Ég var að fá mér FM og fyrsta liðið sem ég tók við var Betis, en þetta er fyrsta tímabilið mitt og fyrsta sinn sem ég geri mitt eigið save, svo ekki fara að tala um hvað eitthvað var lélegt hjá mér eða etthvað þannig því ég hata þegar það gerist! En allavega já ég tók við Betis og gaf stjórnin mín mér góðan pening, 7 mil, til þess að kaupa, leikmennirnir sem ég keypti voru:

Keyptir:
Anthony Vanden Borre, 750 k (samningur)
Vincent Kompany, 1,5 mil, minnir mig
Robinho, 6 mil
Mokoena, 1 mil
Freddy Guarín, 2 mil
Scott Carson, 1 mil (um vetartímann)

Seldir:
Denílson, 5 mil
Acunsáo, 5 mil (kann ekki að skrifa það), þurfti að hafa pláss fyrir Mokoena, foreign.
Tote, 1 mil
og einhverjir fleirri á sirkað 1 mil.

Svona stillti ég liðinu mínu

———–*——-*———-

*————-*————–*

————–*—————

*——-*———–*——–*

————–*—————
Læt kantmennina og varnarmennina hlaupa einn framm

GK Antonio Prats/Scott Carson
DR Anthony Vanden Borre
DL David Rivas
DC Juanito
DC Vincent Kompany
DMC Freddy Guarín
MC Lebohang Mokoena
MR Joaquín
ML Benjamín
FC Fernando
FC Robinho

Spænska deildin

Tímabilið byrjaði hörmulega með tapi fyrir Getafe og síðan jafntefli á móti Málaga, vann ég síðan næsta leik en tapaði síðan á móti sterku liði Barcelona, en síðan byrjaði allt að gerast ég byrjaði að vinna og vinna þangað til að nokkrir lykilmenn meiddust í Nóvember, þá byrjuðu að koma nokkrir slakir leikir. Um veturinn keypti ég aðeins Scott Carson frá Leeds. Eftir veturinn komu margir leikir erfiðir í röð, Real Madrid, Atletico Madrid og síðan Barcelona, vann ég leikinn á móti Atletico Madrid en tapaði á móti hinum, en á móti Real Madrid var það Michael Ballack sem skoraði bæði mörkin þeirra en ég verð að segja að Scott Carson var frábær í þeim leik, þeir áttu 12 skot á rammann og skoruðu aðeins úr 2. En eftir þetta byrjaði ég að vinna allt og vann 9 leiki í röð, leiktíðinn var alveg að enda og var Valencia í fyrsta, Barcelona í öðru og ég í þriðja. Tveir leikir eftir, ég sá að bæði Barcelona og Valencia höfðu gert jafntefli, síðan keppti Valencia sinn síðasta leik á undan okkar og gerði aftur jafntefli. Valencia var með 84 stig (38 leikir), Barcelona voru með 83 (37 leikir) og ég 82 stig (37 leikir) Barcelona gerði jafntefli! Ég átti tækifæri að vinna deildina ef að ég mundi vinna Racing, þegar leikurinn minn kom varð ég ánægður þegar Fernando skoraði á
7. mín, staðan hélst 1-0 þangað til i hálfleik, síðan á 72 mín, Voru þeir í sókn og Vincent Kompany tæklaði manninn og þeir fengu víti, og skoruðu úr því, ég sótti og sótti eftir þetta en mínir menn náðu bara ekki að setja boltann í netið, endaði þessi leikur 1-1 svona var deildin:

1. Barcelona, 84 stig
2. Valencia, 84 stig
3. Betis, 83 stig
4. Real Madrid, 76 stig

18. Athletic Club
19. Getafe
20. Numancia

Spænski bikarinn

Ég einbeitti mér ekki mikið af honum og tapaði í 3.umferð á móti Tenerife.

Manager of the year:
1. Frank Rikjaard, Barcelona
2. Ég, Betis
3. Zaragoza þjálfarinn ,man ekki hvað hann heitir.

Er núna búinn að kaupa nýja lekmenn og segi frá því öllu í næstu grein, ef að það kemur önnur grein en þið metið það hvort þið viljið það eða ekki, en allavega takk fyrir mig;)