Kalou frá Feyenoord frítt.

Leikkerfið sem ég hef alltaf notast við er 4-2-3-1.

Sterkasta lið mitt um þessar mundir er svona:

GK: Jose Manuel Reina
DL: David Rivas
DC: Jonathan Woodgate
DC: Vincent Kompany
DR: Nigel de Jong
MC: Thomas Hitzlsperger
MC: Francesc Fabregas
AML: Freddy Adu
AMC: Fabrizio Miccoli
AMR: Shaun Wright-Phillips
SC: Robinho