Hér ætla ég að segja ykkur frá 3 tímabilum mínum með AC Milan(þ.e.a.s ef þið takið vel í þetta). En annars tók ég við AC Milan eftir að hafa átt erfitt með að velja á milli þeirra og Juventus en valdi loks AC Milan. Nú hefst sagan.

Á fyrsta tímabilinu ákvað ég eftir að hafa farið yfir leikmanna hópinn ákvað ég að styrkja hann ekki kaupa leikmann. Ég byrjaði á 4 vinaleikjum og þau lið sem urðu fyrir valinu voru Clubb Brugge, Sao Paulo, Heerenveen og Auxerre. Eftir að hafa spilað þá leiki var ég nokkurn veginn kominn með “starting-eleven” fyrir liðið mitt.

Fyrstu leikirnir voru uppá að komast í Meistara deildina á móti Basel, ég fór frekar létt í gegnum það, 5-0 á heimavelli og 2-0 á útivelli þannig þarna var ég kominn í riðlana í meistara deildinni, liðið fór frekar öruggt í gegnum riðilinn, við lentum í riðli með Dortmund, Partizan, og Spartak Moskow. Dortmund unnu reyndar fyrsta leikinn 0-2 en seinni leikurinn fór 4-0 fyrir okkur, leikirnir við Partizan fóru 2-0 og 1-0 og við Spartak 1-1 og 3-0, ég fór í gegnum riðilinn með 13 stig í efsta sæti.

Þá að deildinni, fyrstu leikirnir voru sigur eða já jafntefli 6-0 á móti Udinese, 1-1 á móti Lazio o.s.fr.

Þá var dregið í annan riðil í meistara deildinni en sá riðill hljómaði svo, AC Milan, FC Bayern, Valencia og Fenerbache. Fyrsti leikurinn var á móti FC Bayern og gekk mjög vel og fór 3-1 fyrir okkur, leikur númer 2 var á móti Fenerbache og gekk upp og niður ég átti mörg marktækifæri en boltinn vildi því miður ekki inn í markið. 3 leikurinn var síðan á móti Valencia en hann fór 2-0 fyrir mér. Ég átti síðan strax annan leik við Valencia en þeir unnu þá rimmu 2-0. Næsti leikur var síðan við FC Bayern, þar fóru leiðir svo að ég vann 4-2 í æsi spennandi leik, 1 leikur eftir í riðlinum uppá annaðhvort að detta út eða sigra riðilinn. Ég átti að etja kappi við Fenerbache á heimavelli, sá leikur vannst auðveldlega 4-0, þá voru það átta liða úrslitin, en ég kem að því seinna.

Þá að Ítalska Bikarnum, þar kom ég inní “annað round” og var dreginn á móti Sampdoria, fyrsti leikurinn var á heimavelli, liðið mitt var heppið því að þeir klúðruðu nokkrum dauðafærum og við vorum heppnir með mörk en leikurinn fór 3-1, en annar leikurinn var spilaður á útivelli, hann vann ég nokkuð öruggt 2-0.

Næst var “Quarter-Final”, ég og Perugia drógumst saman, fyrsti leikurinn var á “Renato Curi” eða á heimavelli Perugia, sá leikur var verulega spennandi og fór 1-0 fyrir mér og markið var skorað á seinusti sekúndunum. Seinni leikurinn var á Giuseppe Meazza, eða San Siro, þar voru mörkin ófá og voru öll mín megin, 3-0.

Eftir spennandi rimmu við Perugia var “Semi final” næst, ég var svo óheppinn að dragast á móti Internazionale(Inter Milan) enda mjög sterkt lið. Þar sem að bæði lið eru með sama völl, finnst mér þetta nú enginn heimaleikur að spila við Inter en svona er þetta nú bara, fyrsti leikurinn fór 2-0 fyrir mér og sá seinni 3-1 fyrir Inter þannig ég komst áfram á “Mörkum skoruðum á útivelli” regluni og var mjög feginn, en ég kem að úrslitinum á eftir.

Í deildinni gekk allt eins og í sögu, reyndar voru þetta 2 sögur bæði fyrir mig og Parma því þeir voru aðeins 3 stigum á eftir mér á endasprettinum, en það bjargaðist með mjög svo naumum sigri á útivelli, akkurat á móti Parma, þá voru 4 leikir eftir í deildinni á móti liðum sem voru heldur neðarlega í deildinni þannig að ég hafði engar áhyggjur, Parma átti næst leik við Inter Milan, akkurat leikurinn sem bjargaði titlinum fyrir mér því að Inter unnu þá og ég sigraði deildina reyndar mjög tæpt, aðeins með 3 stigum, en eins og þeir segja, “it doesn't matter if you win with an inch og a mile, victory is a victory”.

Þá að meistara deildinni, þar var ég kominn í átta liða úrslit. Þar spilaði ég við enga aðra en Juventus ég var frekar kvíðinn fyrir þann leik enda sterkt lið hér á ferð, fyrri leikurinn var spilaður á San Siro, ég rétt marði sigur 3-1, mark á seinustu sekúndu þannig ég gat verið afslappaður fyrir hinn leikinn, þar var lukkan að verki því að enn og aftur skora ég á seinustu sekúndum leiksins en á útivellinum fór staðan einmitt 2-2 þannig ég var kominn í undan úrslit.

Í undan úrslitunum spilaði ég við lið sem ég þekkti ekki neitt, það var kallað Shaktar, fyrst var spilað heima, ég sigraði 2-0, seinni leikurinn fór 0-1 fyrir Shaktar og kom mér þó á óvart því ég þekkti þetta lið ekki baun.

Næst voru úrslitin, ég hef aldrei spilað annan eins leik. AC Milan vs. Liverpool, allstaðar í blöðunum. Við fórum við komum við sigruðum, mjöööög tæpt. 2-1 og Liverpool búnir að vera yfir allan leikinn þar til á 86. mínútu þá var það eitthvað, eitthvað sem hvatti mína menn áfram sem varð til þess að þeir skoruðu á 91. mínútu úr langþráðu horni, en þar stökk aðalmaður leiktíðarinnar Andriy Shevchenko hæst af öllum og skallar boltann í netið, fangaðar ópin og köllin, VIÐ UNNUM!, VIÐ UNNUM!, görguðu allir, því eftir þetta mark flautaði dómarinn leikinn af.

Þá var spurninginn hvort þeir gætu unnið hina alræmdu þrennu, sem Manchester Utd unnu svo eftir minnilega '99.

Þá var komið að stóru stundinni, AC Milan vs Juventus í úrslitum Ítalska deildarbikarins, til að gera langa sögu stutta, allt kom fyrir ekki, Juventus vann, 2-3, hefðum við nýtt færið sem við fengum, hefðum við ekki gert þessi mistök í vörninni, hefði hann gefið boltann í staðinn fyrir að skjóta.

Takk fyrir mig. :)