Sæl verið. Ég ætla segja ykkur frá fyrsta tímabilinu mínu í FM 2005. Ég ákvað að taka við Inter Milan og byrjaði tímabilið bara nokkuð vel. Eftir 20 umferðir var ég í efsta sæti og kominn upp úr riðlinum í UEFA Champions League og á bullandi siglingu í bikarnum. Byrjunarliðið mitt á þessum tíma var þannig skipað.

M : Fransesco Toldo
DR : Ze Maria
DC : Mario Materazzi
DC : Ivan Cordoba
DL : Giuseppe Favalli
DMC : Egdar Davids / Cristiano Zanetti
MC : Juan Sebastian Veron
MC : Belozoglu Emre
AML : Kily Gonzalez
SC : Adriano
SC : Obafemi Martins

Á þessum tíma var ég ekki búinn að kaupa einn leikmann enda gekk allt vel. Þá fór allt í einu að halla undan fæti og ég tapaði 4 leikjum í deildinni í röð. Þá var ég farinn að fá á mig 2-3 mörk að meðaltali í leik og fannst mér eitthvað vanta. Þannig að ég ákvað að kaupa Vincent Kompany. Ég byrjaði að nota hann í DMC en hann var ekki alveg að “plumma” sig þar. Ég setti hann því í DC en í sínum fyrsta leik þar meiddist hann út allt tímabilið.

Á þessum tímapunkti var ég kominn í 8 liða úrslit bikarsins, í 2.sæti í deildinni og í 16 liða úrslitum meistaradeildar. Ég tók þá þá ákvörðun að kaupa mér markmann þar sem Toldo var að fá á sig allt og mikið af mörkum. Ég keypti því Micheal Rensig. Hann byrjaði ekki vel en byrjaði seinna meir að brillera og er nú einn besti markmaður leiksins.

Framlínan skoraði mikið af mörkum hjá mér og voru þeir allir komnir með yfir 10 mörk. Miðjan var frábær með Veron í fararbroddi en vörnin var ekki ennþá að finna sig. Ég hélt samt áfram ótrauður i bikarnum og var kominn í undanúrslit áður en ég áttaði mig á því. Það var á móti AC Milan sem var í efsta sæti á þeim tíma. Fyrri leikurinn endaði 0-1 þeim í hag. Frekar ósanngjarnt þar sem ég átti 19 skot í leiknum en þeir aðeins 5. Í seinni leiknum var ég kominn yfir eftir tíu mín en það stóð ekki lengi þar sem þeir jöfnuðu fimm mínútum eftir það. Svo gerðu þeir útslagið á 86 mín með marki frá Inzaghi. Þannig að ég þurfti að sætta mig við það að hafa dottið út í undanúrslitum. Ég var samt mjög sáttur með að hafa komist svona langt í bikarnum og stjórnin sömuleiðis.

Þannig að maður var dottinn út úr bikarnum stefndi maður bara á Champions league þar sem Milan og Juventus voru kominn 10-15 stigum á undan mér í deildinni. Ég mætti Manchester United í 16 liða úrslitum. Fyrri leikurinn var spilaður á Old Trafford. Ég komst yfir eftir 8 mín með marki frá Adriano. Þeir jöfnuðu á 53 min með skallamarki frá Wayne Rooney. En 4 mín seinna kom Obafemi Martins og setti annað mark liðsins í leiknum og lokatölur urðu 1-2 mér í vil. Ég var geysilega ánægður með þau úrslit þar sem þeir þyrftu að minnsta kosti að skora tvö mörk á mínum heimavelli. Seinni leikurinn var 15 dögum seinna á San Siro. Leikurinn byrjaði rólega en eftir hálftíma leik komust þeir yfir með marki frá Rooney. Ég var orðinn frekar óþolinmóður en loksins kom markið frá mér á 76 mín frá Julio Ricardo Cruz. Þá vissi ég að ég var kominn í 8 liða úrslit. Ze Maria skoraði svo úr vítaspyrnu á 90 mín.

Næsta lið var Valencia. Ég fékk heimaleikinn fyrst og átti þeir aldrei séns í mig og slátraði ég þeim 4-0 með mörkum frá Adriano og Christian Vieri, tvö mörk frá hvorum. Seinni leikurinn var svo háður á
Mestalla. Þeir voru komnir 3-0 yfir eftir hálftíma leik og var ég nokkuð viss um að vera á leiðinni út ef ég myndi ekki skora mark. Svo á 52 mín skoraði Dejan Stankovic. Þeir bættu síðan við einu marki í viðbót en dugði það ekki til. Ég var því kominn í undanúrslit. Á þessum tíma var byrjunarliðið þannig skipað

M : Micheal Rensig
DR : Ze Maria
DC : Mario Materazzi
DC : Ivan Cordoba
DL : Giuseppe Favalli
DMC : Egdar Davids / Cristiano Zanetti
MC : Juan Sebastian Veron
MC : Belozoglu Emre
AML : Dejan Stankovic
FC : Adriano
FC : Julio Ricardo Cruz

Í undanúrslitum mætti ég svo FC Bayern Munchen. Útileikurinn var fyrst og endaði hann með tapi 1-2 sem hæglega hefði getað tapast 1-5. Tvö mörk dæmd af þeim og klikkuðu þeir vítaspyrnu. Ég þurfti því að taka mig rækilega saman í andlitinu ef ég ætlaði í úrslitaleikinn. Það gerði ég svo sannarlega og vann heimaleikinn 3-0 með mörkum frá Julio Ricardo Cruz og Adriano. Var ég því kominn úrslitaleik á móti Juventus.

Úrslitaleikurinn var mjög spennandi og endaði markalaus í venjulegum leiktíma og einnig í framlengingu og fór því í vítaspyrnukeppni þar tapaði ég í bráðabana 5-4 eftir átta spyrnur. Mjög svekkjandi en samt frábær árangur.

Þannig að lokaniðurstaðan mín á þessu fyrsta tímabili varð þannig að ég komst í undanúrslit í bikarnum, úrslit í champions league og endaði í 3.sæti í deildinni. Lokastaða deildarinnar varð þannig.

1. AC Milan
2. Juventus
3. Inter Milan
4. Roma
5. Sampdoria

Veron var annar í valinu á besta erlenda leikmanninum og varð þriðji á besta leikmanni ársins.

Veron, Emre og Adriano voru í liði ársins.

Adriano var besti ungi leikmaðurinn, auk þess að verða valinn í lið meistaradeildarinn og verða markahæstur í henni og verða valinn þriðji besti leikmaðurinn í henni.

Giuseppe Favalli var valinn í lið meistaradeildarinnar.

Þannig að yfir allt var ég mjög sáttur við þetta tímabíl. Núna er ég að fara að byrja annað tímabilið og er búinn að bæta í leikmannahópinn. Kem með aðra ritgerð seinna ef þið viljið. Þið commentið á það. Takk fyrir.